Heimsins ráð sem brugga vondir menn Þórlindur Kjartansson skrifar 22. júní 2018 07:00 Þegar maður kafar örlítið undir yfirborðið í sögu þjóða kemur auðvitað oft í ljós að hinn stóri sannleikur er örlítið gruggugri og óvissari heldur en maður ætlaði í fyrstu. Þetta getur verið viðkvæmt mál, eins og Guðni forseti komst að í framboði sínu þegar því var haldið hastarlega gegn honum að hafa skoðað með gagnrýnum fræðimannsaugum ýmsar hliðar þorskastríðsins, sem ekki voru allar baðaðar í sama hetjuljóma og okkur finnst notalegastur. Sumar sögur eru svo rótgrónar í sjálfsmynd manna og þjóða að því er tekið sem sérstakri móðgun ef einhver dirfist að skoða þær út frá nýjum hliðum eða efast um að undirstöðurnar séu traustar. Og í mörgum tilvikum er það líka allt í lagi að leyfa hinum ónákvæmu en háleitu frásögnum að vera í friði fyrir gaumgæfilegri naflaskoðun og úrtölum.Sjálfsmynd og ímynd Fáum þjóðum hefur tekist að innræta, í sjálfum sér og öðrum, aðra eins háleita hugmynd eins og Bandaríkjunum. Bandaríkin eru frelsi og tækifæri; ameríski draumurinn þar sem allir geta með dugnaði, harðfylgi og heppni náð að bæta stöðu sína í lífinu. Þessi hugmynd um Bandaríkin er ekki bara inngreipt í heimafólk, heldur stóran hluta heimsbyggðinnar. Þetta er auðvitað ástæða þess að fátækt fólk frá ýmsum heimshornum hefur alið með sér þann draum að komast til Ameríku og láta drauma sína rætast. Þessir draumar eru misjafnir en fyrir fólk sem á lítið undir sér snúast þeir oftast ekki um mikið meira heldur en að losna undan oki, ofbeldi, fátækt og óöryggi og geta búið sjálfum sér og fjölskyldum sínum sæmilega friðsælt og tíðindasnautt líf. Þetta fólk vill finna sér leið til þess að gagnast samfélaginu, vinna sér inn tekjur, láta aðra í friði og vera vonandi sjálfir látnir í friði. Það er alltof sumt. Þetta er ameríski draumurinn sem allir Bandaríkjamenn—og ekki síst leiðtogar landsins hafa í gegnum tíðina verið svo ósköp stoltir af. Ameríska martröðin En núverandi forseti Bandaríkjanna er ekki mikill áhugamaður um drauma venjulegs fólks. Þvert á móti er ekki hægt að túlka hegðun hans öðruvísi en svo að hann sé vísvitandi að skapa martraðakennt ástand alls staðar þar sem hann getur. Það er ekki hægt að skilja öðruvísi hina ómanneskjulegu stefnu sem hann stóð fyrir á landamærunum við Mexíkó þar sem því úrræði var viljandi beitt að hrifsa börn úr örmum foreldra sinna og koma þeim fyrir í búrum. Grimmdin er nánast áþreifanleg—og það er einfaldlega erfitt fyrir venjulegt fólk að gera sér í hugarlund að til sé fólk sem er svo illa innrætt að það hrindi í framkvæmd stefnu beinlínis í þeim tilgangi að framkalla þessa stöðu. En þannig fólk er til og þess konar ráð bruggar það um þessar mundir í Washington. Það sem er einna ískyggilegast við þessa hryllilegu stefnu Bandaríkjaforseta er að líklega var tilgangurinn einmitt sá að undirstrika og auglýsa fyrir alþjóð og heiminum öllum að valdhafar í Washington séu svo sannarlega tilbúnir til þess að ganga lengra en nokkurn óraði í miskunnarleysi sínu ef þeim er ögrað. Mörgum brá nefnilega í brún þegar Trump sagði margítrekað í kosningabaráttu sinni að honum fyndist að það ætti að drepa saklaus börn og fjölskyldur hryðjuverkamanna. Flestir töldu að hann gæti ekki verið að meina þetta. Og þegar hann og hirðin hans hafa áður talað um að það gæti verið snjöll hugmynd að rífa börn af ólöglegum innflytjendum, þá datt fæstum í hug að þeir væru að meina það. En því miður, þá getur verið að þessi óhugnaður sé meðal þess örfáa sem Trump segir og meinar raunverulega. Vegurinn til endurlausnar Bandaríkin eru í algjöru öngstræti með sinn forseta og rotnu stjórnmálamenningu. Þótt maður vildi gjarnan að Ísland gæti eitthvað gert til þess að hafa áhrif á þann mann þá er það óraunhæft. Það er einungis bandaríska þjóðin sjálf sem getur bjargað heimsbyggðinni undan þeirri sturlun og firringu sem virðist hafa gripið um sig í stjórnmálunum þar. Trump var ekki kosinn á grundvelli háleitra hugmynda heldur lágkúrulegrar dýrkunar á auði og ofbeldi. En sem betur eru háleitari leiðarstjörnur ennþá sjáanlegar á himinfestingunni; frelsi allra til þess að eltast við lífshamingjuna er nefnilega hugmynd sem er svo harðkóðuð í bandarísku þjóðarsálina að hún hlýtur á endanum að bera ofurliði þá tímabundnu sturlun sem kjósendur hafa kallað yfir sig. Þótt það sé fjölmargt sem bendir til þess að Bandaríkin standi illa undir þeim fallegu sögum sem þjóðin vill trúa um sjálfa sig þá eru þær samt ekki ónýtar. Það er nefnilega einmitt í gegnum hinar háleitu hugsjónir sem vegurinn til endurlausnar liggur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar maður kafar örlítið undir yfirborðið í sögu þjóða kemur auðvitað oft í ljós að hinn stóri sannleikur er örlítið gruggugri og óvissari heldur en maður ætlaði í fyrstu. Þetta getur verið viðkvæmt mál, eins og Guðni forseti komst að í framboði sínu þegar því var haldið hastarlega gegn honum að hafa skoðað með gagnrýnum fræðimannsaugum ýmsar hliðar þorskastríðsins, sem ekki voru allar baðaðar í sama hetjuljóma og okkur finnst notalegastur. Sumar sögur eru svo rótgrónar í sjálfsmynd manna og þjóða að því er tekið sem sérstakri móðgun ef einhver dirfist að skoða þær út frá nýjum hliðum eða efast um að undirstöðurnar séu traustar. Og í mörgum tilvikum er það líka allt í lagi að leyfa hinum ónákvæmu en háleitu frásögnum að vera í friði fyrir gaumgæfilegri naflaskoðun og úrtölum.Sjálfsmynd og ímynd Fáum þjóðum hefur tekist að innræta, í sjálfum sér og öðrum, aðra eins háleita hugmynd eins og Bandaríkjunum. Bandaríkin eru frelsi og tækifæri; ameríski draumurinn þar sem allir geta með dugnaði, harðfylgi og heppni náð að bæta stöðu sína í lífinu. Þessi hugmynd um Bandaríkin er ekki bara inngreipt í heimafólk, heldur stóran hluta heimsbyggðinnar. Þetta er auðvitað ástæða þess að fátækt fólk frá ýmsum heimshornum hefur alið með sér þann draum að komast til Ameríku og láta drauma sína rætast. Þessir draumar eru misjafnir en fyrir fólk sem á lítið undir sér snúast þeir oftast ekki um mikið meira heldur en að losna undan oki, ofbeldi, fátækt og óöryggi og geta búið sjálfum sér og fjölskyldum sínum sæmilega friðsælt og tíðindasnautt líf. Þetta fólk vill finna sér leið til þess að gagnast samfélaginu, vinna sér inn tekjur, láta aðra í friði og vera vonandi sjálfir látnir í friði. Það er alltof sumt. Þetta er ameríski draumurinn sem allir Bandaríkjamenn—og ekki síst leiðtogar landsins hafa í gegnum tíðina verið svo ósköp stoltir af. Ameríska martröðin En núverandi forseti Bandaríkjanna er ekki mikill áhugamaður um drauma venjulegs fólks. Þvert á móti er ekki hægt að túlka hegðun hans öðruvísi en svo að hann sé vísvitandi að skapa martraðakennt ástand alls staðar þar sem hann getur. Það er ekki hægt að skilja öðruvísi hina ómanneskjulegu stefnu sem hann stóð fyrir á landamærunum við Mexíkó þar sem því úrræði var viljandi beitt að hrifsa börn úr örmum foreldra sinna og koma þeim fyrir í búrum. Grimmdin er nánast áþreifanleg—og það er einfaldlega erfitt fyrir venjulegt fólk að gera sér í hugarlund að til sé fólk sem er svo illa innrætt að það hrindi í framkvæmd stefnu beinlínis í þeim tilgangi að framkalla þessa stöðu. En þannig fólk er til og þess konar ráð bruggar það um þessar mundir í Washington. Það sem er einna ískyggilegast við þessa hryllilegu stefnu Bandaríkjaforseta er að líklega var tilgangurinn einmitt sá að undirstrika og auglýsa fyrir alþjóð og heiminum öllum að valdhafar í Washington séu svo sannarlega tilbúnir til þess að ganga lengra en nokkurn óraði í miskunnarleysi sínu ef þeim er ögrað. Mörgum brá nefnilega í brún þegar Trump sagði margítrekað í kosningabaráttu sinni að honum fyndist að það ætti að drepa saklaus börn og fjölskyldur hryðjuverkamanna. Flestir töldu að hann gæti ekki verið að meina þetta. Og þegar hann og hirðin hans hafa áður talað um að það gæti verið snjöll hugmynd að rífa börn af ólöglegum innflytjendum, þá datt fæstum í hug að þeir væru að meina það. En því miður, þá getur verið að þessi óhugnaður sé meðal þess örfáa sem Trump segir og meinar raunverulega. Vegurinn til endurlausnar Bandaríkin eru í algjöru öngstræti með sinn forseta og rotnu stjórnmálamenningu. Þótt maður vildi gjarnan að Ísland gæti eitthvað gert til þess að hafa áhrif á þann mann þá er það óraunhæft. Það er einungis bandaríska þjóðin sjálf sem getur bjargað heimsbyggðinni undan þeirri sturlun og firringu sem virðist hafa gripið um sig í stjórnmálunum þar. Trump var ekki kosinn á grundvelli háleitra hugmynda heldur lágkúrulegrar dýrkunar á auði og ofbeldi. En sem betur eru háleitari leiðarstjörnur ennþá sjáanlegar á himinfestingunni; frelsi allra til þess að eltast við lífshamingjuna er nefnilega hugmynd sem er svo harðkóðuð í bandarísku þjóðarsálina að hún hlýtur á endanum að bera ofurliði þá tímabundnu sturlun sem kjósendur hafa kallað yfir sig. Þótt það sé fjölmargt sem bendir til þess að Bandaríkin standi illa undir þeim fallegu sögum sem þjóðin vill trúa um sjálfa sig þá eru þær samt ekki ónýtar. Það er nefnilega einmitt í gegnum hinar háleitu hugsjónir sem vegurinn til endurlausnar liggur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun