Taka þátt eða spila til að vinna? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 23. maí 2018 14:35 Það er gömul saga og ný að þegar kemur að árangri í viðskiptum, skiptir samband við viðskiptavini bæði innri og ytri, mestu máli. Það breytist ekki en það sem tekur sífelldum breytingum eru möguleikarnir til þess að eiga samskipti við viðskiptavini. Samruni tækni og verslunar, er það eitthvað? Já, án nokkurs vafa, alveg eins og það er nokkuð ljóst að internetið er ekki bóla. Flestir stjórnendur gera sér grein fyrir þeim miklu möguleikum og tækifærum sem felast í betra sambandi við sína viðskiptavini og því að byggja upp traust samband við þá. Samþætting tækni og verslunar felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og einnig að vera tilbúin til þess að nýta til fulls tækifærin sem felast í því að auðvelda viðskiptavininum að eiga við þig samskipti og viðskipti, hvar sem hann kýs að gera það.Ertu að spila á gömlu leikkerfi?Með því að kynnast viðskiptavinum, kauphegðun þeirra, hvernig þeir vilja eiga við þig samskipti og nýta upplýsingar og gögn sem til eru, stendur þú strax framar en samkeppnisaðilinn sem gerir það ekki. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við kaupmanninn á horninu, þú ert að spila á risastórum útivelli þar sem heimsmeistarar í smásölu spila fram sínu besta liði. Þrátt fyrir hugsanlegan mun á stærð og heimavelli þá hefur þú allt sem þarf til þess að stinga samkeppnina af, en þú þarft að innleiða þá hugsun að nýta öll tækifæri til þess að hafa áhrif og einbeittan vilja til þess að aðgreina þig frá samkeppninni. Kenningar onmi-channel ganga t.d. út á það að fyrirtæki setji viðskiptavininn alltaf í fyrsta sætið og tryggi það, að sama hvar hann kýs að eiga samskipti og viðskipti þá séu allir mögulegir snertifletir samþættir til að tryggja sem bestu þjónustu upplifun. Upplifunin er hnökralaus. Hvort sem viðskiptavinurinn kýs að eiga við þig samskipti gegnum twitter eða tala við starfsmenn í verslun þá verða skilaboðin að vera samhæfð. Leikurinn breytist sífellt en það er það sem gerir þetta spennandi.Eru allir leikmenn í formi? Það eru miklir möguleikar í samruna tækni og verslunar sem hefur átt sér stað í viðskiptum og ekki seinna vænna en að taka þátt í þeim leik, sértu ekki nú þegar að spila með. Með öllum þeim stafrænu möguleikum sem til staðar eru og auðvelt er að nýta sér, er engin ástæða til annars en að þú getir spilað til sigurs og hrifið með þér markaðinn. Það og metnaður, ástríða, raunverulegur áhugi á viðskiptavinum og góður skammtur af keppnisskapi. Þetta er engin framtíðartónlist, stundum er sagt að framtíðin sé núna og það er alveg rétt rétt. Markaðir breytast hratt og væntingar viðskiptavina líka. Íslensk fyrirtæki hafa allt til brunns að bera og er nóg af viðskiptatækifærum. Það er bara spurning um þor, kænsku, metnað til að sækjast eftir þeim eða hugmyndaflug til að búa þau til. Þetta kallar á að taka gömlum lögmálum ekki sem gefnum og vilja til að skora á núverandi samkeppnislandslag, nýta öll tækifæri til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og snúa vörn í sókn.Höfundur er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að þegar kemur að árangri í viðskiptum, skiptir samband við viðskiptavini bæði innri og ytri, mestu máli. Það breytist ekki en það sem tekur sífelldum breytingum eru möguleikarnir til þess að eiga samskipti við viðskiptavini. Samruni tækni og verslunar, er það eitthvað? Já, án nokkurs vafa, alveg eins og það er nokkuð ljóst að internetið er ekki bóla. Flestir stjórnendur gera sér grein fyrir þeim miklu möguleikum og tækifærum sem felast í betra sambandi við sína viðskiptavini og því að byggja upp traust samband við þá. Samþætting tækni og verslunar felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og einnig að vera tilbúin til þess að nýta til fulls tækifærin sem felast í því að auðvelda viðskiptavininum að eiga við þig samskipti og viðskipti, hvar sem hann kýs að gera það.Ertu að spila á gömlu leikkerfi?Með því að kynnast viðskiptavinum, kauphegðun þeirra, hvernig þeir vilja eiga við þig samskipti og nýta upplýsingar og gögn sem til eru, stendur þú strax framar en samkeppnisaðilinn sem gerir það ekki. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við kaupmanninn á horninu, þú ert að spila á risastórum útivelli þar sem heimsmeistarar í smásölu spila fram sínu besta liði. Þrátt fyrir hugsanlegan mun á stærð og heimavelli þá hefur þú allt sem þarf til þess að stinga samkeppnina af, en þú þarft að innleiða þá hugsun að nýta öll tækifæri til þess að hafa áhrif og einbeittan vilja til þess að aðgreina þig frá samkeppninni. Kenningar onmi-channel ganga t.d. út á það að fyrirtæki setji viðskiptavininn alltaf í fyrsta sætið og tryggi það, að sama hvar hann kýs að eiga samskipti og viðskipti þá séu allir mögulegir snertifletir samþættir til að tryggja sem bestu þjónustu upplifun. Upplifunin er hnökralaus. Hvort sem viðskiptavinurinn kýs að eiga við þig samskipti gegnum twitter eða tala við starfsmenn í verslun þá verða skilaboðin að vera samhæfð. Leikurinn breytist sífellt en það er það sem gerir þetta spennandi.Eru allir leikmenn í formi? Það eru miklir möguleikar í samruna tækni og verslunar sem hefur átt sér stað í viðskiptum og ekki seinna vænna en að taka þátt í þeim leik, sértu ekki nú þegar að spila með. Með öllum þeim stafrænu möguleikum sem til staðar eru og auðvelt er að nýta sér, er engin ástæða til annars en að þú getir spilað til sigurs og hrifið með þér markaðinn. Það og metnaður, ástríða, raunverulegur áhugi á viðskiptavinum og góður skammtur af keppnisskapi. Þetta er engin framtíðartónlist, stundum er sagt að framtíðin sé núna og það er alveg rétt rétt. Markaðir breytast hratt og væntingar viðskiptavina líka. Íslensk fyrirtæki hafa allt til brunns að bera og er nóg af viðskiptatækifærum. Það er bara spurning um þor, kænsku, metnað til að sækjast eftir þeim eða hugmyndaflug til að búa þau til. Þetta kallar á að taka gömlum lögmálum ekki sem gefnum og vilja til að skora á núverandi samkeppnislandslag, nýta öll tækifæri til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og snúa vörn í sókn.Höfundur er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur.
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar