Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 14:00 Frederik Schram á landsliðsæfingu í dag. vísri/vilhelm Frederik Schram, danski Íslendingurinn í landsliðinu í fótbolta, er mættur á HM ásamt strákunum okkar en hann berst um varamarkvarðarstöðuna við Rúnar Alex Rúnarsson. Strákarnir hafa notið sín á fyrstu dögunum í Gelendzhik en æfingasvæði í Kabardinka er með flottasta móti og völlurinn alveg frábær. „Hingað til hafa æfingar verið góðar og aðstæður frábærar þannig þetta er allt í topp málum,“ segir Frederik á frábærri ensku. Hann vill frekar tala ensku í lengri viðtölum en hann verður betri í íslensku með hverjum deginum.Frederik Schram á æfingu með Rúnari Alex.vísir/vilhelmBara jákvæðir hlutir Eins og greint var frá í gær fundaði Hannes Þór Halldórsson með íslenska markvarðateyminum því honum fannst ansi þungt yfir mönnum á æfingum. Rúnar Alex talaði einnig um fundinn í fyrr í dag en hvað fannst Frederik? „Hannes kom að máli við okkur og sagði við Gumma, Alex og mig að við þurfum að njóta þess að vera hérna. Þetta er stærsta mót heims og því þurfum við að sýna að við höfum gaman að því að vera hérna. Hann sagði bara jákvæða hluti,“ segir Frederik. „Við hlökkum allir til fyrsta leiksins. Við æfum vel og reynum að halda gleðinni. Stemningin og orkan hefur verið mikil í herbúðum markvarðanna og vonandi verður það þannig áfram,“ segir hann. Frederik gerði slæm mistök í vináttuleiknum á móti Noregi á dögunum þegar að hann reyndi að leika á framherja gestanna með þeim afleiðingum að boltinn var hirtur af honum og settur í netið. Nóttin eftir mistökin var erfið.Hannes Þór fór aðeins yfir málin með strákunum.vísri/vilhelmSvaf lítið „Augljóslega svaf ég ekki vel því þetta voru stór mistök. Þetta var stórt fyrir mig því ég vildi sýna hversu góður ég er. Maður fær bara 90 mínútur í einu til að sýna sig og ef þú gerir það ekki er það næsti leikur,“ segir Frederik. „Svona er lífið sem markvörður og sérstaklega þegar að þú ert kominn svona langt. Ef þú ræður ekki við þetta áttu ekki að vera markvörður. Það er mikil ábyrgð að vera markvörður og ég elska ábyrgðina. Ef maður ræður ekki við ábyrgðina á maður ekki að standa í marki.“ „Ég er sterkur andlega og get því alveg ráðið við svona. Ég kem aftur sterkari. Ég er ekki einu sinni að hugsa um þetta núna því mistök gerast á stærstu sviðum fótboltans. Það sáum við bara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég er ekki slakur markvörður vegna þess að ég gerði ein slæm mistök. Ég veit að þetta verður ekki minn síðasti landsleikur,“ segir Frederik Schram.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30 Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30 Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30 HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Frederik Schram, danski Íslendingurinn í landsliðinu í fótbolta, er mættur á HM ásamt strákunum okkar en hann berst um varamarkvarðarstöðuna við Rúnar Alex Rúnarsson. Strákarnir hafa notið sín á fyrstu dögunum í Gelendzhik en æfingasvæði í Kabardinka er með flottasta móti og völlurinn alveg frábær. „Hingað til hafa æfingar verið góðar og aðstæður frábærar þannig þetta er allt í topp málum,“ segir Frederik á frábærri ensku. Hann vill frekar tala ensku í lengri viðtölum en hann verður betri í íslensku með hverjum deginum.Frederik Schram á æfingu með Rúnari Alex.vísir/vilhelmBara jákvæðir hlutir Eins og greint var frá í gær fundaði Hannes Þór Halldórsson með íslenska markvarðateyminum því honum fannst ansi þungt yfir mönnum á æfingum. Rúnar Alex talaði einnig um fundinn í fyrr í dag en hvað fannst Frederik? „Hannes kom að máli við okkur og sagði við Gumma, Alex og mig að við þurfum að njóta þess að vera hérna. Þetta er stærsta mót heims og því þurfum við að sýna að við höfum gaman að því að vera hérna. Hann sagði bara jákvæða hluti,“ segir Frederik. „Við hlökkum allir til fyrsta leiksins. Við æfum vel og reynum að halda gleðinni. Stemningin og orkan hefur verið mikil í herbúðum markvarðanna og vonandi verður það þannig áfram,“ segir hann. Frederik gerði slæm mistök í vináttuleiknum á móti Noregi á dögunum þegar að hann reyndi að leika á framherja gestanna með þeim afleiðingum að boltinn var hirtur af honum og settur í netið. Nóttin eftir mistökin var erfið.Hannes Þór fór aðeins yfir málin með strákunum.vísri/vilhelmSvaf lítið „Augljóslega svaf ég ekki vel því þetta voru stór mistök. Þetta var stórt fyrir mig því ég vildi sýna hversu góður ég er. Maður fær bara 90 mínútur í einu til að sýna sig og ef þú gerir það ekki er það næsti leikur,“ segir Frederik. „Svona er lífið sem markvörður og sérstaklega þegar að þú ert kominn svona langt. Ef þú ræður ekki við þetta áttu ekki að vera markvörður. Það er mikil ábyrgð að vera markvörður og ég elska ábyrgðina. Ef maður ræður ekki við ábyrgðina á maður ekki að standa í marki.“ „Ég er sterkur andlega og get því alveg ráðið við svona. Ég kem aftur sterkari. Ég er ekki einu sinni að hugsa um þetta núna því mistök gerast á stærstu sviðum fótboltans. Það sáum við bara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég er ekki slakur markvörður vegna þess að ég gerði ein slæm mistök. Ég veit að þetta verður ekki minn síðasti landsleikur,“ segir Frederik Schram.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30 Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30 Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30 HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Rúnar Alex Rúnarsson er klár ef kallið kemur og undirbýr sig þannig fyrir alla leiki. 12. júní 2018 11:30
Hár, bros og takkaskór Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni á æfingu strákanna og myndaði það helsta. 12. júní 2018 12:30
Dúllan bjargaði landsliðsfyrirliðanum | Myndir Þegar neyðin er stærst þá er Siggi dúlla næst. Það þekkja strákarnir í fótboltalandsliðinu vel. 12. júní 2018 10:30
HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00
Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00