Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 14:15 Frederik Schram á markmannsæfingu á æfingasvæðinu í Kabardinka. Vísir/Vilhelm Markvörðurinn Frederik Schram hefur aldrei búið á Íslandi. Hann hefur hins vegar spilað sextán sinnum fyrir Íslands hönd, fjórum sinnum með A-liðinu og tólf sinnum með yngri landsliðum. Hann segir það aldrei hafa verið neitt val að velja Ísland þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf. Að spila fyrir Ísland væri draumur og nú er hann að reyna að ná tökum á íslenskunni. Blaðamaður ræddi við Frederik á ensku sem hann talar með hefðbundnum dönskum hreim. Hann skaut þó inn einu og einu orði á íslensku sem birtast í gæsalöppum hér að neðan. „Ég skil meira og meira og mér finnst þetta ganga frekar vel. Ég er með „kennslubók“ og er að reyna að bæta mig dag frá degi. Læra orð en það er erfitt að „beygja orðin“. Tungumálið er mjög erfitt að læra en ég ætla að læra það. Ég geri mitt besta og auðvitað eru allir í kringum mig að tala íslensku. Ég heyri hana stöðugt, reyni að tala en svo gríp ég í enskuna þegar flóknari hlutir eru til umræður. En annars reyni ég eins og ég get.“ En hver ætli sé besti kennarinn í hópnum? Ragnar Sigurðsson fyrir miðju á tali við Emil Hallfreðsson.Vísir/Vilhelm„Raggi er mjög góður í tungumálum, ekki aðeins íslensku heldur talar hann reiprennandi sænsku og dönsku og farinn að tala rússnesku. Rúrik og núna Samúel Kári sem ég hef verið herbergisfélagi með. Hann flettir í gegnum kennslubókina með mér og reynir að kenna mér.“ Frederik hefur búið í Danmörku allt sitt líf. Móðir hans er íslensk og faðir hans danskur. „Já, en ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. Svo það er alltaf auðveldara að skilja afa. Mamma talar reiprennandi íslensku en kenndi mér aldrei. Svoleiðis er þetta og nú verð ég bara að læra íslenskunna eins vel og ég get.“ Flest samskipti þjálfarateymisins við leikmennina fara fram á íslensku hvort sem er á æfingum eða fundum utan æfingatíma. Heimir Hallgrímsson þungt svæði á æfingasvæðinu hjá landsliðinu.Vísir/Vilhelm„Á fundunum skil ég svo til allt. Fótboltamál er eitthvað sem maður lærir hratt og það skil ég best. Það er ekkert vandamál.“ Það sé ekki þannig að eftir hvern fund, þegar Heimir spyrji hvort það séu einhverjar spurningar, að Frederik sé eitt stórt spurningamerki með hönd á lofti. „Ég hef bætt mig mjög mikið og skil í rauninni allt á fundunum. Auðvitað er eitt og eitt orð sem ég skil ekki og þá hugsa ég „hvaða helvítis orð er þetta?“ en þá get ég bara spurt eftir fundinn. En annars skil ég allt.“Frederik Schram spyrnir á æfingu landsliðsins.Vísir/VilhelmUm ákvörðunina að spila fyrir Ísland en ekki Danmörku segir kappinn: „Þetta var aldrei erfið ákvörðun. Ég hef alltaf verið íslenskur,“ segir Frederik og minnir á landsleiki sína fyrir yngri landsliðin þar sem sérstaklega gaman hafi verið að mæta Danmörku, og sigri Dani. „Þegar ég var fjórtán eða fimmtán fór ég á æfingar til að komast í 17 ára hópinn hjá KSÍ. Þetta hefur aldrei verið spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera í hópnum.“ En er þetta eins og draumur hérna úti? „Það er pínu erfitt að átta sig á því að maður er hérna. En maður verður bara að gera sitt besta og njóta hvers dags. Þá getur maður vonandi síðar meir litið til baka og átt góða minningu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Markvörðurinn Frederik Schram hefur aldrei búið á Íslandi. Hann hefur hins vegar spilað sextán sinnum fyrir Íslands hönd, fjórum sinnum með A-liðinu og tólf sinnum með yngri landsliðum. Hann segir það aldrei hafa verið neitt val að velja Ísland þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf. Að spila fyrir Ísland væri draumur og nú er hann að reyna að ná tökum á íslenskunni. Blaðamaður ræddi við Frederik á ensku sem hann talar með hefðbundnum dönskum hreim. Hann skaut þó inn einu og einu orði á íslensku sem birtast í gæsalöppum hér að neðan. „Ég skil meira og meira og mér finnst þetta ganga frekar vel. Ég er með „kennslubók“ og er að reyna að bæta mig dag frá degi. Læra orð en það er erfitt að „beygja orðin“. Tungumálið er mjög erfitt að læra en ég ætla að læra það. Ég geri mitt besta og auðvitað eru allir í kringum mig að tala íslensku. Ég heyri hana stöðugt, reyni að tala en svo gríp ég í enskuna þegar flóknari hlutir eru til umræður. En annars reyni ég eins og ég get.“ En hver ætli sé besti kennarinn í hópnum? Ragnar Sigurðsson fyrir miðju á tali við Emil Hallfreðsson.Vísir/Vilhelm„Raggi er mjög góður í tungumálum, ekki aðeins íslensku heldur talar hann reiprennandi sænsku og dönsku og farinn að tala rússnesku. Rúrik og núna Samúel Kári sem ég hef verið herbergisfélagi með. Hann flettir í gegnum kennslubókina með mér og reynir að kenna mér.“ Frederik hefur búið í Danmörku allt sitt líf. Móðir hans er íslensk og faðir hans danskur. „Já, en ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. Svo það er alltaf auðveldara að skilja afa. Mamma talar reiprennandi íslensku en kenndi mér aldrei. Svoleiðis er þetta og nú verð ég bara að læra íslenskunna eins vel og ég get.“ Flest samskipti þjálfarateymisins við leikmennina fara fram á íslensku hvort sem er á æfingum eða fundum utan æfingatíma. Heimir Hallgrímsson þungt svæði á æfingasvæðinu hjá landsliðinu.Vísir/Vilhelm„Á fundunum skil ég svo til allt. Fótboltamál er eitthvað sem maður lærir hratt og það skil ég best. Það er ekkert vandamál.“ Það sé ekki þannig að eftir hvern fund, þegar Heimir spyrji hvort það séu einhverjar spurningar, að Frederik sé eitt stórt spurningamerki með hönd á lofti. „Ég hef bætt mig mjög mikið og skil í rauninni allt á fundunum. Auðvitað er eitt og eitt orð sem ég skil ekki og þá hugsa ég „hvaða helvítis orð er þetta?“ en þá get ég bara spurt eftir fundinn. En annars skil ég allt.“Frederik Schram spyrnir á æfingu landsliðsins.Vísir/VilhelmUm ákvörðunina að spila fyrir Ísland en ekki Danmörku segir kappinn: „Þetta var aldrei erfið ákvörðun. Ég hef alltaf verið íslenskur,“ segir Frederik og minnir á landsleiki sína fyrir yngri landsliðin þar sem sérstaklega gaman hafi verið að mæta Danmörku, og sigri Dani. „Þegar ég var fjórtán eða fimmtán fór ég á æfingar til að komast í 17 ára hópinn hjá KSÍ. Þetta hefur aldrei verið spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera í hópnum.“ En er þetta eins og draumur hérna úti? „Það er pínu erfitt að átta sig á því að maður er hérna. En maður verður bara að gera sitt besta og njóta hvers dags. Þá getur maður vonandi síðar meir litið til baka og átt góða minningu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira