Íslenski fjölmiðlahópurinn er stór á HM í Rússlandi og Rússarnir eru ekkert að slaka á reglunum.
Í Sumarmessunni í kvöld var að sjálfsögðu farið í liðinn Rússneska mínútan en í kvöld var það Henry Birgir Gunnarssson sem tók okkur í gegnum mínútuna.
Íslenski hópurinn reyndi að næla sér í SIM-kort á dögunum til þess að vera við öllu búnir í Rússlandi en það var hægara sagt en gert.
Afraksturinn má sjá hér að ofan en sjón er sögu ríkari.
