Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2018 10:50 Tómas Skúlason með flottar bleikjur af Arnarvatnsheiði. Það eru fjórar vatnaþyrpingar hér á landi sem eru mikið sóttar af veiðimönnum og fréttir af þessum svæðum síðustu daga eru góðar. Það er að veiðast vel í Veiðivötnum hjá flestum veiðimönnum enda hafa myndir af aðgerðarborðinu fullu af fiski verið að detta inná Facebook hjá þeim veiðimönnum sem við hjá Veiðivísi fylgjum. Það er að veiðast vel á flugu og í sumum vötnunum hreinlega betur en á spún og makríl. Fiskurinn er vel haldinn og einhverjir hafa haft á orði að það sé eins og tökugleðin sé betri en í fyrra. Á Arnarvatnsheiði er fín veiði þegar veður gengur niður og það er stætt við vötnin. Þeir sem hafa lagt ferðir sínar í vötnin hafa verið að veiða mjög vel og það virðist sem silungurinnsé, svipað og í Veiðivötnum, mjög tökuglaður um þessar mundir. Það hefur verið nefnt að flugnaklak geti verið minna en venjulega sökum veðurs og þá sé hungur í fiskinum. Vötnin á Skagaheiði eru alltaf að verða vinsælli með hverju árinu og þar hefur veiðin að sama skapi verið mjög góð. Sömu vötnin eru mest stunduð og þar af leiðandi er veiðin mest í þeim. Vötnin á Skagaheiði er mjög barnvænt svæði þar sem það má oft fá fína urriða stutt frá landi og þá má kannski nefna Ölvisvatn sem dæmi um vatn þar sem krakkanir stundum mokveiða. Á Melrakkasléttu er síðan vatnaþyrping sem heimamenn stunda mikið en fjarlægðin við stærstu byggðir landsins gerir það að verkum að íbúar í nágrenni við vötnin hafa svolítið fengið að hafa þau út af fyrir sig. Við vonum að við séum ekki að eyðileggja það fyrir þeim með því að segja að þetta er eitt best geymda leyndarmál vatnaveiði á landinu. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Það eru fjórar vatnaþyrpingar hér á landi sem eru mikið sóttar af veiðimönnum og fréttir af þessum svæðum síðustu daga eru góðar. Það er að veiðast vel í Veiðivötnum hjá flestum veiðimönnum enda hafa myndir af aðgerðarborðinu fullu af fiski verið að detta inná Facebook hjá þeim veiðimönnum sem við hjá Veiðivísi fylgjum. Það er að veiðast vel á flugu og í sumum vötnunum hreinlega betur en á spún og makríl. Fiskurinn er vel haldinn og einhverjir hafa haft á orði að það sé eins og tökugleðin sé betri en í fyrra. Á Arnarvatnsheiði er fín veiði þegar veður gengur niður og það er stætt við vötnin. Þeir sem hafa lagt ferðir sínar í vötnin hafa verið að veiða mjög vel og það virðist sem silungurinnsé, svipað og í Veiðivötnum, mjög tökuglaður um þessar mundir. Það hefur verið nefnt að flugnaklak geti verið minna en venjulega sökum veðurs og þá sé hungur í fiskinum. Vötnin á Skagaheiði eru alltaf að verða vinsælli með hverju árinu og þar hefur veiðin að sama skapi verið mjög góð. Sömu vötnin eru mest stunduð og þar af leiðandi er veiðin mest í þeim. Vötnin á Skagaheiði er mjög barnvænt svæði þar sem það má oft fá fína urriða stutt frá landi og þá má kannski nefna Ölvisvatn sem dæmi um vatn þar sem krakkanir stundum mokveiða. Á Melrakkasléttu er síðan vatnaþyrping sem heimamenn stunda mikið en fjarlægðin við stærstu byggðir landsins gerir það að verkum að íbúar í nágrenni við vötnin hafa svolítið fengið að hafa þau út af fyrir sig. Við vonum að við séum ekki að eyðileggja það fyrir þeim með því að segja að þetta er eitt best geymda leyndarmál vatnaveiði á landinu.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði