Jónas Björgvin skoraði tvö í ótrúlegum endurkomusigri Dagur Lárusson skrifar 30. júní 2018 18:00 Jónas Björgvin í baráttunni. vísir/vísir Jónas Björgvin skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri Þórsara á Selfyssingum í Inkasso deildinni í dag en Þórsarar eru í fjórða sæti eftir leikinn með sautján stig. Það var ljóst í byrjun leiks að Selfyssingar ætluðu sér sigur en þeir sóttu mikið og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljóst á 19. mínútu en þá fengu Selfyssingar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Stefán Ragnar Guðlaugsson tók spyrnuna og hitti beint á kollinn á Þorsteini Daníel Þorsteinssyni sem kom Selfyssingum í forystu. Átta mínútum seinn var komið að Þortsteini að koma með stoðsendingu en þá tók hann horn sem endaði á kollinum á Guðmundi Hilmarssyni sem skoraði og kom sínu liði í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Á 64. mínútu dró til tíðinda en þá varði Stefán Logi Magnússon skot frá leikmanni Þórs, en varði boltann þó út í teig og barst boltinn til Jónas Björgvins sem setti boltann í netið og hleypti spennu í leikinn. Eftir þetta mark var mikið líf í gestunum og sóttu þeir mikið og náðu að jafna metin á 72. mínútu en þá varð markaskorarinn Guðmundur Axel fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan því jöfn þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Dramatíkin tók við eftir þetta. Aðeins tveimur mínútum seinna slapp Alvaro Montejo einn í gegnum vörn Selfyssinga eftir frábæra sendingu frá Ignacio Gil og skoraði hann framhjá Stefáni Logi og kom sínum mönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Jónas Björgvin var aftur á ferðinni á 77. mínútu en þá skoraði hann með flottu skoti fyrir utan teig. Vörn Selfyssinga var algjörlega í molum. Þórsarar voru ekki saddir en á 79. mínútu skoraði Guðni Sigþórsson fimmta mark þeirra og gerði endanlega út um leikinn. Kristófer Páll Viðarsson náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Selfoss með marki á 89. mínútu. Ótrúlegar lokamínútur sem færðu Þórsurum stigin þrjú sem sitja nú í fjórða sæti með sautján stig á meðan Selfoss er í tíunda sæti með átta stig. Í hinum leik dagsins tóku Magnamenn á móti Njarðvík en sá leikur endaði með 2-0 sigri Magna en það var Gunnar Örvar Stefánsson sem skoraði bæði mörk Magna á lokamínútunum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
Jónas Björgvin skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri Þórsara á Selfyssingum í Inkasso deildinni í dag en Þórsarar eru í fjórða sæti eftir leikinn með sautján stig. Það var ljóst í byrjun leiks að Selfyssingar ætluðu sér sigur en þeir sóttu mikið og sköpuðu sér mikið af færum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljóst á 19. mínútu en þá fengu Selfyssingar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Stefán Ragnar Guðlaugsson tók spyrnuna og hitti beint á kollinn á Þorsteini Daníel Þorsteinssyni sem kom Selfyssingum í forystu. Átta mínútum seinn var komið að Þortsteini að koma með stoðsendingu en þá tók hann horn sem endaði á kollinum á Guðmundi Hilmarssyni sem skoraði og kom sínu liði í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Á 64. mínútu dró til tíðinda en þá varði Stefán Logi Magnússon skot frá leikmanni Þórs, en varði boltann þó út í teig og barst boltinn til Jónas Björgvins sem setti boltann í netið og hleypti spennu í leikinn. Eftir þetta mark var mikið líf í gestunum og sóttu þeir mikið og náðu að jafna metin á 72. mínútu en þá varð markaskorarinn Guðmundur Axel fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan því jöfn þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Dramatíkin tók við eftir þetta. Aðeins tveimur mínútum seinna slapp Alvaro Montejo einn í gegnum vörn Selfyssinga eftir frábæra sendingu frá Ignacio Gil og skoraði hann framhjá Stefáni Logi og kom sínum mönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Jónas Björgvin var aftur á ferðinni á 77. mínútu en þá skoraði hann með flottu skoti fyrir utan teig. Vörn Selfyssinga var algjörlega í molum. Þórsarar voru ekki saddir en á 79. mínútu skoraði Guðni Sigþórsson fimmta mark þeirra og gerði endanlega út um leikinn. Kristófer Páll Viðarsson náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Selfoss með marki á 89. mínútu. Ótrúlegar lokamínútur sem færðu Þórsurum stigin þrjú sem sitja nú í fjórða sæti með sautján stig á meðan Selfoss er í tíunda sæti með átta stig. Í hinum leik dagsins tóku Magnamenn á móti Njarðvík en sá leikur endaði með 2-0 sigri Magna en það var Gunnar Örvar Stefánsson sem skoraði bæði mörk Magna á lokamínútunum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira