Rokk og ról með bros á vör Benedikt Bóas skrifar 26. maí 2018 10:00 Skálmeldingar þenja raddbönd ásamt Adda í Sólstöfum á hátíðinni forðum daga. Mynd/Ronald Rogge Við erum nú skuldlaus nema við bankann sem er alveg rólegur svo já, það er hátíð. Við þurfum nú að selja miða til að borga hátíð þessa árs,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Á síðasta fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar var ákveðið að fella niður rúmlega milljón króna skuld hátíðarinnar við bæinn og fá starfsmenn Eistnaflugs afnot af Kirkjumel meðan á hátíðinni stendur. „Þetta er gríðarlegt fagnaðarefni fyrir hátíðina. Hann lánar okkur líka húsnæði,“ segir Erna Björk Baldursdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. „Eftir fjárhagslega skipulagningu síðastliðið haust höfum við aldrei stefnt á neitt annað en að halda hátíðina og staðið við það allar götur síðan. Hátíðabransinn á Íslandi er erfiður og þetta er hark, vissulega er það léttir fyrir alla sem koma að máli að Fjarðabyggð hafi tekið þessa ákvörðun og með því létt róðurinn þetta árið og þökkum við þeim það,“ segir hún þakklát. Skipulagningu er nú lokið og framkvæmdin í fullum gangi. Síðasta hljómsveitin var tilkynnt í vikunni, færeyska hljómsveitin Týr slær á rokkstrengi en hún hefur ekki spilað hér á landi í áratug. Slæst hún í hóp annarra erlendra listamanna sem koma fram í sumar en ber þar helst að nefna Kreator, Anathema, Watain og Batushka og er þá heildarfjöldi listamanna orðinn 41.Þetta árið verður áhersla lögð á að gera útisvæðið flott og skapa meiri stemningu þar. Einnig er í ár í fyrsta skipti sala á VIP-miðum. Mynd/Ronald RoggeBandarísku þungarokkshljómsveitirnar Slayer og Guns N’ Roses kíkja á Klakann í sumar en þrátt fyrir það er bjart yfir Eistnaflugsfólki. „Við búumst við svipuðum fjölda og í fyrra, eða um 1.500 manns. Miðasalan er í fullum gangi, við treystum á góða sölu fram að hátíð og að Austfirðingar nær og fjær komi til okkar og upplifi alþjóðlega tónlistarhátíð í heimabyggð. Það er ljóst að það er óvanalega mikið í boði í sumar sem hefur áhrif, Secret Solstice þar sem Slayer spilar, Guns N’ Roses, Billy Idol og ekki má gleyma HM. Það er algjörlega sturlað að það sé svona mikið í boði á litla Íslandi á stuttum tíma og ekkert nema gott að segja um það að Íslendingar hafi val,“ segir Erna. Þetta árið verður lögð áhersla á að gera útisvæðið flott og skapa meiri stemningu þar. Slíkt hefur vantað síðustu ár. Einnig eru VIP-miðar til sölu í fyrsta skipti þar sem aðgangur verður að svæði með útsýni yfir allan salinn beint á sviðið. „Annað sem má nefna er að hátíðin hefur fengið Stálsmiðjuna til umráða yfir hátíðina fyrir hliðarviðburð. Þar var árlegur viðburður frá 2009-2014 sem kallaðist Enter the Mayhemisphere, hliðarviðburður og listahátíð sem auðgaði Eistnaflug mjög mikið. Vonir standa til að geta skapað svipaða stemningu í Stálsmiðjunni í sumar og áður hefur verið, með nýjum áherslum,“ segir hún. Hún bætir við að brosið sem kom þegar styrkurinn datt í hús sé ekkert að fara. „Við erum með sterkan hóp á bak við hátíðina og höldum áfram teinrétt með bros á vör og höldum einstaka tónlistarhátíð sem við elskum þar sem áhersla er lögð á vináttu, gleði og samhug og allir eru velkomnir,“ segir Erna. Eistnaflug Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Við erum nú skuldlaus nema við bankann sem er alveg rólegur svo já, það er hátíð. Við þurfum nú að selja miða til að borga hátíð þessa árs,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Á síðasta fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar var ákveðið að fella niður rúmlega milljón króna skuld hátíðarinnar við bæinn og fá starfsmenn Eistnaflugs afnot af Kirkjumel meðan á hátíðinni stendur. „Þetta er gríðarlegt fagnaðarefni fyrir hátíðina. Hann lánar okkur líka húsnæði,“ segir Erna Björk Baldursdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. „Eftir fjárhagslega skipulagningu síðastliðið haust höfum við aldrei stefnt á neitt annað en að halda hátíðina og staðið við það allar götur síðan. Hátíðabransinn á Íslandi er erfiður og þetta er hark, vissulega er það léttir fyrir alla sem koma að máli að Fjarðabyggð hafi tekið þessa ákvörðun og með því létt róðurinn þetta árið og þökkum við þeim það,“ segir hún þakklát. Skipulagningu er nú lokið og framkvæmdin í fullum gangi. Síðasta hljómsveitin var tilkynnt í vikunni, færeyska hljómsveitin Týr slær á rokkstrengi en hún hefur ekki spilað hér á landi í áratug. Slæst hún í hóp annarra erlendra listamanna sem koma fram í sumar en ber þar helst að nefna Kreator, Anathema, Watain og Batushka og er þá heildarfjöldi listamanna orðinn 41.Þetta árið verður áhersla lögð á að gera útisvæðið flott og skapa meiri stemningu þar. Einnig er í ár í fyrsta skipti sala á VIP-miðum. Mynd/Ronald RoggeBandarísku þungarokkshljómsveitirnar Slayer og Guns N’ Roses kíkja á Klakann í sumar en þrátt fyrir það er bjart yfir Eistnaflugsfólki. „Við búumst við svipuðum fjölda og í fyrra, eða um 1.500 manns. Miðasalan er í fullum gangi, við treystum á góða sölu fram að hátíð og að Austfirðingar nær og fjær komi til okkar og upplifi alþjóðlega tónlistarhátíð í heimabyggð. Það er ljóst að það er óvanalega mikið í boði í sumar sem hefur áhrif, Secret Solstice þar sem Slayer spilar, Guns N’ Roses, Billy Idol og ekki má gleyma HM. Það er algjörlega sturlað að það sé svona mikið í boði á litla Íslandi á stuttum tíma og ekkert nema gott að segja um það að Íslendingar hafi val,“ segir Erna. Þetta árið verður lögð áhersla á að gera útisvæðið flott og skapa meiri stemningu þar. Slíkt hefur vantað síðustu ár. Einnig eru VIP-miðar til sölu í fyrsta skipti þar sem aðgangur verður að svæði með útsýni yfir allan salinn beint á sviðið. „Annað sem má nefna er að hátíðin hefur fengið Stálsmiðjuna til umráða yfir hátíðina fyrir hliðarviðburð. Þar var árlegur viðburður frá 2009-2014 sem kallaðist Enter the Mayhemisphere, hliðarviðburður og listahátíð sem auðgaði Eistnaflug mjög mikið. Vonir standa til að geta skapað svipaða stemningu í Stálsmiðjunni í sumar og áður hefur verið, með nýjum áherslum,“ segir hún. Hún bætir við að brosið sem kom þegar styrkurinn datt í hús sé ekkert að fara. „Við erum með sterkan hóp á bak við hátíðina og höldum áfram teinrétt með bros á vör og höldum einstaka tónlistarhátíð sem við elskum þar sem áhersla er lögð á vináttu, gleði og samhug og allir eru velkomnir,“ segir Erna.
Eistnaflug Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið