Elliðaárnar opna í fyrramálið Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2018 17:11 Breiðan gefur oft fyrsta lax ársins í Elliðaánum. Mynd: KL Opnun Elliðaánna verður í fyrramálið 20. Júní og opnar áin eins og venja er klukkan 07:00 af Reykvíkingi ársins. Borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson ásamt Formanni borgarráðs Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur renna síðan fyrir lax í kjölfarið. Opnun ánna verður með hefðbundnum hætti og æskilegt er að mæta við veiðihúsið við árnar laust fyrir klukkan 7 að morgni opnunardagsins, þar sem tekið verður á móti gestum. Nokkuð af laxi er þegar gengin í Elliðaárnar og það má því jafnvel reikna með að það verði líf og fjör við bakkann í fyrramálið. Þeir veiðistaðir sem jafnan gefa fyrsta laxinn eru yfirleitt Breiðan og Fossinn en það er líka töluvert af laxi í Teljarastreng og í Efri Móhyl svo það verður spennandi að sjá hvaðan sá fyrsti kemur upp en að venju er þetta líklega sá lax sem er sá mest myndaði á hverju ári. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Opnun Elliðaánna verður í fyrramálið 20. Júní og opnar áin eins og venja er klukkan 07:00 af Reykvíkingi ársins. Borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson ásamt Formanni borgarráðs Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur renna síðan fyrir lax í kjölfarið. Opnun ánna verður með hefðbundnum hætti og æskilegt er að mæta við veiðihúsið við árnar laust fyrir klukkan 7 að morgni opnunardagsins, þar sem tekið verður á móti gestum. Nokkuð af laxi er þegar gengin í Elliðaárnar og það má því jafnvel reikna með að það verði líf og fjör við bakkann í fyrramálið. Þeir veiðistaðir sem jafnan gefa fyrsta laxinn eru yfirleitt Breiðan og Fossinn en það er líka töluvert af laxi í Teljarastreng og í Efri Móhyl svo það verður spennandi að sjá hvaðan sá fyrsti kemur upp en að venju er þetta líklega sá lax sem er sá mest myndaði á hverju ári.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði