Leigubíl ekið á gangandi vegfarendur í Moskvu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2018 20:54 Skjáskot úr öryggismyndavél á svæðinu. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna er staddur í Moskvu um þessar mundir vegna HM. Vísir/AFP Átta eru slasaðir eftir að leigubílstjóri ók á hóp gangandi vegfarenda í miðborg Moskvu í dag. Á meðal hinna slösuðu eru mexíkóskir knattspyrnuaðdáendur sem staddir eru í borginni til að fylgjast með heimsmeistaramótinu sem þar fer fram. Í myndskeiði úr öryggismyndavélum á svæðinu sést að ökumaðurinn tók skarpa beygju út úr bílaröð og ók bílnum upp á gangstétt. Bílstjórinn flúði vettvang en nokkrir vegfarendur veittu honum eftirför, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Moskvu er leigubílstjórinn 28 ára karlmaður frá Kirgistan. Þá fer tvennum sögum af tildrögum atviksins, borgarstjóri Moskvu sagði manninn hafa misst stjórn á bílnum en heimildarmenn rússneskra miðla segja hann hafa sofnað við stýri. Eins og áður sagði fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu nú fram í Rússlandi og spilaði Ísland sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Yfirvöld í landinu hafa heitið stóraukinni öryggisgæslu í öllum borgum vegna HM.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar bílnum var keyrt á fólkið. Rétt er að vara við myndbandinu en efni þess kann að vekja óhug hjá einhverjum lesenda.Video of today's incident in #Moscow, #Russia, in which a taxi vehicle rammed into pedestrians on the sidewalk: pic.twitter.com/6IQ6GOuZic— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 16, 2018 Kirgistan Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Átta eru slasaðir eftir að leigubílstjóri ók á hóp gangandi vegfarenda í miðborg Moskvu í dag. Á meðal hinna slösuðu eru mexíkóskir knattspyrnuaðdáendur sem staddir eru í borginni til að fylgjast með heimsmeistaramótinu sem þar fer fram. Í myndskeiði úr öryggismyndavélum á svæðinu sést að ökumaðurinn tók skarpa beygju út úr bílaröð og ók bílnum upp á gangstétt. Bílstjórinn flúði vettvang en nokkrir vegfarendur veittu honum eftirför, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Moskvu er leigubílstjórinn 28 ára karlmaður frá Kirgistan. Þá fer tvennum sögum af tildrögum atviksins, borgarstjóri Moskvu sagði manninn hafa misst stjórn á bílnum en heimildarmenn rússneskra miðla segja hann hafa sofnað við stýri. Eins og áður sagði fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu nú fram í Rússlandi og spilaði Ísland sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Yfirvöld í landinu hafa heitið stóraukinni öryggisgæslu í öllum borgum vegna HM.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar bílnum var keyrt á fólkið. Rétt er að vara við myndbandinu en efni þess kann að vekja óhug hjá einhverjum lesenda.Video of today's incident in #Moscow, #Russia, in which a taxi vehicle rammed into pedestrians on the sidewalk: pic.twitter.com/6IQ6GOuZic— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 16, 2018
Kirgistan Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira