„Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. júní 2018 21:30 Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. Fulltrúaráð ákvað á aukafundi sínum í gær að víkja Páli Magnússyni úr ráðinu. Formaður ráðsins segir að óskað hafi verið eftir stuðningi hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en hann hafi ekki fengist. „Og þegar fjölmiðlar inntu hann eftir því hvort hann styddi framboðið þá gat hann ekki svarað því og við teljum það brot á trausti og getum ekki stutt mann sem getur ekki lýst því yfir að styðja okkur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Skjáskot/Stöð 2Sjá einnig: Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgðPáll segist hafa verið með heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga. Eftir að flokkurinn klofnaði út af deilum um hvort halda ætti prófkjör eða ekki, hafi verið ljóst að 30-40 prósent Sjálfstæðismanna myndu styðja klofningsframboðið, H-listann. „Ég leit á það sem skyldu mína sem oddviti að laða þetta fólk sem er í grundvallaratriðum Sjálfstæðismenn aftur til flokksins fyrir næstu kosningar og það taldi ég mig best gera með því að halda mig til hlés í þessari kosningabaráttu.“ Flokksmenn H-listans vildu halda prófkjör og það vildi Páll Magnússon líka. „Sökin á því að flokkurinn klofnaði sem síðan leiddi til þess að þessi öruggi meirhluti tapaðist liggur hjá þeim sem fóru með ferðina á því hvernig þessi listi var búinn til. Sú skoðun hefur legið fyrir frá því fyrir áramót.“Páll Magnússon segist hafa haft heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga.Vísir/vilhelmÞessi stuðningur Páls við prófkjör hefur vakið upp gremju. „Það eru meiningar um að Páll hafi haft áhrif sem varð til þess að við fengum mótframboð,“ segir Jarl. Páll hafnar því algjörlega að hafa stutt H-listann og segir yfirlýsingu fulltrúaráðsins samda af vanstillingu, sem komi til vegna taps flokksins í kosningunum. „Þetta hefur skilið eftir sig örvæntingu og reiði að mínu viti, hjá þeim sem bera ábyrgð á því að svona fór og þeir eru að reyna að finna sökina í þessu hjá mér og kannski einhverjum öðrum. Síst hjá sjálfum sér þó, þar sem hún raunverulega liggur.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. Fulltrúaráð ákvað á aukafundi sínum í gær að víkja Páli Magnússyni úr ráðinu. Formaður ráðsins segir að óskað hafi verið eftir stuðningi hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en hann hafi ekki fengist. „Og þegar fjölmiðlar inntu hann eftir því hvort hann styddi framboðið þá gat hann ekki svarað því og við teljum það brot á trausti og getum ekki stutt mann sem getur ekki lýst því yfir að styðja okkur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Skjáskot/Stöð 2Sjá einnig: Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgðPáll segist hafa verið með heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga. Eftir að flokkurinn klofnaði út af deilum um hvort halda ætti prófkjör eða ekki, hafi verið ljóst að 30-40 prósent Sjálfstæðismanna myndu styðja klofningsframboðið, H-listann. „Ég leit á það sem skyldu mína sem oddviti að laða þetta fólk sem er í grundvallaratriðum Sjálfstæðismenn aftur til flokksins fyrir næstu kosningar og það taldi ég mig best gera með því að halda mig til hlés í þessari kosningabaráttu.“ Flokksmenn H-listans vildu halda prófkjör og það vildi Páll Magnússon líka. „Sökin á því að flokkurinn klofnaði sem síðan leiddi til þess að þessi öruggi meirhluti tapaðist liggur hjá þeim sem fóru með ferðina á því hvernig þessi listi var búinn til. Sú skoðun hefur legið fyrir frá því fyrir áramót.“Páll Magnússon segist hafa haft heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga.Vísir/vilhelmÞessi stuðningur Páls við prófkjör hefur vakið upp gremju. „Það eru meiningar um að Páll hafi haft áhrif sem varð til þess að við fengum mótframboð,“ segir Jarl. Páll hafnar því algjörlega að hafa stutt H-listann og segir yfirlýsingu fulltrúaráðsins samda af vanstillingu, sem komi til vegna taps flokksins í kosningunum. „Þetta hefur skilið eftir sig örvæntingu og reiði að mínu viti, hjá þeim sem bera ábyrgð á því að svona fór og þeir eru að reyna að finna sökina í þessu hjá mér og kannski einhverjum öðrum. Síst hjá sjálfum sér þó, þar sem hún raunverulega liggur.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02