Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Trump hefur oft sagt alríkislögregluna hafa njósnað um sig. Vísir/afp Toppar bandarískra eftirlits- og löggæslustofnana munu funda með leiðtogum Repúblikana á þinginu í dag. Þar munu topparnir deila með leiðtogunum leyniskjölum sem tengjast uppljóstrara FBI sem ræddi við starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump á árdögum rannsóknar alríkislögreglu á meintu samráði framboðsins við rússnesk yfirvöld og afskiptum Rússa af kosningunum. Uppljóstraramálið er forseta hugleikið. Ákvað hann meðal annars um helgina að krefjast þess að dómsmálaráðuneyti hans rannsakaði þessar „njósnir“ alríkislögreglunnar og spurði hvort Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði fyrirskipað aðgerðirnar. Þá hefur Trump fullyrt að uppljóstrarinn hafi komið sér inn í framboðsteymið áður en hin svokallaða Rússarannsókn hófst, aðgerðin hafi sem sagt verið í pólitískum tilgangi, en samkvæmt The New York Times er sú fullyrðing röng. „Sjáið bara hvernig þetta hefur snúist í höndunum á hinu glæpsamlega djúpríki. Það reynir að elta falsað samráð við Rússa, uppskáldað svindl, og er síðan gripið glóðvolgt í risavöxnu NJÓSNAhneyksli af stærðargráðu sem þetta land hefur jafnvel aldrei séð áður,“ tísti Trump og hélt áfram: „SPYGATE gæti orðið eitt stærsta pólitíska hneykslismál allra tíma.“SPYGATE could be one of the biggest political scandals in history!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 23, 2018 Forseti og stuðningsmenn hans hafa haldið fram að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintu samráði sé hluti af samsæri hins svokallaða djúpríkis (e. deep state) gegn sér. Djúpríkið á að vera samsett af áhrifamönnum innan ríkisstofnana, leyniþjónustu- og löggæslustofnana og hersins. Eru ásakanir Trumps nú áþekkar þeim sem hann setti fram á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar, þegar hann sagði Obama hafa látið hlera Trump-turninn. Dómsmálaráðuneytið hrakti síðar þær fullyrðingar. Til fundardagsins var boðað eftir að forseti kallaði Christopher Wray alríkislögreglustjóra og Rod Rosenstein varadómsmálaráðherra á sinn fund til að krefjast rannsóknar á málinu sem forseti kallar Spygate. Þá er fundurinn einnig haldinn í tengslum við stefnu þingmannsins Devins Nunes. Sá krafðist þess að öll skjöl um uppljóstrarann, bandarískan fræðimann, yrðu afhent upplýsingamálanefnd neðri deildar þingsins. Þeirri beiðni var í upphafi hafnað en vegna þrýstings Trumps er ljóst að Repúblikanar fá allavega hluta skjalanna í hendurnar. Demókratar hafa ítrekað gagnrýnt Nunes fyrir að reyna að grafa undan rannsókn Muellers með kröfum sínum og fullyrðingum um samsæri gegn forsetanum. Hafa meðal annars sagt Nunes misnota stöðu sína sem formaður upplýsingamálanefndarinnar. Þá hafa Demókratar lýst yfir óánægju með að vera skildir út undan á fundi dagsins. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Toppar bandarískra eftirlits- og löggæslustofnana munu funda með leiðtogum Repúblikana á þinginu í dag. Þar munu topparnir deila með leiðtogunum leyniskjölum sem tengjast uppljóstrara FBI sem ræddi við starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump á árdögum rannsóknar alríkislögreglu á meintu samráði framboðsins við rússnesk yfirvöld og afskiptum Rússa af kosningunum. Uppljóstraramálið er forseta hugleikið. Ákvað hann meðal annars um helgina að krefjast þess að dómsmálaráðuneyti hans rannsakaði þessar „njósnir“ alríkislögreglunnar og spurði hvort Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði fyrirskipað aðgerðirnar. Þá hefur Trump fullyrt að uppljóstrarinn hafi komið sér inn í framboðsteymið áður en hin svokallaða Rússarannsókn hófst, aðgerðin hafi sem sagt verið í pólitískum tilgangi, en samkvæmt The New York Times er sú fullyrðing röng. „Sjáið bara hvernig þetta hefur snúist í höndunum á hinu glæpsamlega djúpríki. Það reynir að elta falsað samráð við Rússa, uppskáldað svindl, og er síðan gripið glóðvolgt í risavöxnu NJÓSNAhneyksli af stærðargráðu sem þetta land hefur jafnvel aldrei séð áður,“ tísti Trump og hélt áfram: „SPYGATE gæti orðið eitt stærsta pólitíska hneykslismál allra tíma.“SPYGATE could be one of the biggest political scandals in history!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 23, 2018 Forseti og stuðningsmenn hans hafa haldið fram að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintu samráði sé hluti af samsæri hins svokallaða djúpríkis (e. deep state) gegn sér. Djúpríkið á að vera samsett af áhrifamönnum innan ríkisstofnana, leyniþjónustu- og löggæslustofnana og hersins. Eru ásakanir Trumps nú áþekkar þeim sem hann setti fram á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar, þegar hann sagði Obama hafa látið hlera Trump-turninn. Dómsmálaráðuneytið hrakti síðar þær fullyrðingar. Til fundardagsins var boðað eftir að forseti kallaði Christopher Wray alríkislögreglustjóra og Rod Rosenstein varadómsmálaráðherra á sinn fund til að krefjast rannsóknar á málinu sem forseti kallar Spygate. Þá er fundurinn einnig haldinn í tengslum við stefnu þingmannsins Devins Nunes. Sá krafðist þess að öll skjöl um uppljóstrarann, bandarískan fræðimann, yrðu afhent upplýsingamálanefnd neðri deildar þingsins. Þeirri beiðni var í upphafi hafnað en vegna þrýstings Trumps er ljóst að Repúblikanar fá allavega hluta skjalanna í hendurnar. Demókratar hafa ítrekað gagnrýnt Nunes fyrir að reyna að grafa undan rannsókn Muellers með kröfum sínum og fullyrðingum um samsæri gegn forsetanum. Hafa meðal annars sagt Nunes misnota stöðu sína sem formaður upplýsingamálanefndarinnar. Þá hafa Demókratar lýst yfir óánægju með að vera skildir út undan á fundi dagsins.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43