Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 22. maí 2018 21:46 Aðgengi allra að samfélaginu okkar er grunngildi Pírata. Það er ekkert lýðræði án jafnréttis og jafns aðgengis. Við verðumað vinna gegn því viðhorfi að aðgengi fyrir fatlað fólk sé afgangsstærð en ekki forgangsmál. Við þurfumbreyta skipulagi samfélagsins svo að fatlað fólk, til jafns við ófatlað fólk, geti verið fullgildir borgarar samfélagsins okkar. Við Píratar ætlum að standa vörð um mann- og borgararéttindi fatlaðs fólks. Það er hluti af okkar hugsjón um lýðræði. Nýlega samþykkti þingið lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þarna er verið að innleiða hugmyndafræðina á bak við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með þessum lögum í þjónustu við fatlað fólk. NPA eða Notendastýrð persónuleg aðstoð er mál sem barist hefur verið fyrir lengi. Þjónusta sem er fest í sessi með þessum lögum. En lögin fjalla um meira og snúast um að þjónusta við fatlað fólk eigi að ganga lengra en að sinna grunnþörfum. Hún á að tryggja borgararéttindi fatlaðs fólks. Lögin snúast um að meðal annars gera fötluðu fólki kleift að mennta sig, taka virkan þátt í atvinnulífinu og tómstundum, eiga fjölskyldu- og félagslíf. Þetta hljómar kannski er róttækt og er sjálfsögð nútímasamfélags. En fatlað fólk hefur lifað við aðra raun allt of lengi. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Það á að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Hluti af hugmyndum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru rétturinn til sjálfstæðs lífs og og hugmyndin um sameinandi samfélag. Sameinandi samfélag er eitthvað sem sumir kalla „samfélag án aðgreiningar.” Það hugtak teljum við Píratar ekki fyllilega góða þýðingu á enska hugtakinu „inclusive society” og notum frekar hugtakið sameinandi samfélag. Það snýst um að samfélagið þarf á að gera eitthvað virkt til að fatlað fólk sé fyllilega hluti af samfélaginu okkar. Það er ekki nóg að gera bara ekki eitthvað eins og neitunin í „samfélagi án aðgreiningar” vísar til. Þær raddir heyrast að rétt sé að snúa frá hugmyndum um skóla „án aðgreiningar.“ Ásetningurinn er án efa góður enda hefur skóli „án aðgreiningar” eða sameinandi skóli aldrei verið almennilega raungerður á Íslandi vegna fjársveltis. Við teljum þetta ekki rétta aðferðarfræði til að mæta þörfum fólksins og viljum setja nýtt fjármagn í nýju hugmyndafræðina en ekki til frekari uppbyggingar á gömlum stofnanaúrræðum. Þetta snýst ekki um að loka einhverju húsi sem fólki líður vel í, heldur um að setja nýtt fjármagn í nýja þjónustu. Til þess að gera sameinandi skóla að raunveruleika þarf meðal annars að styðja mun betur við fötluð börn og auka stuðning við fatlað fólk í menntakerfinu. Sameinandi samfélag og sameinandi skóli eru mannréttindi. Það að vinna gegn þessu er að brjóta mannréttindi. Píratar vilja innleiða NPA hraðar en áætlanir kveða á um. Uppfæra þarf alla þjónustu við fatlað fólk til að uppfylla hugmyndafræðina um sameinandi samfélag og sjálfstætt líf. Píratar treysta almenningi til að ráða sínum málum og þar með fötluðu fólki. Við viljum efla aðkomu borgaranna að ákvörðunum sem þá varða. Við Píratar höfum barist fyrir að auka samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við gerð stefna og framfylgd þeirra og munum halda því áfram. Samráðið skal fara fram á öllum stigum vinnunnar. Auka þarf aðgengi allra að samfélaginu. Allar framkvæmdir borgarinnar skulu gerðar með algildri hönnun að leiðarljósi og halda skal röskun á aðgengi í lágmarki á framkvæmdastigi. Auka þarf aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum og styrkja þarf frumkvæði borgarinnar við upplýsingagjöf. Allir eiga að sitja við sama borð svo það sé ekki háð styrki baklands þíns hvaða þjónustu þú nýtur. Styðja þarf verslunar- og þjónustuaðila til aðgengisúrbóta á gömlu húsnæði og auðvelda aðgengisúrbætur. Við erum öll hluti af þessu samfélagi. Við erum sterkari saman.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi allra að samfélaginu okkar er grunngildi Pírata. Það er ekkert lýðræði án jafnréttis og jafns aðgengis. Við verðumað vinna gegn því viðhorfi að aðgengi fyrir fatlað fólk sé afgangsstærð en ekki forgangsmál. Við þurfumbreyta skipulagi samfélagsins svo að fatlað fólk, til jafns við ófatlað fólk, geti verið fullgildir borgarar samfélagsins okkar. Við Píratar ætlum að standa vörð um mann- og borgararéttindi fatlaðs fólks. Það er hluti af okkar hugsjón um lýðræði. Nýlega samþykkti þingið lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þarna er verið að innleiða hugmyndafræðina á bak við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með þessum lögum í þjónustu við fatlað fólk. NPA eða Notendastýrð persónuleg aðstoð er mál sem barist hefur verið fyrir lengi. Þjónusta sem er fest í sessi með þessum lögum. En lögin fjalla um meira og snúast um að þjónusta við fatlað fólk eigi að ganga lengra en að sinna grunnþörfum. Hún á að tryggja borgararéttindi fatlaðs fólks. Lögin snúast um að meðal annars gera fötluðu fólki kleift að mennta sig, taka virkan þátt í atvinnulífinu og tómstundum, eiga fjölskyldu- og félagslíf. Þetta hljómar kannski er róttækt og er sjálfsögð nútímasamfélags. En fatlað fólk hefur lifað við aðra raun allt of lengi. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Það á að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Hluti af hugmyndum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru rétturinn til sjálfstæðs lífs og og hugmyndin um sameinandi samfélag. Sameinandi samfélag er eitthvað sem sumir kalla „samfélag án aðgreiningar.” Það hugtak teljum við Píratar ekki fyllilega góða þýðingu á enska hugtakinu „inclusive society” og notum frekar hugtakið sameinandi samfélag. Það snýst um að samfélagið þarf á að gera eitthvað virkt til að fatlað fólk sé fyllilega hluti af samfélaginu okkar. Það er ekki nóg að gera bara ekki eitthvað eins og neitunin í „samfélagi án aðgreiningar” vísar til. Þær raddir heyrast að rétt sé að snúa frá hugmyndum um skóla „án aðgreiningar.“ Ásetningurinn er án efa góður enda hefur skóli „án aðgreiningar” eða sameinandi skóli aldrei verið almennilega raungerður á Íslandi vegna fjársveltis. Við teljum þetta ekki rétta aðferðarfræði til að mæta þörfum fólksins og viljum setja nýtt fjármagn í nýju hugmyndafræðina en ekki til frekari uppbyggingar á gömlum stofnanaúrræðum. Þetta snýst ekki um að loka einhverju húsi sem fólki líður vel í, heldur um að setja nýtt fjármagn í nýja þjónustu. Til þess að gera sameinandi skóla að raunveruleika þarf meðal annars að styðja mun betur við fötluð börn og auka stuðning við fatlað fólk í menntakerfinu. Sameinandi samfélag og sameinandi skóli eru mannréttindi. Það að vinna gegn þessu er að brjóta mannréttindi. Píratar vilja innleiða NPA hraðar en áætlanir kveða á um. Uppfæra þarf alla þjónustu við fatlað fólk til að uppfylla hugmyndafræðina um sameinandi samfélag og sjálfstætt líf. Píratar treysta almenningi til að ráða sínum málum og þar með fötluðu fólki. Við viljum efla aðkomu borgaranna að ákvörðunum sem þá varða. Við Píratar höfum barist fyrir að auka samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við gerð stefna og framfylgd þeirra og munum halda því áfram. Samráðið skal fara fram á öllum stigum vinnunnar. Auka þarf aðgengi allra að samfélaginu. Allar framkvæmdir borgarinnar skulu gerðar með algildri hönnun að leiðarljósi og halda skal röskun á aðgengi í lágmarki á framkvæmdastigi. Auka þarf aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum og styrkja þarf frumkvæði borgarinnar við upplýsingagjöf. Allir eiga að sitja við sama borð svo það sé ekki háð styrki baklands þíns hvaða þjónustu þú nýtur. Styðja þarf verslunar- og þjónustuaðila til aðgengisúrbóta á gömlu húsnæði og auðvelda aðgengisúrbætur. Við erum öll hluti af þessu samfélagi. Við erum sterkari saman.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun