Aganefndin klofnaði í ákvörðun refsingar Hjörvar Ólafsson skrifar 22. maí 2018 10:30 Gísli Þorgeir gengur hér vankaður af velli og Andri Heimir nýbúinn að tala við hann. Andri Heimir Friðriksson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta karla, ÍBV, mun hefja næsta keppnistímabil í leikbanni. Aganefnd HSÍ hafði áður úrskurðað Andra Heimi í eins leiks bann fyrir brot hans á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, leikmanni FH, og tók Andri Heimir það leikbann út í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildarinnar á laugardaginn. Í úrskurði aganefndar frá því um helgina um eins leiks bannið kom fram að aganefndin ætlaði að úrskurða að nýju um brot Andra Heimis eftir að liðin hefðu skilað greinargerð um málið. Seinni úrskurðurinn skæri úr um hvort Andra Heimi bæri að refsa frekar en gert hafði verið. Mismunandi túlkun á reglugerð Nefndarmenn í aganefnd HSÍ urðu ósammála um það hvort refsa bæri Andra Heimi frekar og kristallast í úrskurði meirihluta og sératkvæði minnihluta munur á afstöðu nefndarmanna til þess annars vegar hvort brot Andra Heimis sé svo gróft að það skaði íslenskan handbolta og hins vegar hversu víðtæka heimild stjórn HSÍ hefur til þess að skjóta málum til aganefndar. Meirihluti aganefndarinnar tekur í fyrsta lagi fram að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og hún lúti ekki boðvaldi stjórnar HSÍ. Þá telur meirihlutinn að stjórn HSÍ sé heimilt að vísa til aganefndarinnar atvikum sem ekki koma fram í atvikaskýrslu dómara og eru þess eðlis að skaðað geti ímynd handboltaíþróttarinnar. Það er, að fari grófleiki brots framhjá dómara leikja og ekki komi fram í atvikaskýrslu dómara skýrsla um brotið geti stjórn HSÍ skotið atvikinu til aganefndar til úrskurðar telji hún brotið svo alvarlegt að það geti skaðað ímynd handboltans á Íslandi. Þessu er minnihlutinn hins vegar ósammála og telur að vísa hefði átt málinu frá þar sem brotið hefði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stjórn HSÍ eigi eingöngu að geta vísað máli til aganefndarinnar sé um rangan dóm að ræða. Minnihlutinn telur enn fremur að ákvörðun stjórnar HSÍ hafi verið tekin undir þrýstingi fjöl- og samskiptamiðla og þessi úrskurður gæti leitt af sér ormagryfju sem muni lýsa sér í því að kærum vegna starfa dómara muni fjölga umtalsvert í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03 Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32 HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33 Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Andri Heimir Friðriksson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta karla, ÍBV, mun hefja næsta keppnistímabil í leikbanni. Aganefnd HSÍ hafði áður úrskurðað Andra Heimi í eins leiks bann fyrir brot hans á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, leikmanni FH, og tók Andri Heimir það leikbann út í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildarinnar á laugardaginn. Í úrskurði aganefndar frá því um helgina um eins leiks bannið kom fram að aganefndin ætlaði að úrskurða að nýju um brot Andra Heimis eftir að liðin hefðu skilað greinargerð um málið. Seinni úrskurðurinn skæri úr um hvort Andra Heimi bæri að refsa frekar en gert hafði verið. Mismunandi túlkun á reglugerð Nefndarmenn í aganefnd HSÍ urðu ósammála um það hvort refsa bæri Andra Heimi frekar og kristallast í úrskurði meirihluta og sératkvæði minnihluta munur á afstöðu nefndarmanna til þess annars vegar hvort brot Andra Heimis sé svo gróft að það skaði íslenskan handbolta og hins vegar hversu víðtæka heimild stjórn HSÍ hefur til þess að skjóta málum til aganefndar. Meirihluti aganefndarinnar tekur í fyrsta lagi fram að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og hún lúti ekki boðvaldi stjórnar HSÍ. Þá telur meirihlutinn að stjórn HSÍ sé heimilt að vísa til aganefndarinnar atvikum sem ekki koma fram í atvikaskýrslu dómara og eru þess eðlis að skaðað geti ímynd handboltaíþróttarinnar. Það er, að fari grófleiki brots framhjá dómara leikja og ekki komi fram í atvikaskýrslu dómara skýrsla um brotið geti stjórn HSÍ skotið atvikinu til aganefndar til úrskurðar telji hún brotið svo alvarlegt að það geti skaðað ímynd handboltans á Íslandi. Þessu er minnihlutinn hins vegar ósammála og telur að vísa hefði átt málinu frá þar sem brotið hefði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stjórn HSÍ eigi eingöngu að geta vísað máli til aganefndarinnar sé um rangan dóm að ræða. Minnihlutinn telur enn fremur að ákvörðun stjórnar HSÍ hafi verið tekin undir þrýstingi fjöl- og samskiptamiðla og þessi úrskurður gæti leitt af sér ormagryfju sem muni lýsa sér í því að kærum vegna starfa dómara muni fjölga umtalsvert í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03 Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32 HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33 Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03
Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32
HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33
Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30