104 sm lax úr Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2018 10:00 Þórir með 104 sm laxinn. Laxá í Dölum opnaði í vikunni en áin er ein af vinsælustu laxveiðiám landsins og þar hafa nokkrir stórir laxar veiðst í gegnum tíðina. Það er þó ólíklegt að það hafi veiðst jafn stór lax og veiddist í fyrradag þegar áin opnaði en þá veiddi Þórir Örn Hilmarsson 104 sm lax í veiðistaðnum Helgabakka á fluguna Þýsk Snælda sem er veiðimönnum vel kunn enda ein af veiðnustu flugum landins. Laxinn var eins og áður segir 104 sm að lengd og 53 sm í ummál. Samkvæmt staðli Veiðimálastofnunar er lax í þessari lengd um 11.2 kg en nýgengin gæti hann alveg verið 12-13 kg enda er þessi lax mjög sver og þykkur. Þrír aðrir stórlaxar veiddust við opnun í dölunum en þær voru nokkuð minni en ekki hægt að kalla þá neina smá laxa. Þeir voru 92 , 86 og 81 sm að lengd. Veiðisumarið fer vel af stað í ánni þrátt fyrir krefjandi aðstæður og mikið vatn eins og í öðrum ám á vesturlandi en þessi opnun gefur góðar væntingar fyrir komandi sumar. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Laxá í Dölum opnaði í vikunni en áin er ein af vinsælustu laxveiðiám landsins og þar hafa nokkrir stórir laxar veiðst í gegnum tíðina. Það er þó ólíklegt að það hafi veiðst jafn stór lax og veiddist í fyrradag þegar áin opnaði en þá veiddi Þórir Örn Hilmarsson 104 sm lax í veiðistaðnum Helgabakka á fluguna Þýsk Snælda sem er veiðimönnum vel kunn enda ein af veiðnustu flugum landins. Laxinn var eins og áður segir 104 sm að lengd og 53 sm í ummál. Samkvæmt staðli Veiðimálastofnunar er lax í þessari lengd um 11.2 kg en nýgengin gæti hann alveg verið 12-13 kg enda er þessi lax mjög sver og þykkur. Þrír aðrir stórlaxar veiddust við opnun í dölunum en þær voru nokkuð minni en ekki hægt að kalla þá neina smá laxa. Þeir voru 92 , 86 og 81 sm að lengd. Veiðisumarið fer vel af stað í ánni þrátt fyrir krefjandi aðstæður og mikið vatn eins og í öðrum ám á vesturlandi en þessi opnun gefur góðar væntingar fyrir komandi sumar.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði