Sergio Ramos sló mögulega tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 22:15 Sergio Ramos stendur hér yfir sárþjáðum Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah, spilaði aðeins í 30 mínútur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eftir að hafa farið mjög illa út úr samskiptum sínum við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid í upphafi leiksins. Sergio Ramos togaði Mohamed Salah niður og lenti svo á honum þannig að Liverpool maðurinn meiddist illa á öxlinni. Salah reyndi að halda áfram en yfirgaf síðan leikvöllinn grátandi. Mohamed Salah er einn allra heitasti sóknarmaður heims í dag og sóknarleikur Liverpool var hálfmáttlaus eftir að Egyptinn yfirgaf völlinn. Það er nóg með að Sergio Ramos þurfti ekki að hafa lengur áhyggjur af Mohamed Salah í þessum úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá er HM í Rússlandi einnig í hættu hjá Egyptanum. Sé Salah mikilvægur fyrir Liverpool þá er hann algjörlega ómissandi fyrir egypska landsliðið. Þar var líklegt að Egyptaland yrði mögulegur mótherji Sergio Ramos og félaga hans í spænska landsliðinu í sextán liða úrslitum keppninnar í Rússlandi sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Spánverjar eru sigurstranglegastir í B-riðilinum en sigurvegari hans mætir einmitt liðinu í öðru sæti úr A-riðli. Fyrirfram er líklegt að Egyptar berjist um annað sætið A-riðilsins við heimamenn í rússneska landsliðinu en Úrúgvæ er sigurstranglegasta lið A-riðilsins. Það má því segja að Sergio Ramos hafi mögulega slegið tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah. Hann var bæði laus við hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn og þarf síðan væntanlega ekki að hafa áhyggjur af honum í öðrum úrslitaleik í sextán liða úrslitunum HM í Rússlandi. Þetta er vissulega ef og kannski pælingar en Mohamed Salah er sjálfur ekki búinn að gefa upp vonina um að ná sér fyrir HM. Það væri örugglega draumahefnd fyrir hann að skjóta Sergio Ramos og félaga út úr keppninni mætist liðin í sextán liða úrslitunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Mohamed Salah, spilaði aðeins í 30 mínútur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn eftir að hafa farið mjög illa út úr samskiptum sínum við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid í upphafi leiksins. Sergio Ramos togaði Mohamed Salah niður og lenti svo á honum þannig að Liverpool maðurinn meiddist illa á öxlinni. Salah reyndi að halda áfram en yfirgaf síðan leikvöllinn grátandi. Mohamed Salah er einn allra heitasti sóknarmaður heims í dag og sóknarleikur Liverpool var hálfmáttlaus eftir að Egyptinn yfirgaf völlinn. Það er nóg með að Sergio Ramos þurfti ekki að hafa lengur áhyggjur af Mohamed Salah í þessum úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá er HM í Rússlandi einnig í hættu hjá Egyptanum. Sé Salah mikilvægur fyrir Liverpool þá er hann algjörlega ómissandi fyrir egypska landsliðið. Þar var líklegt að Egyptaland yrði mögulegur mótherji Sergio Ramos og félaga hans í spænska landsliðinu í sextán liða úrslitum keppninnar í Rússlandi sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Spánverjar eru sigurstranglegastir í B-riðilinum en sigurvegari hans mætir einmitt liðinu í öðru sæti úr A-riðli. Fyrirfram er líklegt að Egyptar berjist um annað sætið A-riðilsins við heimamenn í rússneska landsliðinu en Úrúgvæ er sigurstranglegasta lið A-riðilsins. Það má því segja að Sergio Ramos hafi mögulega slegið tvær flugur í einu höggi þegar hann meiddi Salah. Hann var bæði laus við hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn og þarf síðan væntanlega ekki að hafa áhyggjur af honum í öðrum úrslitaleik í sextán liða úrslitunum HM í Rússlandi. Þetta er vissulega ef og kannski pælingar en Mohamed Salah er sjálfur ekki búinn að gefa upp vonina um að ná sér fyrir HM. Það væri örugglega draumahefnd fyrir hann að skjóta Sergio Ramos og félaga út úr keppninni mætist liðin í sextán liða úrslitunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira