Meirihluti Framsóknar, L-listans og Samfylkingarinnar heldur velli með sex bæjarfulltrúa af ellefu.

Gild atkvæði skiptast svona á milli flokkanna sem voru í framboði:
Framsóknarflokkurinn hlaut 1.530 atkvæði eða 17,1 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1.998 atkvæði eða 22,2 prósent.
L-listinn hlaut 1.828 atkvæði eða 21,2 prósent.
Miðflokkurinn hlaut 707 atkvæði eða 8,3 prósent.
Píratar hlutu 377 atkvæði eða 4,3 prósent.
Samfylkingin 1.467 atkvæði eða 17,5 prósent.
Vinstri græn hlutu 880 atkvæði eða 9,4 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn fær þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo, Samfylkingin tvo og L-listinn tvo.
Miðflokkurinn og Vinstri græn fá einn fulltrúa hvor.