10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 11:00 Robin van Persie skorar markið ótrúlega. vísir/getty Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsta og sterkasta fótboltamót í heimi og því er eðlilegt að þar láti ljós sitt skína bestu fótboltamenn í heimi. Bestu fótboltamenn í heimi eiga það til að gera flotta hluti inn á vellinum eins og að skora falleg mörk og þau hafa sést nokkur ótrúleg í gegnum tíðina. Eins og bara síðast á HM 2014 í Brasilíu. Markið sem vakti mest umtal var klárlega höfrungaskalli Robins van Persie fyrir Holland á móti Spáni en það mark var samt sem áður ekki kjörið það besta af FIFA. Flottasta markið skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodríguez með ótrúlegu skoti á móti Úrúgvæ en þessi hæfileikaríki miðjumaður skoraði tvö af þremur flottustu mörkum mótsins.James Rodríguez fagnar markinu ótrúlega.vísir/gettySeldur og aftur seldur Það vissu ekki margir hver James Rodríguez var þegar að franska liðið AS Monaco, þá í eigu moldríks auðjöfurs, keypti þennan 22 ára gamla Kólumbíumann frá Porto fyrir 45 milljónir Evra og gerði hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar á þeim tíma. Ári síðar átti heimsbyggðin eftir að vita hver hann var. James fór á kostum með kólumbíska landsliðinu á HM 2014 og skoraði þriðja flottasta markið að mati FIFA í þriðja leik liðsins í riðlakeppninni á móti Japan. Það var þriðja markið hans í keppninni en miðjumaðurinn magnaði skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Afgreiðsla hans í fjórða og síðasta marki Kólumbíu á móti Japan var einstaklega snyrtileg. James hélt áfram að gera frábæra hluti í 16 liða úrslitunum þar sem að Kólumbía vann Úrúgvæ. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið var hreint ótrúlegt og var á endanum kjörið besta mark HM 2014. Hann hélt svo áfram að skora í átta liða úrslitunum þegar að hann setti eitt úr víti á móti Brasilíu en það dugði ekki til því Brassarnir unnu, 2-1, og komust í undanúrslitin þar sem að þeir fengu svo 7-1 skell á móti Þýskalandi. James var búinn að gera nóg til að heilla Real Madrid. Hann var keyptur þangað fyrir 74 milljónir evra eftir HM en samtals var búið að greiða fyrir hann rétt tæpar 100 milljónir evra á tveimur árum. Hann lauk keppni á HM 2014 sem markakóngur mótsins.James fékk gullskóinn á HM 2014 sem markakóngur mótsins.vísir/gettyHollenski höfrungurinn Spánverjar mættu til leiks á HM 2014 sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Þeir voru búnir að drottna yfir fótboltanum í ein sex ár þegar að kom að fyrsta leik á móti Hollandi á HM í Brasilíu. Skemmst er frá að segja að þar endaði drottnun Spánverja. Louis van Gaal og hans menn völtuðu yfir Hollendinga, 5-1. Robin van Persie skoraði tvö mörk og annað þeirra var eitt það ótrúlegasta sem sést hefur í lokakeppni stórmóts og þó víðar væri leitað. Van Persie tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann eftir langa sendingu yfir Iker Casillas og í markið með höfrungahoppi. Hreint mögnuð tilþrif hjá honum og hollenska liðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Hollendingar komust alla leið í undanúrslitin en töpuðu þar fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni eftir að þeir unnu Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum. Þeir hirtu bronsið á endanum með 3-0 sigri á særðum Brössum sem voru enn í áfalli eftir 7-1 tapið í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.Mörkin voru glæsileg á HM 2014 í fótbolta en tíu flottust mörkin má sjá með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsta og sterkasta fótboltamót í heimi og því er eðlilegt að þar láti ljós sitt skína bestu fótboltamenn í heimi. Bestu fótboltamenn í heimi eiga það til að gera flotta hluti inn á vellinum eins og að skora falleg mörk og þau hafa sést nokkur ótrúleg í gegnum tíðina. Eins og bara síðast á HM 2014 í Brasilíu. Markið sem vakti mest umtal var klárlega höfrungaskalli Robins van Persie fyrir Holland á móti Spáni en það mark var samt sem áður ekki kjörið það besta af FIFA. Flottasta markið skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodríguez með ótrúlegu skoti á móti Úrúgvæ en þessi hæfileikaríki miðjumaður skoraði tvö af þremur flottustu mörkum mótsins.James Rodríguez fagnar markinu ótrúlega.vísir/gettySeldur og aftur seldur Það vissu ekki margir hver James Rodríguez var þegar að franska liðið AS Monaco, þá í eigu moldríks auðjöfurs, keypti þennan 22 ára gamla Kólumbíumann frá Porto fyrir 45 milljónir Evra og gerði hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar á þeim tíma. Ári síðar átti heimsbyggðin eftir að vita hver hann var. James fór á kostum með kólumbíska landsliðinu á HM 2014 og skoraði þriðja flottasta markið að mati FIFA í þriðja leik liðsins í riðlakeppninni á móti Japan. Það var þriðja markið hans í keppninni en miðjumaðurinn magnaði skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Afgreiðsla hans í fjórða og síðasta marki Kólumbíu á móti Japan var einstaklega snyrtileg. James hélt áfram að gera frábæra hluti í 16 liða úrslitunum þar sem að Kólumbía vann Úrúgvæ. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið var hreint ótrúlegt og var á endanum kjörið besta mark HM 2014. Hann hélt svo áfram að skora í átta liða úrslitunum þegar að hann setti eitt úr víti á móti Brasilíu en það dugði ekki til því Brassarnir unnu, 2-1, og komust í undanúrslitin þar sem að þeir fengu svo 7-1 skell á móti Þýskalandi. James var búinn að gera nóg til að heilla Real Madrid. Hann var keyptur þangað fyrir 74 milljónir evra eftir HM en samtals var búið að greiða fyrir hann rétt tæpar 100 milljónir evra á tveimur árum. Hann lauk keppni á HM 2014 sem markakóngur mótsins.James fékk gullskóinn á HM 2014 sem markakóngur mótsins.vísir/gettyHollenski höfrungurinn Spánverjar mættu til leiks á HM 2014 sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Þeir voru búnir að drottna yfir fótboltanum í ein sex ár þegar að kom að fyrsta leik á móti Hollandi á HM í Brasilíu. Skemmst er frá að segja að þar endaði drottnun Spánverja. Louis van Gaal og hans menn völtuðu yfir Hollendinga, 5-1. Robin van Persie skoraði tvö mörk og annað þeirra var eitt það ótrúlegasta sem sést hefur í lokakeppni stórmóts og þó víðar væri leitað. Van Persie tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann eftir langa sendingu yfir Iker Casillas og í markið með höfrungahoppi. Hreint mögnuð tilþrif hjá honum og hollenska liðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Hollendingar komust alla leið í undanúrslitin en töpuðu þar fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni eftir að þeir unnu Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum. Þeir hirtu bronsið á endanum með 3-0 sigri á særðum Brössum sem voru enn í áfalli eftir 7-1 tapið í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.Mörkin voru glæsileg á HM 2014 í fótbolta en tíu flottust mörkin má sjá með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti