Lygileg saga íslensks vegabréfs í Moskvu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 17:00 Þessir Íslendingar voru á meðal á fimmta þúsund sem skelltu sér á leik Íslands gegn Argentínu í gær. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að litla Ísland sé víða, segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Hún hefur verið í því hlutverki að aðstoða íslenska stuðningsmenn eftir þörfum en borgaraþjónustan á Íslandi, sendiráð Íslands í Rússlandi og ríkislögreglustjóri hafa unnið náið saman og tekið á því sem upp hefur komið. „Þær hafa verið algjörlega minimal aðgerðirnar sem við höfum þurft að fara út í,“ segir Þurý. Helst hafi borið á því að fólk hafi glatað vegabréfi sínu. Fjöldinn sé þó líklega innan við tíu manns. Glati fólk vegabréfi sínu getur það haft samband við sendiráð Íslands í Moskvu og fengið útvegið neyðarvegabréf.Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/VilhelmMálum bjargað á methraða „Það hefur verið hægt að bregðast mjög hratt og örugglega við því þegar eitthvað hefur komið upp á,“ segir Þurý. Fjöldi Íslendinga hélt heim í morgun og í þeim hópi voru vegabréfalausir einstaklingar. Þurý segir Hafrúnu Stefánsdóttur, starfsmann sendiráðsins hér úti, hafa bjargað þeim málum á núll einni. „Allir sem voru á leið úr landi í morgun og höfðu glatað vegabréfinu sínu komust samt úr landi,“ segir Þurý. Almennt séu slík skilríki ekki tekin gild en í ljósi aðstæðna, og að Rússar hafa engan sérstakan áhuga á að sitja uppi stuðningsmenn, hafi þau verið tekin gild. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Þurý og nefnir lygilega sögu af vegabréfi sem Íslendingur glataði í vikunni.Þessir voru í banastuði í risapartýi Tólfunnar í gærkvöldi, eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi„Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu“ „Við fengum símtal á föstudaginn frá Íslendingi sem hafði glatað vegabréfinu sínu. Hann var ekki að fara heim fyrr en í dag,“ segir Þurý en aðstoða átti manninn með neyðarvegabréfi. Nema að í millitíðinni voru aðrir íslenskir stuðningsmenn á ferðalagi um Moskvu, þessa risastóru borg sem telur þrettán milljónir manna og mun meira ef allt er meðtalið, í leigubíl í borginni. „Leigubílstjórinn spyr þau hvort þau séu íslensk, sem þau játtu. Þá segist hann hafa fengið gest í bílinn sem gleymdi vegabréfinu sínu. Hann bað fólkið um að koma því til skila,“ segir Þurý. „Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu?“ Fólkið hafði samband við sendiráðið og vegabréfið komst til skila. Eðli málsins samkvæmt var eigandi vegabréfsins sáttur og telja má kraftaverki líkast að það hafi komið í leitirnar. Íbúafjöldi í Moskvu er helmingi meiri en í London og fjórum sinnum meiri en í Berlín. Risaborg, sú næstfjölmennasta í Evrópu á eftir Istanbúl. „Litla Ísland er víða,“ segir Þurý. Hún þakkar góðum undirbúningi fyrir hve vel hafi gengið. „Við undirbúum okkur rosalega þegar svona mikill fjöldi er að fara utan, og erum við öllu búin.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Það er óhætt að segja að litla Ísland sé víða, segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Hún hefur verið í því hlutverki að aðstoða íslenska stuðningsmenn eftir þörfum en borgaraþjónustan á Íslandi, sendiráð Íslands í Rússlandi og ríkislögreglustjóri hafa unnið náið saman og tekið á því sem upp hefur komið. „Þær hafa verið algjörlega minimal aðgerðirnar sem við höfum þurft að fara út í,“ segir Þurý. Helst hafi borið á því að fólk hafi glatað vegabréfi sínu. Fjöldinn sé þó líklega innan við tíu manns. Glati fólk vegabréfi sínu getur það haft samband við sendiráð Íslands í Moskvu og fengið útvegið neyðarvegabréf.Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/VilhelmMálum bjargað á methraða „Það hefur verið hægt að bregðast mjög hratt og örugglega við því þegar eitthvað hefur komið upp á,“ segir Þurý. Fjöldi Íslendinga hélt heim í morgun og í þeim hópi voru vegabréfalausir einstaklingar. Þurý segir Hafrúnu Stefánsdóttur, starfsmann sendiráðsins hér úti, hafa bjargað þeim málum á núll einni. „Allir sem voru á leið úr landi í morgun og höfðu glatað vegabréfinu sínu komust samt úr landi,“ segir Þurý. Almennt séu slík skilríki ekki tekin gild en í ljósi aðstæðna, og að Rússar hafa engan sérstakan áhuga á að sitja uppi stuðningsmenn, hafi þau verið tekin gild. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Þurý og nefnir lygilega sögu af vegabréfi sem Íslendingur glataði í vikunni.Þessir voru í banastuði í risapartýi Tólfunnar í gærkvöldi, eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi„Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu“ „Við fengum símtal á föstudaginn frá Íslendingi sem hafði glatað vegabréfinu sínu. Hann var ekki að fara heim fyrr en í dag,“ segir Þurý en aðstoða átti manninn með neyðarvegabréfi. Nema að í millitíðinni voru aðrir íslenskir stuðningsmenn á ferðalagi um Moskvu, þessa risastóru borg sem telur þrettán milljónir manna og mun meira ef allt er meðtalið, í leigubíl í borginni. „Leigubílstjórinn spyr þau hvort þau séu íslensk, sem þau játtu. Þá segist hann hafa fengið gest í bílinn sem gleymdi vegabréfinu sínu. Hann bað fólkið um að koma því til skila,“ segir Þurý. „Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu?“ Fólkið hafði samband við sendiráðið og vegabréfið komst til skila. Eðli málsins samkvæmt var eigandi vegabréfsins sáttur og telja má kraftaverki líkast að það hafi komið í leitirnar. Íbúafjöldi í Moskvu er helmingi meiri en í London og fjórum sinnum meiri en í Berlín. Risaborg, sú næstfjölmennasta í Evrópu á eftir Istanbúl. „Litla Ísland er víða,“ segir Þurý. Hún þakkar góðum undirbúningi fyrir hve vel hafi gengið. „Við undirbúum okkur rosalega þegar svona mikill fjöldi er að fara utan, og erum við öllu búin.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira