Landsliðsmaðurinn Kári Árnason segir það hafa verið kærkomið að fá grínistina í Mið-Íslandi í heimsókn í gærkvöldi. Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð voru leynigestir í grillveislu landsliðsins og virðast hafa hitt í mark.
Eins og fram hefur komið var mikið skotið á Hannes Þór Halldórsson, markvörð Íslands, en Björn Bragi, góður vinur hans, sagðist hafa verið eini Íslendingurinn á vellinum sem vildi að Messi myndi skora. Þetta öskubuskuævintýri Hannesar þyrfti að fara að enda.
Kári sagði Rúrik Gíslason hafa fengið flest skotin.
„Það var aðallega Rúrik Pálsson eins og þeir kölluðu hann,“ segir Kári. Frægðarsól Rúriks skín skært þessa dagana en fylgjendum hans á Instagram hefur fjölgað úr 30-40 þúsund í 500 þúsund á þremur dögum. Stelpurnar í Suður-Ameríku eru vitlausar í kappann.
Ólafur Ingi Skúlason grínaðist einmitt með það á Instagram í gær að Rúrik hefði skellt sér í flug í loftbelg í gær, til að ná flottri mynd til að auka enn frekar á fylgjendafjöldann.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Langmest skotið á Rúrik Pálsson
Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn



„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn
