Útsláttarkeppnin hefst með tveimur stórleikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2018 09:30 Lionel Messi fagnar marki sínu. Vísir/Getty Útsláttarkeppnin á HM í fótbolta hefst í dag með tveimur leikjum. Í Kazan mætast Frakkland og Argentína og í Sotsjí eigast Úrúgvæ og Portúgal við. Þrátt fyrir að vera að fastagestir á HM og hafa unnið samtals þrjá heimsmeistaratitla er leikurinn í Kazan aðeins þriðji leikur Frakklands og Argentínu á heimsmeistaramóti frá upphafi. Argentínumenn unnu leiki liðanna 1930 og 1978. Frá tapinu fyrir Argentínu á HM fyrir 40 árum hefur Frakkland ekki tapað fyrir þjóð frá Suður-Ameríku á HM. Hvorugt liðanna sýndi sínar bestu hliðar í riðlakeppninni. Frakkar áttu þó ekki í neinum vandræðum með að komast áfram, öfugt við Argentínumenn sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum þökk sé marki Marcos Rojo fjórum mínútum fyrir leikslok gegn Nígeríu. Úrúgvæ er eina liðið sem vann alla sína leiki í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Portúgal fékk á sig mark í uppbótartíma gegn Íran sem kom í veg fyrir að liðið ynni B-riðilinn. Evrópumeistararnir sluppu hins vegar vel þegar Mehdi Taremi klúðraði dauðafæri fyrir Írana eftir jöfnunarmarkið. Hefði hann skorað hefðu Portúgalar fallið úr leik. Cristiano Ronaldo skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni og er næstmarkahæsti leikmaður HM á eftir Harry Kane. Hann á hins vegar enn eftir að skora í útsláttarkeppni á HM og vonast til að bæta úr því í Sotsjí. Það verður þó enginn hægðarleikur gegn harðskeyttri vörn Úrúgvæ. Á morgun halda 16-liða úrslitin áfram. Þá mætast Spánn og Rússland í Moskvu og Króatía og Danmörk í Nízhníj Novgorod. Rússar unnu fyrstu tvo leiki sína á HM með markatölunni 8-1 en var skellt harkalega niður á jörðina af Úrúgvæjum í lokaumferð riðlakeppninnar. Heimaliðið þarf að eiga fullkominn leik gegn Spánverjum til að komast áfram. Króatía vann alla sína leiki í riðlakeppninni og var mjög sannfærandi. Lykilmenn liðsins mæta ferskir til leiks eftir að hafa fengið hvíld gegn Íslendingum á þriðjudaginn. Danir spiluðu þéttan varnarleik í riðlakeppninni og eina markið sem þeir fengu á sig kom úr vítaspyrnu. Þeir eru komnir í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn síðan 2002 en Króatar hafa ekki komist svona langt síðan 1998. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Útsláttarkeppnin á HM í fótbolta hefst í dag með tveimur leikjum. Í Kazan mætast Frakkland og Argentína og í Sotsjí eigast Úrúgvæ og Portúgal við. Þrátt fyrir að vera að fastagestir á HM og hafa unnið samtals þrjá heimsmeistaratitla er leikurinn í Kazan aðeins þriðji leikur Frakklands og Argentínu á heimsmeistaramóti frá upphafi. Argentínumenn unnu leiki liðanna 1930 og 1978. Frá tapinu fyrir Argentínu á HM fyrir 40 árum hefur Frakkland ekki tapað fyrir þjóð frá Suður-Ameríku á HM. Hvorugt liðanna sýndi sínar bestu hliðar í riðlakeppninni. Frakkar áttu þó ekki í neinum vandræðum með að komast áfram, öfugt við Argentínumenn sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum þökk sé marki Marcos Rojo fjórum mínútum fyrir leikslok gegn Nígeríu. Úrúgvæ er eina liðið sem vann alla sína leiki í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Portúgal fékk á sig mark í uppbótartíma gegn Íran sem kom í veg fyrir að liðið ynni B-riðilinn. Evrópumeistararnir sluppu hins vegar vel þegar Mehdi Taremi klúðraði dauðafæri fyrir Írana eftir jöfnunarmarkið. Hefði hann skorað hefðu Portúgalar fallið úr leik. Cristiano Ronaldo skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni og er næstmarkahæsti leikmaður HM á eftir Harry Kane. Hann á hins vegar enn eftir að skora í útsláttarkeppni á HM og vonast til að bæta úr því í Sotsjí. Það verður þó enginn hægðarleikur gegn harðskeyttri vörn Úrúgvæ. Á morgun halda 16-liða úrslitin áfram. Þá mætast Spánn og Rússland í Moskvu og Króatía og Danmörk í Nízhníj Novgorod. Rússar unnu fyrstu tvo leiki sína á HM með markatölunni 8-1 en var skellt harkalega niður á jörðina af Úrúgvæjum í lokaumferð riðlakeppninnar. Heimaliðið þarf að eiga fullkominn leik gegn Spánverjum til að komast áfram. Króatía vann alla sína leiki í riðlakeppninni og var mjög sannfærandi. Lykilmenn liðsins mæta ferskir til leiks eftir að hafa fengið hvíld gegn Íslendingum á þriðjudaginn. Danir spiluðu þéttan varnarleik í riðlakeppninni og eina markið sem þeir fengu á sig kom úr vítaspyrnu. Þeir eru komnir í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn síðan 2002 en Króatar hafa ekki komist svona langt síðan 1998.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira