Weinstein segist saklaus Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 14:33 Harvey Weinstein. Vísir/AP Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir rétti í New York, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot. Honum er gert að hafa nauðgað konu á hótelherbergi í borginni og þvingað aðra til munnmaka á skrifstofu sinni. Hann mun þurfa að greiða milljón dala í tryggingu til að fá að ganga laus á meðan réttarhöld standa yfir. Weinstein var um skeið einn farsælasti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood en á síðustu mánuðum hafa rúmlega 70 konur í kvikmyndaiðnaðinum stigið fram og sakað Weinstein um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Fjöldi leikkvenna hefur greint frá því að Weinstein hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og hótað því að koma í veg fyrir framgang þeirra í starfi myndu þær ekki beygja sig undir vilja Weinsteins. Weinstein var ákærður í New York í síðustu viku en hann á einnig ákærur yfir höfði sér í Los Angeles, London og frá alríkisyfirvöldum Bandaríkjanna. Hann er 66 ára gamall og hefur að undanförnu dvalið á meðferðarstofnun í Arizona hvar hann sótti meðferð við kynlífsfíkn. Benjamin Brafman, lögmaður Weinstein, sagði þetta vera byrjunina á vörn skjólstæðings síns og að miðað við sönnunargögnin sem þeir hefðu séð væri málið auðunnið. Brafman sagði að eins slæmur glæpur og nauðgun væri, væri jafn slæmt að vera sakaður um nauðgun að ósekju. Réttarhöldin munu hefjast þann 20. september. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58 Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hlýnandi veður Veður Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir rétti í New York, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot. Honum er gert að hafa nauðgað konu á hótelherbergi í borginni og þvingað aðra til munnmaka á skrifstofu sinni. Hann mun þurfa að greiða milljón dala í tryggingu til að fá að ganga laus á meðan réttarhöld standa yfir. Weinstein var um skeið einn farsælasti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood en á síðustu mánuðum hafa rúmlega 70 konur í kvikmyndaiðnaðinum stigið fram og sakað Weinstein um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Fjöldi leikkvenna hefur greint frá því að Weinstein hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og hótað því að koma í veg fyrir framgang þeirra í starfi myndu þær ekki beygja sig undir vilja Weinsteins. Weinstein var ákærður í New York í síðustu viku en hann á einnig ákærur yfir höfði sér í Los Angeles, London og frá alríkisyfirvöldum Bandaríkjanna. Hann er 66 ára gamall og hefur að undanförnu dvalið á meðferðarstofnun í Arizona hvar hann sótti meðferð við kynlífsfíkn. Benjamin Brafman, lögmaður Weinstein, sagði þetta vera byrjunina á vörn skjólstæðings síns og að miðað við sönnunargögnin sem þeir hefðu séð væri málið auðunnið. Brafman sagði að eins slæmur glæpur og nauðgun væri, væri jafn slæmt að vera sakaður um nauðgun að ósekju. Réttarhöldin munu hefjast þann 20. september.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58 Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hlýnandi veður Veður Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58
Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30
Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51
Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46