Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2018 20:30 Frá Siglufirði. Bærinn er hluti Fjallabyggðar ásamt Ólafsfirði. Vísir/Gísli Berg. Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. Þannig virðist ljóst að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram á Akranesi og Gunnar I. Birgisson áfram í Fjallabyggð. Fjallað var stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Í Reykjanesbæ eru hafnar viðræður Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar og komu fulltrúar flokkanna saman nú síðdegis til fyrsta fundar, að sögn Friðjóns Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar. Í Hafnarfirði segir oddviti sjálfstæðismanna, Rósa Guðbjartsdóttir, að þeir stefni að því að ræða við fulltrúa allra flokka í dag og á morgun og býst Rósa við að framhaldið skýrist síðdegis á morgun. Á Akranesi hittust fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks nú síðdegis, samkvæmt heimildum fréttastofu, og búist við að þeir hefji formlegar meirihlutaviðræður. Þar lýstu allir flokkar því yfir fyrir kosningar að þeir vildu hafa Sævar Frey Þráinsson áfram sem bæjarstjóra. Á Ísafirði er Framsóknarflokkur í lykilstöðu eftir að meirihluti Í-listans féll. Oddviti framsóknarmanna, Marzellíus Sveinbjörnsson, segir þá núna liggja undir feldi eftir að hafa þreifað á bæði Í-lista og D-lista og þeir muni ákveða í kvöld eða morgun um framhaldið. Í Fjallabyggð eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Betri Fjallabyggðar nánast búnir að mynda nýjan meirihluta, að sögn Helgu Helgadóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Þar er gert ráð fyrir að Gunnar I. Birgisson verði endurráðinn bæjarstjóri. Á Akureyri héldu Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin meirihluta sínum og hafa flokkarnir þrír þegar hafið viðræður um að halda samstarfinu áfram. Á Húsavík ætla fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að hittast í kvöld um meirihlutamyndun í Norðurþingi, að sögn Óla Halldórssonar, oddvita Vinstri grænna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallabyggð Tengdar fréttir Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. Þannig virðist ljóst að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram á Akranesi og Gunnar I. Birgisson áfram í Fjallabyggð. Fjallað var stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Í Reykjanesbæ eru hafnar viðræður Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar og komu fulltrúar flokkanna saman nú síðdegis til fyrsta fundar, að sögn Friðjóns Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar. Í Hafnarfirði segir oddviti sjálfstæðismanna, Rósa Guðbjartsdóttir, að þeir stefni að því að ræða við fulltrúa allra flokka í dag og á morgun og býst Rósa við að framhaldið skýrist síðdegis á morgun. Á Akranesi hittust fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks nú síðdegis, samkvæmt heimildum fréttastofu, og búist við að þeir hefji formlegar meirihlutaviðræður. Þar lýstu allir flokkar því yfir fyrir kosningar að þeir vildu hafa Sævar Frey Þráinsson áfram sem bæjarstjóra. Á Ísafirði er Framsóknarflokkur í lykilstöðu eftir að meirihluti Í-listans féll. Oddviti framsóknarmanna, Marzellíus Sveinbjörnsson, segir þá núna liggja undir feldi eftir að hafa þreifað á bæði Í-lista og D-lista og þeir muni ákveða í kvöld eða morgun um framhaldið. Í Fjallabyggð eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Betri Fjallabyggðar nánast búnir að mynda nýjan meirihluta, að sögn Helgu Helgadóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Þar er gert ráð fyrir að Gunnar I. Birgisson verði endurráðinn bæjarstjóri. Á Akureyri héldu Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin meirihluta sínum og hafa flokkarnir þrír þegar hafið viðræður um að halda samstarfinu áfram. Á Húsavík ætla fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að hittast í kvöld um meirihlutamyndun í Norðurþingi, að sögn Óla Halldórssonar, oddvita Vinstri grænna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjallabyggð Tengdar fréttir Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00