Erfðasaga óstöðugleikans Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2018 10:00 Ný rannsókn Sunnu Ebenesersdóttur og Agnars Helgasonar, líffræðilegra mannfræðinga hjá Íslenskri erfðagreiningu, á uppruna landnámsmanna Íslands er einstakt framlag til íslenskrar menningar og vísinda. Þó svo að rannsóknarúrtakið sé tiltölulega fáliðað – 25 einstaklingar sem grafnir voru upp úr kumlreitum frá landnámsöld – gefa niðurstöður þeirra sterka vísbendingu um að forfeður okkar sem settust hér að hafi verið mun jafnari hópur norræna manna og Kelta en áður var talið. Nánar tiltekið 57 prósent norrænir menn en 43 prósent Keltar. Út af fyrir sig eru þetta athyglisverðar niðurstöður, en þegar erfðaefni þessa hóps er borið saman við DNA úr núlifandi einstaklingum, birtast sláandi niðurstöður sem varpa ljósi á hvernig hin harðneskjulega tilvist á miðöldum og á seinni tímum meitlaði til erfðaefni nútíma Íslendinga í gegnum náttúruhamfarir, skelfilegar farsóttir, hungursneyð og blöndun við aðra hópa. Afleiðingin er gríðarlegt genaflökt síðustu 1100 ára og að Íslendingur 21. aldarinnar hefur fjarlægst upprunaþjóðir sínar í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Nútíma Breti er líkari forfeðrum okkar en við afkomendurnir. Við erum erfðafræðilegt eyland í samanburði við erfðir nágrannaþjóða okkar. Það vill svo til að þetta eyland er gullnáma fyrir erfðavísindamenn. Um leið undirstrika niðurstöðurnar þá staðreynd að erfðaefni þess hóps sem býr á þessari eyju í Norður-Atlantshafi og kennir sig við Ísland er í stöðugri þróun, og hefur verið það frá upphafi. Það er ekkert til sem heitir hreinræktaður Íslendingur. Í raun er það þvæla að halda því fram að til sé „hrein“ þjóð, því saga mannsins, þekking hans og menning síðustu 70 þúsund ára byggir á fólksflutningum og blöndun mismunandi hópa. Óstöðugleiki er líklega rétta orðið til að lýsa þessari þróun undanfarnar aldir. Óstöðugleikinn er, eins og við vitum öll, erfiður. Oft sársaukafullur. En í hinu víða samhengi er hann nauðsynlegur. Stöðnun er dauði. Það er því með stolti sem við ættum að undirstrika það að samtímamenning okkar er hverful, aðeins birtingarmynd núverandi tilhneiginga sem mun hverfa í ólgusjó sögunnar. Það er í þessu samhengi sem rannsóknir eins og þær sem Sunna og Agnar stunda sanna mikilvægi sitt. Í þeim felst ómetanlegt tækifæri fyrir nútímamanninn til að spegla sig í reynslu þeirra sem komu á undan. Þeirra sem flúðu styrjaldir og ánauð og leituðu nýrra tækifæra í fjarlægu landi. Þetta er saga okkar síðustu árþúsunda, og hana ættum við að hafa í huga næst þegar hingað kemur fólk í leit að nýju lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Ný rannsókn Sunnu Ebenesersdóttur og Agnars Helgasonar, líffræðilegra mannfræðinga hjá Íslenskri erfðagreiningu, á uppruna landnámsmanna Íslands er einstakt framlag til íslenskrar menningar og vísinda. Þó svo að rannsóknarúrtakið sé tiltölulega fáliðað – 25 einstaklingar sem grafnir voru upp úr kumlreitum frá landnámsöld – gefa niðurstöður þeirra sterka vísbendingu um að forfeður okkar sem settust hér að hafi verið mun jafnari hópur norræna manna og Kelta en áður var talið. Nánar tiltekið 57 prósent norrænir menn en 43 prósent Keltar. Út af fyrir sig eru þetta athyglisverðar niðurstöður, en þegar erfðaefni þessa hóps er borið saman við DNA úr núlifandi einstaklingum, birtast sláandi niðurstöður sem varpa ljósi á hvernig hin harðneskjulega tilvist á miðöldum og á seinni tímum meitlaði til erfðaefni nútíma Íslendinga í gegnum náttúruhamfarir, skelfilegar farsóttir, hungursneyð og blöndun við aðra hópa. Afleiðingin er gríðarlegt genaflökt síðustu 1100 ára og að Íslendingur 21. aldarinnar hefur fjarlægst upprunaþjóðir sínar í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Nútíma Breti er líkari forfeðrum okkar en við afkomendurnir. Við erum erfðafræðilegt eyland í samanburði við erfðir nágrannaþjóða okkar. Það vill svo til að þetta eyland er gullnáma fyrir erfðavísindamenn. Um leið undirstrika niðurstöðurnar þá staðreynd að erfðaefni þess hóps sem býr á þessari eyju í Norður-Atlantshafi og kennir sig við Ísland er í stöðugri þróun, og hefur verið það frá upphafi. Það er ekkert til sem heitir hreinræktaður Íslendingur. Í raun er það þvæla að halda því fram að til sé „hrein“ þjóð, því saga mannsins, þekking hans og menning síðustu 70 þúsund ára byggir á fólksflutningum og blöndun mismunandi hópa. Óstöðugleiki er líklega rétta orðið til að lýsa þessari þróun undanfarnar aldir. Óstöðugleikinn er, eins og við vitum öll, erfiður. Oft sársaukafullur. En í hinu víða samhengi er hann nauðsynlegur. Stöðnun er dauði. Það er því með stolti sem við ættum að undirstrika það að samtímamenning okkar er hverful, aðeins birtingarmynd núverandi tilhneiginga sem mun hverfa í ólgusjó sögunnar. Það er í þessu samhengi sem rannsóknir eins og þær sem Sunna og Agnar stunda sanna mikilvægi sitt. Í þeim felst ómetanlegt tækifæri fyrir nútímamanninn til að spegla sig í reynslu þeirra sem komu á undan. Þeirra sem flúðu styrjaldir og ánauð og leituðu nýrra tækifæra í fjarlægu landi. Þetta er saga okkar síðustu árþúsunda, og hana ættum við að hafa í huga næst þegar hingað kemur fólk í leit að nýju lífi.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun