Skoðun

Jafnrétti í Garðabæ og velferð allra

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar
Framboð Garðabæjarlistans býður í fyrsta skipti í langan tíma upp á raunverulegan og öflugan valkost í sveitarstjórnarkosningunum í Garðabæ. Nú gefst tækfifærið til að velja ferska vinda, nýtt og ungt fólk sem hefur virkilegan áhuga og getu til þess að gera betur fyrir alla íbúa.

Garðabæjarlistinn er jafnréttissinnaður flokkur með áherslu á velferð allra sem vill framkalla jafnrétti með fjölbreyttum aðgerðum.

Við tölum fyrir aukinni velferð þar sem öllum er gert jafn hátt undir höfði í sínum heimabæ. Við gerum þá kröfu að öllum börnum líka fötluðum börnum sé boðið upp á frístund og tómstundir í nærsamfélaginu sínu. Því ef einhver hópur þarf á því að halda eru það fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Við tölum fyrir þjónustusamningu um hinsegin fræðslu ekki síst fyrir starfsfólks bæjarins í öllum stofnunum en líka til að styrkja ímynd barna og ungmenna sem skilgreina sig hinsegin. Við viljum setja af stað þróunarverkefni í styttingu vinnuvikunnar til þess að styðja við aukin lífsgæði mannauðsins sem býr í starfsfólki sveitarféalgsins. Við viljum sá heilsueflingu þar sem börnum jafnt sem ungum er gert kleift að stunda á heilsubót sem hver kýs með fjárhagslegum stuðningi í formi lýðheilsustyrkja í formi lýðheilsustyrkja fyrir eldri íbúa og systkinaafslátta meðal barna og ungmenna.

Garðabæjarlistinn vill leggja af stað í stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir fatlaða einstaklinga allt frá upphafi leikskólagöngu með stefnumótun í menntun án aðgreiningar til sjálfstæðrar búsetu með einstaklingsmiðaðri þjónustu.

Garðabæjarlistinn ætlar að leggja sitt að mörkum í þjóðarátakinum um jöfnun kjara kvennastétta.

Jafnrétti hefur gríðarleg áhrif á líðan og upplifun einstaklinga bara með ólíkum hætti eftir því hver á í hlut.

Við hjá Garðabæjarlistanum viljum jafnréttissinnaðan bæ þar sem allir hópar eru með í menginu og aðgerðir til að gera betur í velferð ólíkra hópa eru settar af stað.

Með lýðræðislegri nálgun á þau verkefni sem vinna þarf gerum við einfaldlega betur í þágu allra íbúa og það skiptir máli.

Setjum Garðabæ í forystu í jafnréttismálum – það er leikur einn.

Kjósum G fyrir Garðabæjarlistann.

Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×