Ekki svo flókið Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. júní 2018 07:00 Það er ekki ofsögum sagt að íslensk fyrirtæki standi frammi fyrir breyttri heimsmynd. Alþjóðavæðing, breytt neytendahegðun og stórstígar tækniframfarir hafa leitt til harðvítugrar samkeppni og þurrkað út landamæri að nánast öllu leyti nema að nafninu til með þeim afleiðingum að heimurinn fer stöðugt minnkandi. Við þessu þurfa fyrirtæki, sér í lagi á örmarkaði eins og þeim íslenska, nauðsynlega að bregðast ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppninni. Þau verða að leita allra leiða til þess að hagræða og spara. Fyrir mörg þeirra er það einfaldlega lífsspursmál. Það er því ekki nema von að ýmsir stórir samrunar standi fyrir dyrum, sér í lagi á smásölumarkaði, þar sem fyrirtæki reyna að mæta samkeppni að utan, hvort sem er frá verslunarrisum á borð við Costco og H&M eða netrisum eins og Amazon og ASOS. Samkeppnisyfirvöld þurfa, ekki síður en fyrirtæki, að taka mið af breyttri heimsmynd í stað þess að reiða sig áfram á úreltar markaðsskilgreiningar. Jafnframt verða þau að hraða rannsóknum sínum á samrunamálum. Það þýðir ekki að fyrirtæki bíði mánuðum, ef ekki árum, saman upp á von og óvon á meðan yfirvöld gera upp hug sinn. Fjórtán mánuðir eru frá því að Hagar og Olís skrifuðu undir kaupsamning og átta mánuðir síðan N1 og Festi gerðu slíkt hið sama. Engu að síður er enn óvíst hvenær niðurstöður liggja fyrir. Til samanburðar tók það bandarísk yfirvöld aðeins tvo mánuði að samþykkja kaup Amazon, stærstu netverslunar heims, á matvörurisanum Whole Foods. Samrunar upp á fáeina tugi milljarða króna á litla Íslandi geta vart verið flóknari en slík 1.500 milljarða króna risakaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að íslensk fyrirtæki standi frammi fyrir breyttri heimsmynd. Alþjóðavæðing, breytt neytendahegðun og stórstígar tækniframfarir hafa leitt til harðvítugrar samkeppni og þurrkað út landamæri að nánast öllu leyti nema að nafninu til með þeim afleiðingum að heimurinn fer stöðugt minnkandi. Við þessu þurfa fyrirtæki, sér í lagi á örmarkaði eins og þeim íslenska, nauðsynlega að bregðast ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppninni. Þau verða að leita allra leiða til þess að hagræða og spara. Fyrir mörg þeirra er það einfaldlega lífsspursmál. Það er því ekki nema von að ýmsir stórir samrunar standi fyrir dyrum, sér í lagi á smásölumarkaði, þar sem fyrirtæki reyna að mæta samkeppni að utan, hvort sem er frá verslunarrisum á borð við Costco og H&M eða netrisum eins og Amazon og ASOS. Samkeppnisyfirvöld þurfa, ekki síður en fyrirtæki, að taka mið af breyttri heimsmynd í stað þess að reiða sig áfram á úreltar markaðsskilgreiningar. Jafnframt verða þau að hraða rannsóknum sínum á samrunamálum. Það þýðir ekki að fyrirtæki bíði mánuðum, ef ekki árum, saman upp á von og óvon á meðan yfirvöld gera upp hug sinn. Fjórtán mánuðir eru frá því að Hagar og Olís skrifuðu undir kaupsamning og átta mánuðir síðan N1 og Festi gerðu slíkt hið sama. Engu að síður er enn óvíst hvenær niðurstöður liggja fyrir. Til samanburðar tók það bandarísk yfirvöld aðeins tvo mánuði að samþykkja kaup Amazon, stærstu netverslunar heims, á matvörurisanum Whole Foods. Samrunar upp á fáeina tugi milljarða króna á litla Íslandi geta vart verið flóknari en slík 1.500 milljarða króna risakaup.
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar