Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 09:01 Max Verstappen hafði ástæðu til að brosa eftir fyrsta sigur tímabilsins. Hann keyrði frábærlega alla helgina. Getty/Mark Thompson Red Bull maðurinn Max Verstappen vann Japanskappaksturinn í formúlu 1 í nótt en þetta var fyrsti sigur hollenska heimsmeistarans á tímabilinu. Verstappen hafði betur eftir hörkukeppni við McLaren mennina Lando Norris og Oscar Piastri sem báðir höfðu unnið eina keppni hvor fyrr á tímabilinu. Sigurinn heimsmeistarans þýðir að nú er Verstappen aðeins einu stig á eftir Lando Norris í keppni ökumann eftir þrjár fyrstu keppnir tímabilsins. Just ONE POINT separates Lando and Max at the top of the championship 🤏1️⃣ Norris: 62 points2️⃣ Verstappen: 61 points3️⃣ Piastri: 49 points#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/eFj3UszKKC— Formula 1 (@F1) April 6, 2025 Verstappen kann mjög vel við sig á Suzuka brautinni því hann hefur nú unnið þar fjögur ár í röð. Verstappen hélt líka haus undir mikilli pressu. Hann tryggði sér ráspólinn með mögnuðum lokahring í tímatökunni og var síðan með Norris nartandi í hælana á honum alla keppnina. McLaren óttaðist að það yrði erfitt að komast fram úr Verstappen og það varð líka raunin. Það gekk þó mikið á í einu stoppinu þar sem þeir Verstappen og Norris komu inn með aðeins einnar og hálfrar sekúndu millibili. Aðstoðarmenn Norris voru sekúndu sneggri að klára bílinn og þá hófst hörð keppni að komast fyrr út. Verstappen tókst að halda sinni línu og þetta endaði með að Norris keyrði sinn bíl út á gras. Max Verstappen grínaðist með þetta eftir keppnina. „Þetta er ansi dýr sláttuvél,“ sagði Verstappen þegar hann horfði á atvikið með Norris. Hollendingurinn var líka mjög kátur í bílnum rétt eftir að hann kom fyrstur í marki. „Við gefumst aldrei upp og gerum þetta saman. Ótrúlegt. Þvílík helgi fyrir okkur,“ sagði Verstappen. „Þetta var erfitt en það var líka mjög gaman á brautinni. Ég er ótrúlega ánægður. Bílinn var í frábæru formi í dag og það að ná ráspólnum gerði þetta mögulegt. Þetta skiptir mig miklu og það er frábært að geta unnið fyrir Honda í Japan,“ sagði Verstappen. Piastri varð þriðji og Ferrari maðurinn Charles Leclerc náði fjórða sætinu en var samt sextán sekúndum frá verðlaunapallinum. George Russell tók fimmta sætið og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Andrea Kimi Antonelli, varð sjötti. Lewis Hamilton hjá Ferrari var áttundi á ráspól en tókst að hækka sig upp um eitt sæti í það sjöunda. Bringing in the points 🔥Here's your top ten from today's Japanese Grand Prix 🇯🇵#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/PEBox1K0kc— Formula 1 (@F1) April 6, 2025 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Verstappen hafði betur eftir hörkukeppni við McLaren mennina Lando Norris og Oscar Piastri sem báðir höfðu unnið eina keppni hvor fyrr á tímabilinu. Sigurinn heimsmeistarans þýðir að nú er Verstappen aðeins einu stig á eftir Lando Norris í keppni ökumann eftir þrjár fyrstu keppnir tímabilsins. Just ONE POINT separates Lando and Max at the top of the championship 🤏1️⃣ Norris: 62 points2️⃣ Verstappen: 61 points3️⃣ Piastri: 49 points#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/eFj3UszKKC— Formula 1 (@F1) April 6, 2025 Verstappen kann mjög vel við sig á Suzuka brautinni því hann hefur nú unnið þar fjögur ár í röð. Verstappen hélt líka haus undir mikilli pressu. Hann tryggði sér ráspólinn með mögnuðum lokahring í tímatökunni og var síðan með Norris nartandi í hælana á honum alla keppnina. McLaren óttaðist að það yrði erfitt að komast fram úr Verstappen og það varð líka raunin. Það gekk þó mikið á í einu stoppinu þar sem þeir Verstappen og Norris komu inn með aðeins einnar og hálfrar sekúndu millibili. Aðstoðarmenn Norris voru sekúndu sneggri að klára bílinn og þá hófst hörð keppni að komast fyrr út. Verstappen tókst að halda sinni línu og þetta endaði með að Norris keyrði sinn bíl út á gras. Max Verstappen grínaðist með þetta eftir keppnina. „Þetta er ansi dýr sláttuvél,“ sagði Verstappen þegar hann horfði á atvikið með Norris. Hollendingurinn var líka mjög kátur í bílnum rétt eftir að hann kom fyrstur í marki. „Við gefumst aldrei upp og gerum þetta saman. Ótrúlegt. Þvílík helgi fyrir okkur,“ sagði Verstappen. „Þetta var erfitt en það var líka mjög gaman á brautinni. Ég er ótrúlega ánægður. Bílinn var í frábæru formi í dag og það að ná ráspólnum gerði þetta mögulegt. Þetta skiptir mig miklu og það er frábært að geta unnið fyrir Honda í Japan,“ sagði Verstappen. Piastri varð þriðji og Ferrari maðurinn Charles Leclerc náði fjórða sætinu en var samt sextán sekúndum frá verðlaunapallinum. George Russell tók fimmta sætið og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Andrea Kimi Antonelli, varð sjötti. Lewis Hamilton hjá Ferrari var áttundi á ráspól en tókst að hækka sig upp um eitt sæti í það sjöunda. Bringing in the points 🔥Here's your top ten from today's Japanese Grand Prix 🇯🇵#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/PEBox1K0kc— Formula 1 (@F1) April 6, 2025
Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira