Einkunnir Íslands: Gylfi klikkaði á vítinu en var besti maður íslenska liðsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2018 17:05 Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson var besti maður íslenska landsliðsins að mati Vísis þegar Ísland tapaði 2-0 á móti Nígeríu í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Íslensku strákarnir voru í dauðafæri að koma sér í frábæra stöðu fyrir lokaumferðina en þetta var ekki góður dagur í Volgograd og hlutirnir féllu ekki með okkar strákum. Íslensku strákarnir voru samt mun hættulegri í rólegum fyrri hálfeik þar sem Nígeríumenn náðu ekki skoti að marki. Nígeríumenn komust hinsvegar yfir úr skyndisókn eftir langt íslenskt innsókn og eftir það var á brattann að sækja. Ragnar Sigurðsson meiddist líka í markinu og varð að fara af velli. Ahmed Musa bætti síðan við sínu öðru marki þegar það var augljóslega farið að draga mikið af íslensku leikmönnunum. Gylfi Þór Sigurðsson fékk frábært tækifæri til að koma okkur aftur inn í leikinn en skaut yfir úr vítaspyrnu sem Alfreð Finnbogason fékk og dæmt var með hjálp myndbandadómara. Þetta var grátlegt fyrir Gylfa sem var besti maður íslenska liðsins í leiknum og enn á ný sá sem var að búa eitthvað til fyrir liðið. Hér fyrir neðan má sjá frammistöðumat íslensku strákanna í dag. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - NígeríaByrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum tveimur en var annars nokkuð traustur. Varði langskotin sem voru ekki mörg og greip vel inn í.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Stóð ágætlega í varnarleiknum en horfði á eftir boltanum og náði ekki að hjálpa Kára í öðru markinu. Fékk ótal tækifæra til að koma á fluginu fram vænginn en fyrir utan eina fyrirgjöf var ekkert að frétta hjá honum í sóknarleiknum.Kári Árnason, miðvörður 6 Var öflugur í varnarleiknum nema þegar að hann lét reykspóla framhjá sér í seinna markinu. Kom afskaplega lítið út úr Kára í föstum leikatriðum í sókn þar sem han ná að vera einn okkar öflugasti maður.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Flottur í fyrri hálfeik eins og íslenska vörnin sem gaf engin færi á sér. Var svolítið illa tekinn af Ahmed Musa í markinu og þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Var stundum aðeins á eftir í návígunum og kom boltanum ekki nægilega vel frá sér. Fínar fyrirgjafir þegar að hann fékk tækifæri til.Rúrik Gíslason, vinstri kantmaður 5 Vaknaði í raun ekki fyrr en hann skaut lokssins á markið á 68. mínútu. Sýndi þá hraðann og kraftinn sem býr í honum en það var bara of seint. Var öflugur síðustu 20 mínútunar en nýtti gullið tækifæri sitt í byrjunarliðinu ekki nægilega vel.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Fyrirliðinn var góður á meðan hann hafði lappir til en hann virkaði dauðþreyttur seinni hluta seinn ihálfleiks þar sem opnaðist oft mikið af svæðum á bak við hann. Var of seinn í sum návígi sem við eigum ekki að þekkja.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Var mikið að reyna í leiknum og vildi fá boltann en það kom bara rosalega lítið út úr því. Týndist síðan í seinni hálfleik þegar að mest á reyndi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Allt fór í gegnum Gylfa á miðjunni sem reyndi að halda samherjum sínum við efnið og var alltaf að reyna að búa eitthvað til. Spyrnurnar í föstum leikatriðum voru góðar en strákarnir nýttu þær illa. Klúðraði síðan víti á ögurstundu.Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Gríðarlega ólíkur sjálfum sér og átti dapran dag á skrifstofunni. Var bæði taktlaus og kraftlaus og náði líka engu sambandi við Alfreð í framlínunni. Var ekki að vinna einvígin sín og missti boltann útaf í tvígang.Alfreð Finnbogason, framherji 5 Átti erfitt uppdráttar í fremstu víglínu þar sem lítið var í boði. Var svakalega duglegur og hljóp og hljóp en það skilaði ekki miklu. Sýndi gríðarlegan kraft og vilja þegar að hann sótti vítaspyrnuna.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Ragnar á 64. mínútu) 6 Fínasta innkoma hjá Sverri sem gerði það sem að hann átti að gera í varnarleiknum.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 70. mínútu) 4 Bauð ekki upp á mikið eftir að hann kom inn á. Fór upp í nokkur skallaeinvígi.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Aron Einar á 87. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var besti maður íslenska landsliðsins að mati Vísis þegar Ísland tapaði 2-0 á móti Nígeríu í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Íslensku strákarnir voru í dauðafæri að koma sér í frábæra stöðu fyrir lokaumferðina en þetta var ekki góður dagur í Volgograd og hlutirnir féllu ekki með okkar strákum. Íslensku strákarnir voru samt mun hættulegri í rólegum fyrri hálfeik þar sem Nígeríumenn náðu ekki skoti að marki. Nígeríumenn komust hinsvegar yfir úr skyndisókn eftir langt íslenskt innsókn og eftir það var á brattann að sækja. Ragnar Sigurðsson meiddist líka í markinu og varð að fara af velli. Ahmed Musa bætti síðan við sínu öðru marki þegar það var augljóslega farið að draga mikið af íslensku leikmönnunum. Gylfi Þór Sigurðsson fékk frábært tækifæri til að koma okkur aftur inn í leikinn en skaut yfir úr vítaspyrnu sem Alfreð Finnbogason fékk og dæmt var með hjálp myndbandadómara. Þetta var grátlegt fyrir Gylfa sem var besti maður íslenska liðsins í leiknum og enn á ný sá sem var að búa eitthvað til fyrir liðið. Hér fyrir neðan má sjá frammistöðumat íslensku strákanna í dag. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - NígeríaByrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum tveimur en var annars nokkuð traustur. Varði langskotin sem voru ekki mörg og greip vel inn í.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Stóð ágætlega í varnarleiknum en horfði á eftir boltanum og náði ekki að hjálpa Kára í öðru markinu. Fékk ótal tækifæra til að koma á fluginu fram vænginn en fyrir utan eina fyrirgjöf var ekkert að frétta hjá honum í sóknarleiknum.Kári Árnason, miðvörður 6 Var öflugur í varnarleiknum nema þegar að hann lét reykspóla framhjá sér í seinna markinu. Kom afskaplega lítið út úr Kára í föstum leikatriðum í sókn þar sem han ná að vera einn okkar öflugasti maður.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Flottur í fyrri hálfeik eins og íslenska vörnin sem gaf engin færi á sér. Var svolítið illa tekinn af Ahmed Musa í markinu og þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Var stundum aðeins á eftir í návígunum og kom boltanum ekki nægilega vel frá sér. Fínar fyrirgjafir þegar að hann fékk tækifæri til.Rúrik Gíslason, vinstri kantmaður 5 Vaknaði í raun ekki fyrr en hann skaut lokssins á markið á 68. mínútu. Sýndi þá hraðann og kraftinn sem býr í honum en það var bara of seint. Var öflugur síðustu 20 mínútunar en nýtti gullið tækifæri sitt í byrjunarliðinu ekki nægilega vel.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Fyrirliðinn var góður á meðan hann hafði lappir til en hann virkaði dauðþreyttur seinni hluta seinn ihálfleiks þar sem opnaðist oft mikið af svæðum á bak við hann. Var of seinn í sum návígi sem við eigum ekki að þekkja.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Var mikið að reyna í leiknum og vildi fá boltann en það kom bara rosalega lítið út úr því. Týndist síðan í seinni hálfleik þegar að mest á reyndi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Allt fór í gegnum Gylfa á miðjunni sem reyndi að halda samherjum sínum við efnið og var alltaf að reyna að búa eitthvað til. Spyrnurnar í föstum leikatriðum voru góðar en strákarnir nýttu þær illa. Klúðraði síðan víti á ögurstundu.Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Gríðarlega ólíkur sjálfum sér og átti dapran dag á skrifstofunni. Var bæði taktlaus og kraftlaus og náði líka engu sambandi við Alfreð í framlínunni. Var ekki að vinna einvígin sín og missti boltann útaf í tvígang.Alfreð Finnbogason, framherji 5 Átti erfitt uppdráttar í fremstu víglínu þar sem lítið var í boði. Var svakalega duglegur og hljóp og hljóp en það skilaði ekki miklu. Sýndi gríðarlegan kraft og vilja þegar að hann sótti vítaspyrnuna.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Ragnar á 64. mínútu) 6 Fínasta innkoma hjá Sverri sem gerði það sem að hann átti að gera í varnarleiknum.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 70. mínútu) 4 Bauð ekki upp á mikið eftir að hann kom inn á. Fór upp í nokkur skallaeinvígi.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Aron Einar á 87. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira