Veiðitölur vikunnar komnar Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2018 09:53 Nú eru árnar að opna hver af annari og þá fer að verða gaman að uppfæra vikulegar veiðitölur en þær fyrstu eru komnar í hús. Landssamband veiðifélaga heldur utan um samantekt á veiðitölum úr flestum ánum og þar má sjá heildarveiði og vikuveiði ásamt fróðleik um árnar sjálfar. Það eru ekki margar ár komnar inn á listann eins og er enda tímabilið nýhafið en heildarveiðin í þeim ám sem eru komnar er sem segir. Urriðafoss 211 laxar Norðurá 95 laxar Blanda 52 laxar Þessar tölur gefa ekki beint rétta mynd heldur af neinu því aðstæður í þessum þremur ám hafa verið afar erfiðar. Mikið vatn og litað í Þjórsá og Blöndu. Norðurá er í ca. 30 rúmmetrum og það hefur verið bæði kalt og hvasst við ánna síðustu daga. Ástandið í Þverá er betra en hún er líklega að detta í 100 laxa fljótlega eftir frábæra opnun. Þar er gott vatn og lax að ganga í góðum skilyrðum. Hún er þó ekki á listanum en verður það með uppfærðum veiðitölum í næstu viku. Til að skoða listann í heild sinni í sumar þá má finna hann á www.angling.is Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Nú eru árnar að opna hver af annari og þá fer að verða gaman að uppfæra vikulegar veiðitölur en þær fyrstu eru komnar í hús. Landssamband veiðifélaga heldur utan um samantekt á veiðitölum úr flestum ánum og þar má sjá heildarveiði og vikuveiði ásamt fróðleik um árnar sjálfar. Það eru ekki margar ár komnar inn á listann eins og er enda tímabilið nýhafið en heildarveiðin í þeim ám sem eru komnar er sem segir. Urriðafoss 211 laxar Norðurá 95 laxar Blanda 52 laxar Þessar tölur gefa ekki beint rétta mynd heldur af neinu því aðstæður í þessum þremur ám hafa verið afar erfiðar. Mikið vatn og litað í Þjórsá og Blöndu. Norðurá er í ca. 30 rúmmetrum og það hefur verið bæði kalt og hvasst við ánna síðustu daga. Ástandið í Þverá er betra en hún er líklega að detta í 100 laxa fljótlega eftir frábæra opnun. Þar er gott vatn og lax að ganga í góðum skilyrðum. Hún er þó ekki á listanum en verður það með uppfærðum veiðitölum í næstu viku. Til að skoða listann í heild sinni í sumar þá má finna hann á www.angling.is
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði