Kjósum Vinstri græn á laugardaginn Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Um helgina fara sveitarstjórnarkosningar fram. Þá gefst okkur öllum tækifæri til að kjósa okkar fulltrúa í borgarstjórn og bæjarstjórnum úti um allt land. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur átt sæti í ríkisstjórn síðan fyrir áramót. Á þeim stutta tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað hefur margt áunnist. Af verkefnum ríkisstjórnarinnar má nefna að fjárframlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin, áætlun um stórátak í byggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt af hálfu velferðarráðuneytis, ákvörðun um aukna göngudeildarþjónustu við Landspítala hefur verið tekin og unnið hefur verið að innleiðingu neyslurýma í Reykjavík. Vinna við endurskoðun jafnréttislaga er hafin og stýrihópur um úrbætur hvað varðar kynferðislegt ofbeldi hefur verið stofnaður. Í umhverfismálum hefur vinna við loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun í Stjórnarráðinu verið hafin, fjármagni verið veitt í endurheimt votlendis og þverpólitísk nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs verið stofnuð, svo fátt eitt sé nefnt. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur einnig átt sæti í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á síðastliðnu kjörtímabili. Meirihlutinn í Reykjavík hefur unnið hörðum höndum að bættri Reykjavík. Meðal þess sem áunnist hefur er að leikskólagjöld hafa lækkað um 85 þúsund krónur á ársgrundvelli og því eru þau lægst í Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Framlög til leikskólanna hafa verið aukin um 2 milljarða króna og uppbygging ungbarnadeilda til að börn komist fyrr inn á leikskóla er hafin. Vinnuvikan hefur verið stytt hjá 2.200 af 8.500 starfsmönnum borgarinnar, Bjarkarhlíð var opnuð, þar sem brotaþolum kynferðisofbeldis er veittur stuðningur og ráðgjöf, frístundastefna var bætt, auk þess sem málstefna var sett hjá Reykjavíkurborg. Svona mætti lengi telja. Fyrrnefnd dæmi sýna að það skiptir máli hver stjórnar, hvort sem um er að ræða ríkisstjórn eða í borgarstjórn. Ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð á sæti við borðið þar sem ráðum er ráðið tryggjum við að umhverfismál, jafnréttismál og félagslegur jöfnuður séu í forgrunni. Vinstri græn eru skýr valkostur fyrir þá sem vilja tryggja góða vinnu í borgar- og sveitarstjórnum landsins. Því sterkari sem við verðum þegar talið verður upp úr kjörkössunum um helgina, þeim mun meiri líkur eru á því að vinstristefnan hafi áhrif á næsta kjörtímabili í sveitarstjórnum. Enginn annar flokkur en VG getur náð raunverulegum árangri með vinstri stefnu og skýr græn sjónarmið. Það er vissara að kjósa Vinstri græn á laugardaginn.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um helgina fara sveitarstjórnarkosningar fram. Þá gefst okkur öllum tækifæri til að kjósa okkar fulltrúa í borgarstjórn og bæjarstjórnum úti um allt land. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur átt sæti í ríkisstjórn síðan fyrir áramót. Á þeim stutta tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað hefur margt áunnist. Af verkefnum ríkisstjórnarinnar má nefna að fjárframlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin, áætlun um stórátak í byggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt af hálfu velferðarráðuneytis, ákvörðun um aukna göngudeildarþjónustu við Landspítala hefur verið tekin og unnið hefur verið að innleiðingu neyslurýma í Reykjavík. Vinna við endurskoðun jafnréttislaga er hafin og stýrihópur um úrbætur hvað varðar kynferðislegt ofbeldi hefur verið stofnaður. Í umhverfismálum hefur vinna við loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun í Stjórnarráðinu verið hafin, fjármagni verið veitt í endurheimt votlendis og þverpólitísk nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs verið stofnuð, svo fátt eitt sé nefnt. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur einnig átt sæti í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á síðastliðnu kjörtímabili. Meirihlutinn í Reykjavík hefur unnið hörðum höndum að bættri Reykjavík. Meðal þess sem áunnist hefur er að leikskólagjöld hafa lækkað um 85 þúsund krónur á ársgrundvelli og því eru þau lægst í Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Framlög til leikskólanna hafa verið aukin um 2 milljarða króna og uppbygging ungbarnadeilda til að börn komist fyrr inn á leikskóla er hafin. Vinnuvikan hefur verið stytt hjá 2.200 af 8.500 starfsmönnum borgarinnar, Bjarkarhlíð var opnuð, þar sem brotaþolum kynferðisofbeldis er veittur stuðningur og ráðgjöf, frístundastefna var bætt, auk þess sem málstefna var sett hjá Reykjavíkurborg. Svona mætti lengi telja. Fyrrnefnd dæmi sýna að það skiptir máli hver stjórnar, hvort sem um er að ræða ríkisstjórn eða í borgarstjórn. Ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð á sæti við borðið þar sem ráðum er ráðið tryggjum við að umhverfismál, jafnréttismál og félagslegur jöfnuður séu í forgrunni. Vinstri græn eru skýr valkostur fyrir þá sem vilja tryggja góða vinnu í borgar- og sveitarstjórnum landsins. Því sterkari sem við verðum þegar talið verður upp úr kjörkössunum um helgina, þeim mun meiri líkur eru á því að vinstristefnan hafi áhrif á næsta kjörtímabili í sveitarstjórnum. Enginn annar flokkur en VG getur náð raunverulegum árangri með vinstri stefnu og skýr græn sjónarmið. Það er vissara að kjósa Vinstri græn á laugardaginn.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun