Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Sylvía Hall skrifar 27. maí 2018 16:58 Donald Trump virðist hættur við að hætta við leiðtogafund sinn með Kim Jong-un. Vísir/AFP Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera staðráðinn í því að láta verða af fundi milli hans og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Donald Trump sendi frá sér yfirlýsingu síðastliðinn fimmtudag þar sem hann sagði að ekkert yrði af fundi milli leiðtoganna. Þetta kemur fram á BBC. Jong-un fundaði óvænt með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í gær þar sem leiðtogar ríkjanna tveggja ræddu meðal annars fyrirhugaðan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Voru leiðtogarnir sammála um að farsælast væri að láta verða af fundinum, sérstaklega í ljósi þess að Norður-Kórea hefði tekið skýra afstöðu með afkjarnorkuvæðingu Kóreu-skagans. Sagði Jae-in einnig að Jong-un yrði miður sín ef ekkert yrði af fundinum. Trump sagði í yfirlýsingu sinni að fjandsemi og reiði Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna væri helsta ástæða þess að hann ákvað að aflýsa leiðtogafundinum. Yfirlýsingin þótti mikil vonbrigði í ljósi þess að þetta væri í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna myndu funda og allt stefndi í sögulegan fund, en mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna. Nú virðist sem Bandaríkjaforseti sé farin að endurhugsa yfirlýsingu sína, en hann lýsti því yfir í gær að leiðtogafundurinn gæti orðið að veruleika eftir að leiðtoginn Jong-un lýsti yfir vonbrigðum með stöðu mála. Sagði Trump yfirlýsingu Jong-un hafa verið vinsamlega og fregnir herma að fulltrúar Bandaríkjanna hafi ferðast til ríkisins í dag fyrir áframhaldandi viðræður. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogar Kóreuríkjanna áttu óvæntan fund á landamærunum Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu áttu óvæntan fund á landamærum ríkjanna í morgun. 26. maí 2018 12:21 Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera staðráðinn í því að láta verða af fundi milli hans og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Donald Trump sendi frá sér yfirlýsingu síðastliðinn fimmtudag þar sem hann sagði að ekkert yrði af fundi milli leiðtoganna. Þetta kemur fram á BBC. Jong-un fundaði óvænt með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í gær þar sem leiðtogar ríkjanna tveggja ræddu meðal annars fyrirhugaðan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Voru leiðtogarnir sammála um að farsælast væri að láta verða af fundinum, sérstaklega í ljósi þess að Norður-Kórea hefði tekið skýra afstöðu með afkjarnorkuvæðingu Kóreu-skagans. Sagði Jae-in einnig að Jong-un yrði miður sín ef ekkert yrði af fundinum. Trump sagði í yfirlýsingu sinni að fjandsemi og reiði Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna væri helsta ástæða þess að hann ákvað að aflýsa leiðtogafundinum. Yfirlýsingin þótti mikil vonbrigði í ljósi þess að þetta væri í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna myndu funda og allt stefndi í sögulegan fund, en mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna. Nú virðist sem Bandaríkjaforseti sé farin að endurhugsa yfirlýsingu sína, en hann lýsti því yfir í gær að leiðtogafundurinn gæti orðið að veruleika eftir að leiðtoginn Jong-un lýsti yfir vonbrigðum með stöðu mála. Sagði Trump yfirlýsingu Jong-un hafa verið vinsamlega og fregnir herma að fulltrúar Bandaríkjanna hafi ferðast til ríkisins í dag fyrir áframhaldandi viðræður.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogar Kóreuríkjanna áttu óvæntan fund á landamærunum Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu áttu óvæntan fund á landamærum ríkjanna í morgun. 26. maí 2018 12:21 Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Leiðtogar Kóreuríkjanna áttu óvæntan fund á landamærunum Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu áttu óvæntan fund á landamærum ríkjanna í morgun. 26. maí 2018 12:21
Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55