Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 14:09 Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. T.v. Ólafur. T.h. Stefán karlsson Óvenjulegar aðstæður eru uppi í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, hvar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jákvæðs samfélags reyna að ná saman um myndun meirihluta. Auk meirihlutaviðræðna bíða þeirra stór verkefni sem fylgja sameiningu sveitarfélaganna. D-Listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi fólksins ræddu upphaflega saman eftir sveitarstjórnarkosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Í kjölfarið sneri Sjálfstæðisflokkurinn sér til J-lista Jákvæðs samfélags en fulltrúarnir hafa átt í viðræðum síðan fyrir helgi. Ganga þær vel að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, oddvita Jákvæðs samfélags. D-listi og J-listi eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 43,5% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,2% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Þór Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, býr í Garði og Ólafur, oddviti jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Stór verkefni bíða stjórnmálaflokka í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.Vísir/anton brinkTáknrænar meirihlutaviðræðurÓlafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. „Við erum í þessari sérstöku stöðu og við erum ekki bara að mynda nýjan meirihluta heldur nýjan meirihluta í nýju sveitarfélagi þannig að flækjustigið er með þeim hætti að það eru fleiri fletir á þessu heldur en við venjulegar aðstæður. Nýja sveitarfélagið verður til á sunnudaginn og þá gefast 14 dagar til þess að boða saman bæjarstjórn og við erum að vinna í því að ná því svo þetta smelli allt saman,“ segir Ólafur. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði hjá þeim sem eiga í viðræðunum eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman og að tryggja umferðaröryggi á milli þeirra. Eins og víða annars staðar um land er það Ólafi keppikefli að í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs „byggist upp gott samfélag sem gott sé að búa í“ Aðspurður hvort það hafi verið heillaspor að sameina bæjarfélögin svarar Ólafur: „Já ég held það. Til langs tíma litið er það gott fyrir þessi tvö bæjarfélög að koma saman í eitt sterkt sem getur þá tekist á við stærri verkefni og hefur meiri burði. “ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Óvenjulegar aðstæður eru uppi í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, hvar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jákvæðs samfélags reyna að ná saman um myndun meirihluta. Auk meirihlutaviðræðna bíða þeirra stór verkefni sem fylgja sameiningu sveitarfélaganna. D-Listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi fólksins ræddu upphaflega saman eftir sveitarstjórnarkosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Í kjölfarið sneri Sjálfstæðisflokkurinn sér til J-lista Jákvæðs samfélags en fulltrúarnir hafa átt í viðræðum síðan fyrir helgi. Ganga þær vel að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, oddvita Jákvæðs samfélags. D-listi og J-listi eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 43,5% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,2% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Þór Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, býr í Garði og Ólafur, oddviti jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Stór verkefni bíða stjórnmálaflokka í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.Vísir/anton brinkTáknrænar meirihlutaviðræðurÓlafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. „Við erum í þessari sérstöku stöðu og við erum ekki bara að mynda nýjan meirihluta heldur nýjan meirihluta í nýju sveitarfélagi þannig að flækjustigið er með þeim hætti að það eru fleiri fletir á þessu heldur en við venjulegar aðstæður. Nýja sveitarfélagið verður til á sunnudaginn og þá gefast 14 dagar til þess að boða saman bæjarstjórn og við erum að vinna í því að ná því svo þetta smelli allt saman,“ segir Ólafur. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði hjá þeim sem eiga í viðræðunum eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman og að tryggja umferðaröryggi á milli þeirra. Eins og víða annars staðar um land er það Ólafi keppikefli að í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs „byggist upp gott samfélag sem gott sé að búa í“ Aðspurður hvort það hafi verið heillaspor að sameina bæjarfélögin svarar Ólafur: „Já ég held það. Til langs tíma litið er það gott fyrir þessi tvö bæjarfélög að koma saman í eitt sterkt sem getur þá tekist á við stærri verkefni og hefur meiri burði. “
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30
Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03
Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00