Leggja línurnar fyrir Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2018 05:37 Frá fundi Moon Jae-In og Donald Trumo í Suður-Kóreu í september síðastliðnum. Vísir/Afp Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Talið er að þeir muni á fundi sínum leggja línurnar fyrir fyrirhugaðan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fara á fram í Singapúr í næsta mánuði. Yfirlýsingar norður-kóreskra ráðamanna á síðustu dögum eru sagðar hafa sett viðræður ríkjanna í hálfgert uppnám. Þeir hafa lýst því yfir að stjórnvöld í Pjongjang muni aldrei sætta sig við algjöra kjarnorkuafvopnun eins og Bandaríkin hafa krafist. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Urðu þær meðal annars til þess að viðræðum milli embættismanna Norður-og Suður-Kóreu var frestað í liðinni viku. Moon er sagður ætla að nota heimsókn sína í Hvíta húsið í dag til að telja Trump trú á að viðræður við Pjongjang séu rétta lausnin í stöðunni. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Norður-Kórea virðist hafa gjörólíkar skoðanir á því hvað felist í kjarnorkuafvopnun sé fyrirhugaði fundurinn þó skárri kostur en að grípa til vopna. Því er Moon jafnframt talinn ætla að biðja bandaríska embættismenn um að draga úr stríðsæsingatalinu í aðdraganda Singapúrfundarins. Í samtali við Washington Post segir suður-kóreskur embættismaður að nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, sé hættulegur í augum Suður-Kóreumanna. Bolton telji að Bandaríkin séu fullfær um að blása til annars stríðs á Kóreuskaga og að það sé ekki fýsileg leið í augum þeirra sem búa á Skaganum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Talið er að þeir muni á fundi sínum leggja línurnar fyrir fyrirhugaðan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fara á fram í Singapúr í næsta mánuði. Yfirlýsingar norður-kóreskra ráðamanna á síðustu dögum eru sagðar hafa sett viðræður ríkjanna í hálfgert uppnám. Þeir hafa lýst því yfir að stjórnvöld í Pjongjang muni aldrei sætta sig við algjöra kjarnorkuafvopnun eins og Bandaríkin hafa krafist. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Urðu þær meðal annars til þess að viðræðum milli embættismanna Norður-og Suður-Kóreu var frestað í liðinni viku. Moon er sagður ætla að nota heimsókn sína í Hvíta húsið í dag til að telja Trump trú á að viðræður við Pjongjang séu rétta lausnin í stöðunni. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Norður-Kórea virðist hafa gjörólíkar skoðanir á því hvað felist í kjarnorkuafvopnun sé fyrirhugaði fundurinn þó skárri kostur en að grípa til vopna. Því er Moon jafnframt talinn ætla að biðja bandaríska embættismenn um að draga úr stríðsæsingatalinu í aðdraganda Singapúrfundarins. Í samtali við Washington Post segir suður-kóreskur embættismaður að nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, sé hættulegur í augum Suður-Kóreumanna. Bolton telji að Bandaríkin séu fullfær um að blása til annars stríðs á Kóreuskaga og að það sé ekki fýsileg leið í augum þeirra sem búa á Skaganum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00