Þöggum ekki byltinguna – fögnum henni! Nichole Leigh Mosty skrifar 20. maí 2018 17:08 Mig langar að velta upp nokkrum spurningum sem ég tel að við þurfum öll að taka til umhugsunar. Hvernig stendur á því að þegar þolendur ofbeldis, áreitni og mismununar standa loksins saman og rísa upp, þá vilja sumir fara í slag við þá? Af hverju í ósköpunum þykir fólki eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá fólki sem stendur vörð um mannréttindi og krefst umbóta til að tryggja öruggt samfélag? Hvað þarf eiginlega til að við förum ekki ofaní skotgrafir heldur vinnum saman að því að uppræta og útrýma mismunun og ofbeldismenningu samfélagsins? Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við byltinguna sem við stöndum í akkúrat núna. Byltingu sem er sennilega ekki nema rétt hálfnuð. Þessi bylting snýst ekki bara um hvítan femínisma, heldur snýst hún um mismunun sem gegnsýrir allt samfélagið okkar. Mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað vegna kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, uppruna, aldurs, líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar, litarháttar og jafnvel tungumálakunnáttu. Þolendur eru allskonar og hafa þagað allt of lengi. Ég þakka fyrir að byltingin sé hafin og ætla að gerast svo djörf að fullyrða að það voru hugrakkar konur sem hófu þessa byltingu. Við ákváðum að standa saman, segja frá reynslu okkar og krefjast aðgerða. Það eru til konur sem hafa sýnt ómetanlega þrautsegju í að leiða og styðja byltinguna þar sem sumar hafa verið meira áberandi en aðrar. Við eigum að þakka þeim í stað þess að þagga niður í þeim. Við verðum að læra af þeim sögum sem komið hafa fram og horfast í augu við þá verknaði sem hafa átt sér stað í skjóli þagnar í samfélaginu okkar í allt of langan tíma. Það er ótrúlega erfitt að viðurkenna allt óréttlætið, að fólk hafi liðið fyrir ofbeldi, áreitni og mismunun í okkar góða samfélagi, og ekki síður að horfast í augu við að kerfið hefur brugðist. Við megum samt ekki hrökkva í vörn eða detta í skotgrafirnar. Við verðum að halda áfram að vinna með þessar frásagnir, læra af þeim, breyta kerfinu og samfélaginu öllu. Stjórnvöld hafa vissulega brugðist við á ákveðnum sviðum. Við höfum séð aðgerðir, stefnubreytingar, áætlanir, lagabreytingar, starfshópa, málþing og ráðstefnur spretta upp. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að sjá meira og að okkur takist um að búa til betra samfélag. Ti þess verðum við að koma í veg fyrir pólaríseringu umræðunnar. Hún má ekki snúast um karlmennsku vs. femínisma, yfirvald vs. almenning, Íslendinga vs. fólk af erlendum uppruna, gagnkynhneigð vs. samkynhneigð, fatlað fólk vs. ófatlað fólk o.s.frv. Umræðan þarf að vera um alvöru jafnrétti þar sem einstaklingar á Íslandi mætast og tala saman af virðingu hvert fyrir öðru og skapar saman réttlátt kerfi og samfélag. Stöndum saman í að læra af byltingunni og tökum höndum saman um að finna lausn. Verum þakklát, ræðum saman og búum til betra samfélag. Höfundur er fyrrverandi Alþingiskona og skipar 24. sæti hjá Kvennaheyfingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Nichole Leigh Mosty Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Mig langar að velta upp nokkrum spurningum sem ég tel að við þurfum öll að taka til umhugsunar. Hvernig stendur á því að þegar þolendur ofbeldis, áreitni og mismununar standa loksins saman og rísa upp, þá vilja sumir fara í slag við þá? Af hverju í ósköpunum þykir fólki eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá fólki sem stendur vörð um mannréttindi og krefst umbóta til að tryggja öruggt samfélag? Hvað þarf eiginlega til að við förum ekki ofaní skotgrafir heldur vinnum saman að því að uppræta og útrýma mismunun og ofbeldismenningu samfélagsins? Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við byltinguna sem við stöndum í akkúrat núna. Byltingu sem er sennilega ekki nema rétt hálfnuð. Þessi bylting snýst ekki bara um hvítan femínisma, heldur snýst hún um mismunun sem gegnsýrir allt samfélagið okkar. Mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað vegna kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, uppruna, aldurs, líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar, litarháttar og jafnvel tungumálakunnáttu. Þolendur eru allskonar og hafa þagað allt of lengi. Ég þakka fyrir að byltingin sé hafin og ætla að gerast svo djörf að fullyrða að það voru hugrakkar konur sem hófu þessa byltingu. Við ákváðum að standa saman, segja frá reynslu okkar og krefjast aðgerða. Það eru til konur sem hafa sýnt ómetanlega þrautsegju í að leiða og styðja byltinguna þar sem sumar hafa verið meira áberandi en aðrar. Við eigum að þakka þeim í stað þess að þagga niður í þeim. Við verðum að læra af þeim sögum sem komið hafa fram og horfast í augu við þá verknaði sem hafa átt sér stað í skjóli þagnar í samfélaginu okkar í allt of langan tíma. Það er ótrúlega erfitt að viðurkenna allt óréttlætið, að fólk hafi liðið fyrir ofbeldi, áreitni og mismunun í okkar góða samfélagi, og ekki síður að horfast í augu við að kerfið hefur brugðist. Við megum samt ekki hrökkva í vörn eða detta í skotgrafirnar. Við verðum að halda áfram að vinna með þessar frásagnir, læra af þeim, breyta kerfinu og samfélaginu öllu. Stjórnvöld hafa vissulega brugðist við á ákveðnum sviðum. Við höfum séð aðgerðir, stefnubreytingar, áætlanir, lagabreytingar, starfshópa, málþing og ráðstefnur spretta upp. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að sjá meira og að okkur takist um að búa til betra samfélag. Ti þess verðum við að koma í veg fyrir pólaríseringu umræðunnar. Hún má ekki snúast um karlmennsku vs. femínisma, yfirvald vs. almenning, Íslendinga vs. fólk af erlendum uppruna, gagnkynhneigð vs. samkynhneigð, fatlað fólk vs. ófatlað fólk o.s.frv. Umræðan þarf að vera um alvöru jafnrétti þar sem einstaklingar á Íslandi mætast og tala saman af virðingu hvert fyrir öðru og skapar saman réttlátt kerfi og samfélag. Stöndum saman í að læra af byltingunni og tökum höndum saman um að finna lausn. Verum þakklát, ræðum saman og búum til betra samfélag. Höfundur er fyrrverandi Alþingiskona og skipar 24. sæti hjá Kvennaheyfingu
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun