Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 10:17 Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015. Vísir/HEiða Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Eru stjórnarmennirnir í fyrsta og öðru sæti listans yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu í tekjublaðinu. Þriðji stjórnarmaðurinn, Michael Wheeler, er í sjöunda sæti listans með 5,164 milljónir króna í laun á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.Milljarða bónusgreiðslur Í apríl í fyrra var greint frá því að félagið áætlaði að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusgreiðslur að upphæð 22,85 milljónir evra sem samsvaraði þá 2,7 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Glitnis HoldCo voru því einnig með ágætar tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaðinu en Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumanns eignarstýringar félagsins, er þannig í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja með 16,765 milljónir króna í laun á mánuði. Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur félagsins, er síðan næsttekjuhæsti lögfræðingur landsins með 16,105 milljónir króna í mánaðarlaun. Forstjóri Glitnis, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, er svo í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu endurskoðendur landsins með 19,237 milljónir króna í laun á mánuði. Glitnir HoldCo var mikið í fréttum vegna lögbanns sem það fékk í október á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis sem Stundin hafði undir höndum. Hafði blaðið meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og venslamanna hans við Glitni dagana fyrir hrun. Glitnir HoldCo höfðaði staðfestingarmál vegna lögbannsins en tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum þegar Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af lögbannskröfunni. Lögbannið er hins vegar áfram í gildi þar sem Glitnir HoldCo ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um laun forstjóra Glitnis. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Eru stjórnarmennirnir í fyrsta og öðru sæti listans yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu í tekjublaðinu. Þriðji stjórnarmaðurinn, Michael Wheeler, er í sjöunda sæti listans með 5,164 milljónir króna í laun á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Glitnir HoldCo er eignarhaldsfélag sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga sem gerðir voru í árslok 2015.Milljarða bónusgreiðslur Í apríl í fyrra var greint frá því að félagið áætlaði að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusgreiðslur að upphæð 22,85 milljónir evra sem samsvaraði þá 2,7 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn Glitnis HoldCo voru því einnig með ágætar tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaðinu en Snorri Arnar Viðarsson, forstöðumanns eignarstýringar félagsins, er þannig í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu starfsmenn fjármálafyrirtækja með 16,765 milljónir króna í laun á mánuði. Ragnar Björgvinsson, yfirlögfræðingur félagsins, er síðan næsttekjuhæsti lögfræðingur landsins með 16,105 milljónir króna í mánaðarlaun. Forstjóri Glitnis, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi, er svo í efsta sæti listans yfir tekjuhæstu endurskoðendur landsins með 19,237 milljónir króna í laun á mánuði. Glitnir HoldCo var mikið í fréttum vegna lögbanns sem það fékk í október á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis sem Stundin hafði undir höndum. Hafði blaðið meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og venslamanna hans við Glitni dagana fyrir hrun. Glitnir HoldCo höfðaði staðfestingarmál vegna lögbannsins en tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum þegar Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af lögbannskröfunni. Lögbannið er hins vegar áfram í gildi þar sem Glitnir HoldCo ákvað að áfrýja dómnum til Landsréttar. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um laun forstjóra Glitnis.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26 Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Crossfitdrottningin skýtur öðrum ref fyrir rass Crossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er langtekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi ef marka má tekjublað DV sem kom út í dag. 1. júní 2018 08:26
Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15
Tekjur Íslendinga: Hagur Davíðs vænkast á milli ára Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn á ný tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á Íslandi samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar. 1. júní 2018 09:03