Ford segir arftakann hafa „neglt“ hlutverk Han Solo Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Alden Ehrenreich, hinn ungi Han Solo, má vel við una þar sem sá gamli, Harrison Ford, hrósar honum í hástert fyrir frammistöðuna í Solo. Geimkúrekinn Han Solo er ein dáðasta persónan í Stjörnustríðsheiminum enda ómótstæðilegur í túlkun Harrisons Ford í fyrsta Star Wars-þríleiknum. Á sínum tíma var eiginlega ómögulegt annað en að heillast af þessum sjálfumglaða utangarðsmanni og smyglara. Þroskasaga Solo í A New Hope, The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi er líka ósköp falleg. Hvernig hann breytist úr sjálfselskum málaliða, sem gerir ekki neitt fyrir neinn án þess að græða á því, í fórnfúsan uppreisnarherforingja sem nær ástum prinsessunnar en fær ekkert konungsríki, hvorki heilt né hálft. Til þess að toppa þetta allt saman er Han Solo vitaskuld djarfasti og besti flugmaðurinn í gervallri stjörnuþokunni, á svalasta geimfar sem sögur fara af, The Millenium Falcon, og besti vinur hans er rúmlega tveggja metra urrandi geimgórilla eða eitthvað álíka. Leikarinn ungi Alden Ehrenreich var því ekki öfundsverður af því verkefni að túlka ungan Han Solo í sjálfstæðu Star Wars-myndinni Solo: A Star Wars Story. Hann virðist þó hafa sloppið nokkuð og eini gagnrýnandinn sem skiptir raunverulegu máli, sjálfur Harrison Ford, hefur ausið hann lofi. Leikstjóri myndarinnar, Ron Howard, hefur upplýst í viðtali við Vanity Fair að Ford hafi séð myndina tvisvar og hafi hringt sérstaklega í sig til þess að hrósa Ehrenreich. Howard segist aldrei hafa heyrt Ford jafn ákafan um nokkurn skapaðan hlut. Hann sé algerlega heillaður og hafi sagt: „Alden negldi þetta. Hann gerði þetta að sínu.“ Ford kom hvergi nærri hugmyndavinnunni að forsögunni en hann hitti Ehrenreich yfir hádegisverði áður en tökur hófust í fyrra og gaf honum góð ráð. Hann greindi persónuna með unga manninum og fór yfir samtöl sín við George Lucas forðum þegar þeir voru að þróa persónuna. Ómetanlegt innleg sem gagnaðist Ehrenreich vel þegar á hólminn var komið, að sögn Kathleen Kennedy sem öllu ræður hjá Lucasfilm. Birtist í Fréttablaðinu Star Wars Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Geimkúrekinn Han Solo er ein dáðasta persónan í Stjörnustríðsheiminum enda ómótstæðilegur í túlkun Harrisons Ford í fyrsta Star Wars-þríleiknum. Á sínum tíma var eiginlega ómögulegt annað en að heillast af þessum sjálfumglaða utangarðsmanni og smyglara. Þroskasaga Solo í A New Hope, The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi er líka ósköp falleg. Hvernig hann breytist úr sjálfselskum málaliða, sem gerir ekki neitt fyrir neinn án þess að græða á því, í fórnfúsan uppreisnarherforingja sem nær ástum prinsessunnar en fær ekkert konungsríki, hvorki heilt né hálft. Til þess að toppa þetta allt saman er Han Solo vitaskuld djarfasti og besti flugmaðurinn í gervallri stjörnuþokunni, á svalasta geimfar sem sögur fara af, The Millenium Falcon, og besti vinur hans er rúmlega tveggja metra urrandi geimgórilla eða eitthvað álíka. Leikarinn ungi Alden Ehrenreich var því ekki öfundsverður af því verkefni að túlka ungan Han Solo í sjálfstæðu Star Wars-myndinni Solo: A Star Wars Story. Hann virðist þó hafa sloppið nokkuð og eini gagnrýnandinn sem skiptir raunverulegu máli, sjálfur Harrison Ford, hefur ausið hann lofi. Leikstjóri myndarinnar, Ron Howard, hefur upplýst í viðtali við Vanity Fair að Ford hafi séð myndina tvisvar og hafi hringt sérstaklega í sig til þess að hrósa Ehrenreich. Howard segist aldrei hafa heyrt Ford jafn ákafan um nokkurn skapaðan hlut. Hann sé algerlega heillaður og hafi sagt: „Alden negldi þetta. Hann gerði þetta að sínu.“ Ford kom hvergi nærri hugmyndavinnunni að forsögunni en hann hitti Ehrenreich yfir hádegisverði áður en tökur hófust í fyrra og gaf honum góð ráð. Hann greindi persónuna með unga manninum og fór yfir samtöl sín við George Lucas forðum þegar þeir voru að þróa persónuna. Ómetanlegt innleg sem gagnaðist Ehrenreich vel þegar á hólminn var komið, að sögn Kathleen Kennedy sem öllu ræður hjá Lucasfilm.
Birtist í Fréttablaðinu Star Wars Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira