Guerrero áfrýjaði dómnum og hæstaréttur í Sviss hefur nú gefið honum grænt ljós að spila á HM. „Paolo Guerrero má taka þátt í HM,“ segir í niðurstöðu dómstólsins. Guardian segir frá.
Guerrero var dæmdur í fjórtán mánaða bann og það bann hefur ekki verið fellt út gildi heldur aðeins fryst til bráðabirgða. Það nægir Guerrero hinsvegar til að fá leikheimild á HM í Rússlandi í sumar.
Paolo Guerrero féll á lyfjaprófi sem var tekið á leik Perú í undankeppni HM. Leifar af kókaíni fundust í sýni hans eftir leik á móti Argentínu í október. Paolo Guerrero hélt því fram að efnið hafi komið úr tei fyrir slysni en að hann hafi ekki verið að nota kókaín.
Paolo Guerrero cleared to play at World Cup for Peru after doping ban frozen https://t.co/YVLXneCapK | Guardian
— Sport (@sportuk_db) May 31, 2018
Þetta er fyrsta heimsmeistarakeppni Perú frá því á HM 1982 en liðið er í riðli með Frakklandi, Danmörku og Ástralíu. Mótherjar Perú töluðu fyrir því Paolo Guerrero fengi að spila á HM.
Paolo Guerrero er 34 ára gamall og hefur verið landsliðsmaður Perú frá 2004. Hann á að baki 86 landsleiki og hefur skorað í þeim 32 mörk eða flest mörk allra landsliðsmanna Perú. Hann bætti á sínum tíma markamet goðsagnarinnar Teófilo Cubillas.