Nú er ég orðinn nöðrubani Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. júní 2018 07:00 Í fyrradag sýndist mér ég sjá rottuhala einn renna fimlega bak við strigapoka þegar ég var ásamt tengdó í skúr hans að hella bruggi á vínbelgi. Ég brást víkingalega við og reif pokann upp en þá blasti við mér snákur einn svipljótur. Vildi hann þó spara mér fundinn við sig svo hann flúði út í horn en þar gerði tengdó atlögu að dýrinu með göngustafinn á lofti. Hvæsti snákurinn þá svo hvein í skúrnum. En aftur flúði sá ílangi en þá skipti engum togum að gamli ólífubóndinn, sem hafði flókaskó góða á fótum, steig á kvikindið aftanvert sem komst því hvergi. Var ég kvikur þá sem kúreki í einvígi og náði í rör eitt eigi all lítið og lamdi þann ílanga ofarlega svo nær tók af höfuðið og var það hans bani. Var allt kjurt um stund og taldi ég óhætt að vinda sér í vínið og önnur tilfallandi landbúnaðarstörf sem gengu áfallalaust. Að þeim loknum vildi ég farga vágesti þessum og setti ég því plastpoka utan um puttana til að höndla dýrið. Vildi þá ekki betur til en svo að snákurinn tók upp fyrri hætti og skók ílangan skrokkinn eins og ungviði. Kunni ég þessu illa enda langt um liðið frá því ég hafði vegið snákinn. Nú er freistandi að nota skáldaleyfið og halda því fram að hér hafi verið eiturnaðra mikil á ferðinni. En langnaðra þessi er reyndar alveg meinlaus. Ja, meinlaus, það er kannski ekki rétt að orða það svo því eftir fund þennan er ég svo hvekktur orðinn að ég sé ekki fram á að geta snert garðslöngu næstu árin né lagt mér nokkuð ílangt til munns. Eins og mér fannst nú spagetti gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag sýndist mér ég sjá rottuhala einn renna fimlega bak við strigapoka þegar ég var ásamt tengdó í skúr hans að hella bruggi á vínbelgi. Ég brást víkingalega við og reif pokann upp en þá blasti við mér snákur einn svipljótur. Vildi hann þó spara mér fundinn við sig svo hann flúði út í horn en þar gerði tengdó atlögu að dýrinu með göngustafinn á lofti. Hvæsti snákurinn þá svo hvein í skúrnum. En aftur flúði sá ílangi en þá skipti engum togum að gamli ólífubóndinn, sem hafði flókaskó góða á fótum, steig á kvikindið aftanvert sem komst því hvergi. Var ég kvikur þá sem kúreki í einvígi og náði í rör eitt eigi all lítið og lamdi þann ílanga ofarlega svo nær tók af höfuðið og var það hans bani. Var allt kjurt um stund og taldi ég óhætt að vinda sér í vínið og önnur tilfallandi landbúnaðarstörf sem gengu áfallalaust. Að þeim loknum vildi ég farga vágesti þessum og setti ég því plastpoka utan um puttana til að höndla dýrið. Vildi þá ekki betur til en svo að snákurinn tók upp fyrri hætti og skók ílangan skrokkinn eins og ungviði. Kunni ég þessu illa enda langt um liðið frá því ég hafði vegið snákinn. Nú er freistandi að nota skáldaleyfið og halda því fram að hér hafi verið eiturnaðra mikil á ferðinni. En langnaðra þessi er reyndar alveg meinlaus. Ja, meinlaus, það er kannski ekki rétt að orða það svo því eftir fund þennan er ég svo hvekktur orðinn að ég sé ekki fram á að geta snert garðslöngu næstu árin né lagt mér nokkuð ílangt til munns. Eins og mér fannst nú spagetti gott.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar