Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðviksson skrifar 21. júní 2018 08:43 Mynd: Ingólfur Ásgeirsson Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar í gærkvöldi og nú þegar er ein áin farin að renna fram úr hinum. Nokkrar nýjar ár á listanum eru bara búnar að vera opnar í einn til tvo daga og holl sem eru við veiðar ennþá að klára svo þær tölur eru kannski ekki beisnar en það er gaman að sjá að það er að aukast krafturinn í veiðinni. Tímasetningin á stórstraum er svolítið sérstök og gæti þýtt að mest af smálaxinum komi í kringum þann straum en hann er núna í lok júní. Svipað var uppá teningnum 2015 en það sumar var með eindæmum gott eins og veiðimenn muna eftir. Sú á sem hefur skilað flestum löxum á land er Þverá/Kjarrá en heildarveiðin þar er komin í 238 laxa á 14 stangir. Heildarveiðin í henni í fyrra var 2060 laxar svo hún virðist vera komin á gott ról. Hæsta meðalveiðin á stöng er í Urriðafossi en í gær vantaði heildartöluna en sú sem er á listanum er síðan í síðustu viku. Við höfum ágætar heimildir fyrir því að veiðin á svæðinu sé að detta í 300 laxa. Heildarlistinn yfir fimm hæstu árnar er hér fyrir neðan en listann í heild sinni má skoða á www.angling.is 1. Þverá/Kjarrá 238 laxar 2. Urriðafoss 211 laxar (viku gamlar tölur) 3. Norðurá 175 laxar 4. Blanda 118 laxar 5. Miðfjarðará 95 laxar Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar í gærkvöldi og nú þegar er ein áin farin að renna fram úr hinum. Nokkrar nýjar ár á listanum eru bara búnar að vera opnar í einn til tvo daga og holl sem eru við veiðar ennþá að klára svo þær tölur eru kannski ekki beisnar en það er gaman að sjá að það er að aukast krafturinn í veiðinni. Tímasetningin á stórstraum er svolítið sérstök og gæti þýtt að mest af smálaxinum komi í kringum þann straum en hann er núna í lok júní. Svipað var uppá teningnum 2015 en það sumar var með eindæmum gott eins og veiðimenn muna eftir. Sú á sem hefur skilað flestum löxum á land er Þverá/Kjarrá en heildarveiðin þar er komin í 238 laxa á 14 stangir. Heildarveiðin í henni í fyrra var 2060 laxar svo hún virðist vera komin á gott ról. Hæsta meðalveiðin á stöng er í Urriðafossi en í gær vantaði heildartöluna en sú sem er á listanum er síðan í síðustu viku. Við höfum ágætar heimildir fyrir því að veiðin á svæðinu sé að detta í 300 laxa. Heildarlistinn yfir fimm hæstu árnar er hér fyrir neðan en listann í heild sinni má skoða á www.angling.is 1. Þverá/Kjarrá 238 laxar 2. Urriðafoss 211 laxar (viku gamlar tölur) 3. Norðurá 175 laxar 4. Blanda 118 laxar 5. Miðfjarðará 95 laxar
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði