Hagnaður Samkaupa dróst saman um átján prósent á milli ára Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Afkoma Samkaupa versnaði í fyrra. Vísir/pjetur Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, nam 258 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 58 milljónir eða ríflega 18 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, stærsta hluthafa Samkaupa, en félagið og dótturfélag þess fóru með 62 prósenta hlut í matvörukeðjunni í lok síðasta árs. Síðasta ár reyndist matvöruverslunum krefjandi, sér í lagi vegna innreiðar bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands. Breytt samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði hefur gert það að verkum að íslensk verslunarfyrirtæki hafa þurft að finna leiðir til þess að stækka og hagræða í rekstri. Þannig var sem dæmi greint frá því fyrr á árinu að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir vörumerkjum 10-11 og Iceland, en kaupin eru háð fyrirvörum um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur í ársreikningi kaupfélagsins að eigið fé Samkaupa hafi numið um 2.430 milljónum króna í lok síðasta árs borið saman við 2.547 milljónir árið 2016. Er eignarhlutur Kaupfélags Suðurnesja í matvörukeðjunni bókfærður á um 1.432 milljónir króna en til samanburðar var hluturinn metinn á 1.502 milljónir árið 2016. Samkaup rekur um fimmtíu verslanir um allt land, meðal annars undir vörumerkjum Nettó, en í kringum þúsund manns starfa hjá félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira
Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, nam 258 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 58 milljónir eða ríflega 18 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, stærsta hluthafa Samkaupa, en félagið og dótturfélag þess fóru með 62 prósenta hlut í matvörukeðjunni í lok síðasta árs. Síðasta ár reyndist matvöruverslunum krefjandi, sér í lagi vegna innreiðar bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands. Breytt samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði hefur gert það að verkum að íslensk verslunarfyrirtæki hafa þurft að finna leiðir til þess að stækka og hagræða í rekstri. Þannig var sem dæmi greint frá því fyrr á árinu að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir vörumerkjum 10-11 og Iceland, en kaupin eru háð fyrirvörum um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur í ársreikningi kaupfélagsins að eigið fé Samkaupa hafi numið um 2.430 milljónum króna í lok síðasta árs borið saman við 2.547 milljónir árið 2016. Er eignarhlutur Kaupfélags Suðurnesja í matvörukeðjunni bókfærður á um 1.432 milljónir króna en til samanburðar var hluturinn metinn á 1.502 milljónir árið 2016. Samkaup rekur um fimmtíu verslanir um allt land, meðal annars undir vörumerkjum Nettó, en í kringum þúsund manns starfa hjá félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00
Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00
Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15