Ópera Sjón valin besta nýja ópera ársins í Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2018 10:10 Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns, Söngur steinasafnarans. Vísir/Getty Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondřej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA–Generali verðlaunin sem besta frumsamda ópera ársins 2018. Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns Söngur steinasafnarans og segir þar frá steinasafnara sem safnar steinum sem tengjast þekktum persónum og atburðum í heimssögunni. Söfnunaráráttan tekur af honum völdin og verður til þess að hann gleymir öllu öðru og fremur að lokum voðaverk sem hann berst svo við að gleyma. Í dómnefnd verðlaunanna sátu meðal annarra Nicholas Payne fyrrverandi óperustjóri Ensku þjóðaróperunnar og Konunglegu óperunnar í Covent Garden, Birgitta Svendén óperustjóri Konunglegu sænsku óperunnar og Christina Scheppelmann listrænn stjórnandi Liceu óperuhússins í Barselóna. Umsögn nefndarinnar um verðlaunaverkið er eftirfarandi:„Þessi frumlega ópera, samin af hinu unga tékkneska tónskáldi Ondřej Adamek og íslenska skáldinu Sjón, er boð í æsilegt ferðalag um menningarheima Argentínu, Íslands, Japans og Frakklands. Í þessu nútímalega óperuverki vaknar allt til lífsins í fordæmalausri upplifun sem tvinnar söng, talrödd og hvísl saman við mikilfenglegar hljóðfærasmíðarnar sem jafnframt skapa sviðsmyndina. SJÖ STEINAR er samtímaópera sem mun víkka út landamæri.“Óperan Sjö steinar var pöntuð af einni virtustu óperuhátíð heims, hátíðinni í Aix-en-Provence, og verður frumsýnd þar í borg þann 7. júlí næstkomandi. Verðlaunaféð nemur 150.000 evrum og rennur það til uppsetningar verksins og fyrirhugaðra ferðalaga með það. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondřej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA–Generali verðlaunin sem besta frumsamda ópera ársins 2018. Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns Söngur steinasafnarans og segir þar frá steinasafnara sem safnar steinum sem tengjast þekktum persónum og atburðum í heimssögunni. Söfnunaráráttan tekur af honum völdin og verður til þess að hann gleymir öllu öðru og fremur að lokum voðaverk sem hann berst svo við að gleyma. Í dómnefnd verðlaunanna sátu meðal annarra Nicholas Payne fyrrverandi óperustjóri Ensku þjóðaróperunnar og Konunglegu óperunnar í Covent Garden, Birgitta Svendén óperustjóri Konunglegu sænsku óperunnar og Christina Scheppelmann listrænn stjórnandi Liceu óperuhússins í Barselóna. Umsögn nefndarinnar um verðlaunaverkið er eftirfarandi:„Þessi frumlega ópera, samin af hinu unga tékkneska tónskáldi Ondřej Adamek og íslenska skáldinu Sjón, er boð í æsilegt ferðalag um menningarheima Argentínu, Íslands, Japans og Frakklands. Í þessu nútímalega óperuverki vaknar allt til lífsins í fordæmalausri upplifun sem tvinnar söng, talrödd og hvísl saman við mikilfenglegar hljóðfærasmíðarnar sem jafnframt skapa sviðsmyndina. SJÖ STEINAR er samtímaópera sem mun víkka út landamæri.“Óperan Sjö steinar var pöntuð af einni virtustu óperuhátíð heims, hátíðinni í Aix-en-Provence, og verður frumsýnd þar í borg þann 7. júlí næstkomandi. Verðlaunaféð nemur 150.000 evrum og rennur það til uppsetningar verksins og fyrirhugaðra ferðalaga með það.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira