Emil: Býst við stærra hlutverki núna en á EM Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 09:30 Emil Hallfreðsson er líklegur í íslenska byrjunarliðið á móti Argentínu. vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur á undanförnum misserum alltaf fengið stærra og stærra hlutverk í liðinu eftir að hann þurfti að dúsa mikið á bekknum og var í hreinskilni sagt ekki með stórt hlutverk. Emil, sem hóf feril sinn sem kantmaður, kom mjög oft inn á kantinn í leikjum þrátt fyrir að hann hættur að spila þá stöðu með félagsliði sínu fyrir löngu. Eðli málsins samkvæmt skilaði hann ekki alltaf jafngóðu starfi þar og í sinni stöðu sem er á miðjunni. Hafnfirðingurinn kom aðeins inn á í einum leik á EM fyrir tveimur árum en það var einmitt á vænginn á móti Ungverjalandi. Innkoman var ekkert sérstök og spilaði Emil ekki fleiri mínútur á mótinu. Eftir að hann fór að spila meira á miðjunni fóru hlutirnir að líta betur út hjá honum í landsliðinu.Emil Hallfreðsson kom við sögu í einum leik á EM en hugsar ekki mikið til baka.vísir/vilhelm„Mér hefur gengið mun betur eftir að ég fékk að spila á miðjunni undanfarin tvö ár. Ég spilaði ekki mikið á EM en það er bara eins og það var. Ég er löngu kominn yfir það og ekkert pælt í því í tvö ár,“ segir Emil sem er mjög líklegur til að vera í byrjunarliðinu á móti Argentínu, hvort sem að Aron Einar er meiddur eða ekki. „Staðan hjá mér núna er vissulega öðruvísi. Ég vona og býst við því að fá aðeins stærra hlutverk en á EM. Þetta er bara spennandi enda er maður fyrir löngu byrjaður að undirbúa sig fyrir þetta,“ segir hann. Það styttist í stóru stundina í Moskvu en strákarnir okkar ganga út á Spartak-völlinn klukkan 16.00 að staðartíma á laugardaginn og hefja leik á HM. Undirbúningur er á fullu hjá okkar mönnum. „Við erum búnir að taka nokkra fundi fyrir Argentínuleikinn og fórum yfir það aftur í gær. Við fórum létt yfir þá heima á Íslandi og svo aftur hérna. Menn eru orðnir innstillir á þann leik og hvernig við ætlum að fara í það verkefni,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00 Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30 Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur á undanförnum misserum alltaf fengið stærra og stærra hlutverk í liðinu eftir að hann þurfti að dúsa mikið á bekknum og var í hreinskilni sagt ekki með stórt hlutverk. Emil, sem hóf feril sinn sem kantmaður, kom mjög oft inn á kantinn í leikjum þrátt fyrir að hann hættur að spila þá stöðu með félagsliði sínu fyrir löngu. Eðli málsins samkvæmt skilaði hann ekki alltaf jafngóðu starfi þar og í sinni stöðu sem er á miðjunni. Hafnfirðingurinn kom aðeins inn á í einum leik á EM fyrir tveimur árum en það var einmitt á vænginn á móti Ungverjalandi. Innkoman var ekkert sérstök og spilaði Emil ekki fleiri mínútur á mótinu. Eftir að hann fór að spila meira á miðjunni fóru hlutirnir að líta betur út hjá honum í landsliðinu.Emil Hallfreðsson kom við sögu í einum leik á EM en hugsar ekki mikið til baka.vísir/vilhelm„Mér hefur gengið mun betur eftir að ég fékk að spila á miðjunni undanfarin tvö ár. Ég spilaði ekki mikið á EM en það er bara eins og það var. Ég er löngu kominn yfir það og ekkert pælt í því í tvö ár,“ segir Emil sem er mjög líklegur til að vera í byrjunarliðinu á móti Argentínu, hvort sem að Aron Einar er meiddur eða ekki. „Staðan hjá mér núna er vissulega öðruvísi. Ég vona og býst við því að fá aðeins stærra hlutverk en á EM. Þetta er bara spennandi enda er maður fyrir löngu byrjaður að undirbúa sig fyrir þetta,“ segir hann. Það styttist í stóru stundina í Moskvu en strákarnir okkar ganga út á Spartak-völlinn klukkan 16.00 að staðartíma á laugardaginn og hefja leik á HM. Undirbúningur er á fullu hjá okkar mönnum. „Við erum búnir að taka nokkra fundi fyrir Argentínuleikinn og fórum yfir það aftur í gær. Við fórum létt yfir þá heima á Íslandi og svo aftur hérna. Menn eru orðnir innstillir á þann leik og hvernig við ætlum að fara í það verkefni,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00 HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00 Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30 Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Ólafur Ingi Skúlason segir æfingarnar betri í Gelendzikh völlurinn er svo rosalega góður. 15. júní 2018 08:00
HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng. 15. júní 2018 09:00
Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu Dæmdi leik Íslands og Austurríkis á EM fyrir tveimur árum. 15. júní 2018 08:30
Bein útsending: Blaðamannafundur Arons og Heimis fyrir Argentínuleikinn Innan við sólarhringur í leikinn á Spartak leikvanginum. 15. júní 2018 10:15