Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2018 22:00 Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þetta er orðið fimmtán ára deilumál; hvar Vestfjarðavegur eigi að liggja í gegnum Gufudalssveit í framtíðinni. Þegar fráfarandi sveitarstjórn í byrjun marsmánaðar valdi á milli tveggja valkosta, að vegurinn færi í gegnum Teigsskóg eða í jarðgöngum undir Hjallaháls, samþykkti hún með fjórum atkvæðum gegn einu að setja Teigsskógarleiðina inn á aðalskipulag.Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps þann 8. mars sem samþykkti að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Mánuði síðar tók hreppsnefndin hins vegar óvænt hliðarskref, þegar hún samþykkti að fela norskri verkfræðistofu að gera nýja úttekt á veglínum. Hagkaupsbræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir veita Reykhólahreppi fimm milljóna króna styrk til að kosta úttektina, að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra. Viðmælendum okkar í Reykhólahreppi ber saman um að Teigsskógarmálið hafi nær ekkert verið rætt fyrir þessar kosningar en þar var persónukjör. En hvaða afstöðu hafa nýkjörnir hreppsnefndarmenn til málsins? Við spurðum alla fimm í dag: Ingimar Ingimarsson sagði: Búið að afgreiða málið, ættum að halda okkur við það. Ef annar skýr valkostur kæmi fram, sem öllum litist á, mætti taka upp skipulagið. Árný Huld Haraldsdóttir sagði: Ég er alveg tilbúin að skoða að taka upp skipulagið, ef niðurstaða Norðmannanna verður þannig að þetta sé eitthvað skrítið. Við getum samt ekki beðið endalaust eftir því að eitthvað verði gert. Jóhanna Ösp Einarsdóttir sagði: Ef það kemur eitthvað út úr norsku úttektinni sem okkur hefur yfirsést er ég tilbúin að taka upp aðalskipulagið. Karl Kristjánsson sagði: Stend við fyrri afstöðu um að friðlýsa Teigsskóg og vil jarðgöng undir Hjallaháls. Embla Dögg Jóhannsdóttir sagði: Mér líst vel á leiðina í gegnum Teigsskóg og tel líklegast að hún verði farin. Þetta þarf að fara að leysa, þetta er orðið of langdregið. Er samt alveg tilbúin að taka upp skipulagið og er opin fyrir öllu. Með öðrum orðum: Allir eru tilbúnir að opna málið.Styrmir Sæmundsson og Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Fremri-Gufudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það gætir þó óþreyju, eins og fram kom í máli Jóhönnu Aspar á Stöð 2 í fyrra, en hún vill láglendisveg. „Ég vil bara að þeir byrji. Mér er svona nokkuð sama hvar þeir fara, - bara að þeir byrji,“ sagði Jóhanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þetta er orðið fimmtán ára deilumál; hvar Vestfjarðavegur eigi að liggja í gegnum Gufudalssveit í framtíðinni. Þegar fráfarandi sveitarstjórn í byrjun marsmánaðar valdi á milli tveggja valkosta, að vegurinn færi í gegnum Teigsskóg eða í jarðgöngum undir Hjallaháls, samþykkti hún með fjórum atkvæðum gegn einu að setja Teigsskógarleiðina inn á aðalskipulag.Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps þann 8. mars sem samþykkti að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Mánuði síðar tók hreppsnefndin hins vegar óvænt hliðarskref, þegar hún samþykkti að fela norskri verkfræðistofu að gera nýja úttekt á veglínum. Hagkaupsbræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir veita Reykhólahreppi fimm milljóna króna styrk til að kosta úttektina, að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra. Viðmælendum okkar í Reykhólahreppi ber saman um að Teigsskógarmálið hafi nær ekkert verið rætt fyrir þessar kosningar en þar var persónukjör. En hvaða afstöðu hafa nýkjörnir hreppsnefndarmenn til málsins? Við spurðum alla fimm í dag: Ingimar Ingimarsson sagði: Búið að afgreiða málið, ættum að halda okkur við það. Ef annar skýr valkostur kæmi fram, sem öllum litist á, mætti taka upp skipulagið. Árný Huld Haraldsdóttir sagði: Ég er alveg tilbúin að skoða að taka upp skipulagið, ef niðurstaða Norðmannanna verður þannig að þetta sé eitthvað skrítið. Við getum samt ekki beðið endalaust eftir því að eitthvað verði gert. Jóhanna Ösp Einarsdóttir sagði: Ef það kemur eitthvað út úr norsku úttektinni sem okkur hefur yfirsést er ég tilbúin að taka upp aðalskipulagið. Karl Kristjánsson sagði: Stend við fyrri afstöðu um að friðlýsa Teigsskóg og vil jarðgöng undir Hjallaháls. Embla Dögg Jóhannsdóttir sagði: Mér líst vel á leiðina í gegnum Teigsskóg og tel líklegast að hún verði farin. Þetta þarf að fara að leysa, þetta er orðið of langdregið. Er samt alveg tilbúin að taka upp skipulagið og er opin fyrir öllu. Með öðrum orðum: Allir eru tilbúnir að opna málið.Styrmir Sæmundsson og Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Fremri-Gufudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það gætir þó óþreyju, eins og fram kom í máli Jóhönnu Aspar á Stöð 2 í fyrra, en hún vill láglendisveg. „Ég vil bara að þeir byrji. Mér er svona nokkuð sama hvar þeir fara, - bara að þeir byrji,“ sagði Jóhanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26
Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15