13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2018 11:00 Ole Gunnar Solskjær og Ronny Johnsen fagna sigri á Brasilíu á HM 1998. Vísir/Getty Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. Fyrir tuttugu árum síðar var norska landsliðið aftur á móti í allt annarri stöðu. Gullkynslóð íslenska fóboltans hefur komið íslenska liðinu inn á tvö stórmót í röð og bæði EM og HM í fyrsta sinn í sögunni en gullkynslóð norska fótboltalandsliðsins náði sinu mesta afreki á Stade Vélodrome í Marseille 23. júní 1998. Norðmenn höfðu fjórum árum fyrr komist inn í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í 56 ár eða frá árinu 1938. Á leið sinni í lokakeppnina þá sáu Norðmenn meðal annars til þess að enska landsliðið sat eftir heima. Norska liðið hinsvegar lenti í sannkölluðum dauðariðli með Ítalíu, Mexíkó og Írlandi á HM 1994 en tókst að vinna Mexíkó 1-0 í fyrsta leik. Næsti leikur tapaðist hinsvegar 1-0 á móti Ítalíu á marki úr föstu leikatriði. Öll liðin fjögur enduðu síðan með fjögur stig og jafna markatölu en Norðmenn skoruðu bara þetta eitt mark og sátu einir eftir á fæstum mörkum skoruðum. Þeir náðu ekki að skora í síðustu tveimur leikjum sínum og það kom í veg fyrir frekari ævintýri á HM í Bandaríkjunum. Norðmenn mættu hinsvegar reynslunni ríkari fjórum árum síðar og hápunktur norska karlalandsliðsins í fótbolta var án vafa á HM í Frakklandi fyrir tveimur áratugum síðan.Fögnuður Norðmanna var einlægur og ósvikinn.Vísir/GettyKomust í annað sæti FIFA-listans Egil Drillo Olsen var þjálfari norska liðsins frá 1990 til 1998 og byggði upp liðið sem náð hæst í annað sætið á styrkleikalista FIFA. Hann bauð ekki upp á skemmtilegasta fótboltann en árangursríkur var hann. Þegar var komið á HM í Frakklandi 1998 þá voru væntingarnar meiri en fjórum árum fyrr. Liðið var reynslunni ríkari og lykilmenn á besta aldri. Staðan var samt ekki góð eftir tvo fyrstu leikina. Liðið var enn taplaust en hafði gert jafntefli við bæði Marokkó og Skotlandi. Framundan var leikur á móti Brasilíu þar sem líklega aðeins sigur myndi koma liðinu upp úr riðlinum. Brasilíumenn voru ríkjandi heimsmeistarar og búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með markatölunni 5-1. Brasilíumenn voru komnir áfram en buðu samt sem áður ekkert upp á eitthvað varalið í þessum. Ronaldo, Rivaldo, Dunga, Roberto Carlos og Bebeto voru sem dæmi allir á sínum stað.Vísir/GettyBrasilíubaninn Tore André Flo og þjálfarinn felldi tár Norðmenn stóðust pressuna í upphafi leiks en útlitið var svart þegar Bebeto kom Brasilíumönnum yfir á 78. mínútu. Norðmenn voru ekki á því að gefast upp og þeir höfðu sýnt það í fyrri leikjum sínum í keppninni að þær gætu skorað. Það varð líka raunin. Tore André Flo jafnaði metin fimm mínútum síðar og fékk síðan vítspyrnu einni mínútu fyrir leikslok. Úr henni skoraði Kjetil Rekdal og tryggði norska liðinu bæði sigur í leiknum og sæti í sextán liða úrslitunum. „Ég held að við áttum okkur allir á því að það sem gerðist er frekar ótrúlegt,“ sagði Egil Drillo Olsen, þjálfari norska liðsins eftir leik en hann felldi tár í sjónvarpsviðtali strax eftir leikinn. Tore André Flo var mikill Brasilíubani því rúmu ári fyrr hafði hann skorað tvö mörk í 4-2 sigri á Brasilíu í vináttulandsleik á Ullevaal leikvanginum í Osló. Noregur er enn í dag eitt fárra landa í heiminum sem Brasilíumenn hafa aldrei unnið á knattspyrnuvellinum (2 jafntefli og 2 töp).Vísir/GettyBara ein þjóð hefur unnið Noreg á HM „Við töpuðum á réttum tíma,“ sagði Mario Zagallo, þjálfari Brasilíu eftir leikinn. Brasilíumenn rifu sig líka upp eftir þetta tap og fóru alla leið í úrslitaleikinn í keppninni. Þar hlupu þeir hinsvegar á vegg og töpuðu 3-0 á móti heimmönnum í franska landsliðinu. Norska liðið fór þó ekki lengra í keppninni í Frakklandi sumarið 1998 því liðið tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í sextán liða úrslitunum. Norðmenn hafa „bara“ tapað þremur leikjum í úrslitakeppni HM en þau hafa öll komið á móti Ítalíu. Ekkert annað landslið hefur unnið norska karlalandsliðið í úrslitakeppni HM. Þessi leikur á móti Ítalíu markar aftur á móti ákveðin tímamót. Norðmenn hafa ekki komist í úrslitakeppni HM síðan þá á þessum tuttugu árum og eina stórmótið síðan þá var Evrópumótið 2000. Það myndi samt ekki koma okkur Íslendingum mikið á óvart ef Lars Lagerbäck tækist að enda þá bið í undankeppni EM 2020. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Sjá meira
Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. Fyrir tuttugu árum síðar var norska landsliðið aftur á móti í allt annarri stöðu. Gullkynslóð íslenska fóboltans hefur komið íslenska liðinu inn á tvö stórmót í röð og bæði EM og HM í fyrsta sinn í sögunni en gullkynslóð norska fótboltalandsliðsins náði sinu mesta afreki á Stade Vélodrome í Marseille 23. júní 1998. Norðmenn höfðu fjórum árum fyrr komist inn í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í 56 ár eða frá árinu 1938. Á leið sinni í lokakeppnina þá sáu Norðmenn meðal annars til þess að enska landsliðið sat eftir heima. Norska liðið hinsvegar lenti í sannkölluðum dauðariðli með Ítalíu, Mexíkó og Írlandi á HM 1994 en tókst að vinna Mexíkó 1-0 í fyrsta leik. Næsti leikur tapaðist hinsvegar 1-0 á móti Ítalíu á marki úr föstu leikatriði. Öll liðin fjögur enduðu síðan með fjögur stig og jafna markatölu en Norðmenn skoruðu bara þetta eitt mark og sátu einir eftir á fæstum mörkum skoruðum. Þeir náðu ekki að skora í síðustu tveimur leikjum sínum og það kom í veg fyrir frekari ævintýri á HM í Bandaríkjunum. Norðmenn mættu hinsvegar reynslunni ríkari fjórum árum síðar og hápunktur norska karlalandsliðsins í fótbolta var án vafa á HM í Frakklandi fyrir tveimur áratugum síðan.Fögnuður Norðmanna var einlægur og ósvikinn.Vísir/GettyKomust í annað sæti FIFA-listans Egil Drillo Olsen var þjálfari norska liðsins frá 1990 til 1998 og byggði upp liðið sem náð hæst í annað sætið á styrkleikalista FIFA. Hann bauð ekki upp á skemmtilegasta fótboltann en árangursríkur var hann. Þegar var komið á HM í Frakklandi 1998 þá voru væntingarnar meiri en fjórum árum fyrr. Liðið var reynslunni ríkari og lykilmenn á besta aldri. Staðan var samt ekki góð eftir tvo fyrstu leikina. Liðið var enn taplaust en hafði gert jafntefli við bæði Marokkó og Skotlandi. Framundan var leikur á móti Brasilíu þar sem líklega aðeins sigur myndi koma liðinu upp úr riðlinum. Brasilíumenn voru ríkjandi heimsmeistarar og búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með markatölunni 5-1. Brasilíumenn voru komnir áfram en buðu samt sem áður ekkert upp á eitthvað varalið í þessum. Ronaldo, Rivaldo, Dunga, Roberto Carlos og Bebeto voru sem dæmi allir á sínum stað.Vísir/GettyBrasilíubaninn Tore André Flo og þjálfarinn felldi tár Norðmenn stóðust pressuna í upphafi leiks en útlitið var svart þegar Bebeto kom Brasilíumönnum yfir á 78. mínútu. Norðmenn voru ekki á því að gefast upp og þeir höfðu sýnt það í fyrri leikjum sínum í keppninni að þær gætu skorað. Það varð líka raunin. Tore André Flo jafnaði metin fimm mínútum síðar og fékk síðan vítspyrnu einni mínútu fyrir leikslok. Úr henni skoraði Kjetil Rekdal og tryggði norska liðinu bæði sigur í leiknum og sæti í sextán liða úrslitunum. „Ég held að við áttum okkur allir á því að það sem gerðist er frekar ótrúlegt,“ sagði Egil Drillo Olsen, þjálfari norska liðsins eftir leik en hann felldi tár í sjónvarpsviðtali strax eftir leikinn. Tore André Flo var mikill Brasilíubani því rúmu ári fyrr hafði hann skorað tvö mörk í 4-2 sigri á Brasilíu í vináttulandsleik á Ullevaal leikvanginum í Osló. Noregur er enn í dag eitt fárra landa í heiminum sem Brasilíumenn hafa aldrei unnið á knattspyrnuvellinum (2 jafntefli og 2 töp).Vísir/GettyBara ein þjóð hefur unnið Noreg á HM „Við töpuðum á réttum tíma,“ sagði Mario Zagallo, þjálfari Brasilíu eftir leikinn. Brasilíumenn rifu sig líka upp eftir þetta tap og fóru alla leið í úrslitaleikinn í keppninni. Þar hlupu þeir hinsvegar á vegg og töpuðu 3-0 á móti heimmönnum í franska landsliðinu. Norska liðið fór þó ekki lengra í keppninni í Frakklandi sumarið 1998 því liðið tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í sextán liða úrslitunum. Norðmenn hafa „bara“ tapað þremur leikjum í úrslitakeppni HM en þau hafa öll komið á móti Ítalíu. Ekkert annað landslið hefur unnið norska karlalandsliðið í úrslitakeppni HM. Þessi leikur á móti Ítalíu markar aftur á móti ákveðin tímamót. Norðmenn hafa ekki komist í úrslitakeppni HM síðan þá á þessum tuttugu árum og eina stórmótið síðan þá var Evrópumótið 2000. Það myndi samt ekki koma okkur Íslendingum mikið á óvart ef Lars Lagerbäck tækist að enda þá bið í undankeppni EM 2020.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Sjá meira