17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. maí 2018 11:00 Keane og McCarthy eru ekki neinir vinir. vísir/getty Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. Þá var Keane þrítugur og á hátindi ferilsins. Hann hafði dregið liðið á HM, sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu, þó svo Írar hafi verið í riðli með Hollendingum og Portúgölum. HM 2002 átti að vera mótið hans Keane. Æfingabúðir Íra fyrir mótið fóru fram á eyjunni Saipan og það var ekki góð ákvörðun að mati Keane. Eftir fyrstu æfinguna sagði hann að æfingavöllurinn væri eins og bílaplan. Hann hellti sér svo yfir írska sambandið sem hann sagði vera fúskara enda hefði búnaður liðsins komið allt of seint á staðinn. Á öðrum degi æfingabúðanna lenti Keane í rifrildi við tvo af þjálfurum írska liðsins. Það endaði með því að Keane sagði þeim að troða HM þar sem sólin ekki skín. Hann væri farinn heim. Keane gat ekki flogið beint heim og varð að gista aukanótt. Landsliðsþjálfarinn Mick McCarthy nýtti þann tíma til þess að róa Keane og fá hann til þess að vera áfram. Það gekk eftir. McCarthy reiknaði þó ekki með því að Keane færi beint í kjölfarið í viðtal þar sem hann hellti úr skálum reiði sinnar. Í viðtalinu lét hann allt og alla heyra það. Sagði við McCarthy að stuðningsmenn írska liðsins ættu skilið að heyra sannleikann um þessar ömurlega æfingabúðir.Keane og McCarthy á „bílastæðinu“ í Saipan.vísir/gettyÞá sprakk allt í loft upp á milli Keane og þjálfarans. McCarthy ákvað að rífast við Keane fyrir framan allan hópinn. Slæm ákvörðun því þá sagði Keane nákvæmlega hvað honum fannst um þjálfarann. „Mick, þú ert lygari og algjört fífl. Ég hafði ekkert álit á þér sem leikmaður, ég hef ekkert álit á þér sem þjálfara og mér finnst þú heldur ekki merkileg persóna. Þú ert algjör fáviti og getur troðið þessu HM upp í rassgatið á þér,“ sagði Keane meðal annars og þetta varð langstærsta fréttin í aðdraganda HM. Allt í einu vissu allir hvar Saipan var. Njáll Quinn skrifaði í ævisögu sína að Keane hefði hellt sér yfir McCarthy í tíu mínútur. Enginn leikmanna Íra studdi Keane opinberlega þó svo einhverjir hefðu gert það persónulega. McCarthy varð að reka Keane heim en hann hefði nú líklega samt farið heim eftir þetta. Þetta átti að vera hans stærsta HM en hann horfði á það heima í sófanum. Keane snéri aftur í landsliðið eftir að McCarthy hætti en lagði landsliðsskóna formlega á hilluna tveimur árum síðar er Írum mistókst að komast á HM 2006. Síðar náði að gróa um heilt milli Keane og írska sambandsins enda er hann aðstoðarlandsliðsþjálfari í dag. Hann getur því séð til þess sjálfur að fagmennskan sé upp á tíu í kringum liðið. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. Þá var Keane þrítugur og á hátindi ferilsins. Hann hafði dregið liðið á HM, sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu, þó svo Írar hafi verið í riðli með Hollendingum og Portúgölum. HM 2002 átti að vera mótið hans Keane. Æfingabúðir Íra fyrir mótið fóru fram á eyjunni Saipan og það var ekki góð ákvörðun að mati Keane. Eftir fyrstu æfinguna sagði hann að æfingavöllurinn væri eins og bílaplan. Hann hellti sér svo yfir írska sambandið sem hann sagði vera fúskara enda hefði búnaður liðsins komið allt of seint á staðinn. Á öðrum degi æfingabúðanna lenti Keane í rifrildi við tvo af þjálfurum írska liðsins. Það endaði með því að Keane sagði þeim að troða HM þar sem sólin ekki skín. Hann væri farinn heim. Keane gat ekki flogið beint heim og varð að gista aukanótt. Landsliðsþjálfarinn Mick McCarthy nýtti þann tíma til þess að róa Keane og fá hann til þess að vera áfram. Það gekk eftir. McCarthy reiknaði þó ekki með því að Keane færi beint í kjölfarið í viðtal þar sem hann hellti úr skálum reiði sinnar. Í viðtalinu lét hann allt og alla heyra það. Sagði við McCarthy að stuðningsmenn írska liðsins ættu skilið að heyra sannleikann um þessar ömurlega æfingabúðir.Keane og McCarthy á „bílastæðinu“ í Saipan.vísir/gettyÞá sprakk allt í loft upp á milli Keane og þjálfarans. McCarthy ákvað að rífast við Keane fyrir framan allan hópinn. Slæm ákvörðun því þá sagði Keane nákvæmlega hvað honum fannst um þjálfarann. „Mick, þú ert lygari og algjört fífl. Ég hafði ekkert álit á þér sem leikmaður, ég hef ekkert álit á þér sem þjálfara og mér finnst þú heldur ekki merkileg persóna. Þú ert algjör fáviti og getur troðið þessu HM upp í rassgatið á þér,“ sagði Keane meðal annars og þetta varð langstærsta fréttin í aðdraganda HM. Allt í einu vissu allir hvar Saipan var. Njáll Quinn skrifaði í ævisögu sína að Keane hefði hellt sér yfir McCarthy í tíu mínútur. Enginn leikmanna Íra studdi Keane opinberlega þó svo einhverjir hefðu gert það persónulega. McCarthy varð að reka Keane heim en hann hefði nú líklega samt farið heim eftir þetta. Þetta átti að vera hans stærsta HM en hann horfði á það heima í sófanum. Keane snéri aftur í landsliðið eftir að McCarthy hætti en lagði landsliðsskóna formlega á hilluna tveimur árum síðar er Írum mistókst að komast á HM 2006. Síðar náði að gróa um heilt milli Keane og írska sambandsins enda er hann aðstoðarlandsliðsþjálfari í dag. Hann getur því séð til þess sjálfur að fagmennskan sé upp á tíu í kringum liðið.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00
20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30
27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00