Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 19:40 Stjórn Hörpu samþykkti að lækka laun Svanhildar Konráðsdóttur forstjóra að ósk hennar í dag. Vísir Þjónustufulltrúar í tónlistarhúsinu Hörpu fá greitt tímakaup í samræmi við samninga sem gerðir voru í fyrra og laun forstjórans verða lækkuð í samræmi við úrskurð kjararáðs. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar Hörpu í dag. Með þessu telur stjórnin sig koma til móts við gagnrýni á kjör starfsfólks í Hörpu. Í tilkynningu frá stjórn Hörpu kemur fram að forstjóri hafi kynnt ákvörðun sína um að greiða þjónustufulltrúum tímakaup sem taki í meginatriðum mið af þeim samningum sem voru í gildi á síðasta ári. „Þannig er komið til móts við gagnrýni meðal þeirra um kjarabreytingar í tengslum við rekstrarhagræðingu í Hörpu. Breytingin tekur gildi 1. júní n.k. og verður tímakaup þá 26,1% yfir taxta stéttarfélags eða að meðaltali 2.935 kr á klst. í eftirvinnu en 85% vinnustunda þjónustufulltrúa eru á kvöldin og um helgar. Þessar breytingar hafa verið kynntar á fundi með þjónustufulltrúum,“ segir í yfirlýsingunni.Hópur þjónustufulltrúa í Hörpu sagði upp störfum eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur forstjóra voru hækkuð í fyrra þegar kjör hans féllu ekki lengur undir úrskurði kjararáðs á sama tíma og þjónustufulltrúunum var gert að taka á sig kjaraskerðingu. Nokkrar deilur sköpuðust um þessar ákvarðanir stjórnenda Hörpu. Verkalýðsfélagið VR hætti til dæmis viðskiptum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið í kjölfarið. Stjórnin samþykkti jafnframt í dag ósk Svanhildar um að laun hennar yrðu lækkuð úr þeirri upphæð sem hún samdi um þegar hún var ráðin þannig að þau verði í samræmi við úrskurð kjararáðs sem var gefinn út eftir að hún var ráðin. Lækkunin tekur gildi um mánaðamótin. Eins var samþykkt að falla frá 8% hækkun stjórnarlauna sem stjórnin samþykkti á aðalfundi 26. apríl. Laun stjórnarmanna hafa þá verið óbreytt frá árinu 2013. Stjórnin samþykkti einnig tillögu forstjóra um að utanaðkomandi fagaðili geri markaðslaunagreiningu á kjörum þjónustufulltrúa Hörpu sem starfa í hlutastarfi við viðburði þar sem kjör þeirra verða m.a. borin saman við sambærileg störf annars staðar. Leitað hefur verið til ráðgjafarfyrirtækisins Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. um að annast verkið. Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Ætla að hætta við launahækkun stjórnarmanna Hörpu Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, hyggst leggja það til við stjórn félagsins að hætt verði við fyrirhugaðar hækkanir á stjórnarlaunum stjórnarmanna. 17. maí 2018 18:52 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Þjónustufulltrúar í tónlistarhúsinu Hörpu fá greitt tímakaup í samræmi við samninga sem gerðir voru í fyrra og laun forstjórans verða lækkuð í samræmi við úrskurð kjararáðs. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar Hörpu í dag. Með þessu telur stjórnin sig koma til móts við gagnrýni á kjör starfsfólks í Hörpu. Í tilkynningu frá stjórn Hörpu kemur fram að forstjóri hafi kynnt ákvörðun sína um að greiða þjónustufulltrúum tímakaup sem taki í meginatriðum mið af þeim samningum sem voru í gildi á síðasta ári. „Þannig er komið til móts við gagnrýni meðal þeirra um kjarabreytingar í tengslum við rekstrarhagræðingu í Hörpu. Breytingin tekur gildi 1. júní n.k. og verður tímakaup þá 26,1% yfir taxta stéttarfélags eða að meðaltali 2.935 kr á klst. í eftirvinnu en 85% vinnustunda þjónustufulltrúa eru á kvöldin og um helgar. Þessar breytingar hafa verið kynntar á fundi með þjónustufulltrúum,“ segir í yfirlýsingunni.Hópur þjónustufulltrúa í Hörpu sagði upp störfum eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur forstjóra voru hækkuð í fyrra þegar kjör hans féllu ekki lengur undir úrskurði kjararáðs á sama tíma og þjónustufulltrúunum var gert að taka á sig kjaraskerðingu. Nokkrar deilur sköpuðust um þessar ákvarðanir stjórnenda Hörpu. Verkalýðsfélagið VR hætti til dæmis viðskiptum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið í kjölfarið. Stjórnin samþykkti jafnframt í dag ósk Svanhildar um að laun hennar yrðu lækkuð úr þeirri upphæð sem hún samdi um þegar hún var ráðin þannig að þau verði í samræmi við úrskurð kjararáðs sem var gefinn út eftir að hún var ráðin. Lækkunin tekur gildi um mánaðamótin. Eins var samþykkt að falla frá 8% hækkun stjórnarlauna sem stjórnin samþykkti á aðalfundi 26. apríl. Laun stjórnarmanna hafa þá verið óbreytt frá árinu 2013. Stjórnin samþykkti einnig tillögu forstjóra um að utanaðkomandi fagaðili geri markaðslaunagreiningu á kjörum þjónustufulltrúa Hörpu sem starfa í hlutastarfi við viðburði þar sem kjör þeirra verða m.a. borin saman við sambærileg störf annars staðar. Leitað hefur verið til ráðgjafarfyrirtækisins Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. um að annast verkið.
Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Ætla að hætta við launahækkun stjórnarmanna Hörpu Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, hyggst leggja það til við stjórn félagsins að hætt verði við fyrirhugaðar hækkanir á stjórnarlaunum stjórnarmanna. 17. maí 2018 18:52 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00
Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16
Ætla að hætta við launahækkun stjórnarmanna Hörpu Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, hyggst leggja það til við stjórn félagsins að hætt verði við fyrirhugaðar hækkanir á stjórnarlaunum stjórnarmanna. 17. maí 2018 18:52
Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48