Tvær íslenskar stelpur meðal þeirra átta markahæstu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 16:00 Markvörðurinn Heiðrún Dís Magnúsdóttir á milli þeirra Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson. Mynd/HSÍ á fésbókinni Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í handbolta er komið í sextán liða úrslit á HM í Ungverjalandi eftir þrjá sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum sínum í riðlakeppninni. Tvær íslenskar stelpur voru í hópi þeirra átta markahæstu í riðlakeppninni en þetta eru þær Lovísa Thompson og Sandra Erlingsdóttir. Sandra Erlingsdóttir er í 5. sæti með 29 mörk en því sæti deilir hún með kínversku stelpunni Zhou Mengxue og rúmensku stelpunni Sorina Maria Tirca. Sandra hefur skorað 17 af 29 mörkum sínum af vítalínunni þar sem hún hefur nýtt 81 prósent skota sinna. Hún er alls með 74 prósent skotnýtingu á mótinu. Lovísa Thompson er í 8. sætinu með 28 mörk en þau hafa öll komið utan af velli. Enginn annar leikmaður á topp átta hefur skorað öll mörkin sín utan af velli. Langmarkahæst á HM til þessa er Helena Paulo frá Angóla. Hún hefur skorað 56 mörk eða þrettán mörkum meira en sú sem er í öðru sæti en það er Dione Housheer frá Hollandi. Það eru síðan önnur tíu mörk í þriðja sætið þar sem situr Natsuki Aizawa frá Japan. Hér má sjá markahæstu leikmenn á síðu Alþjóðahandboltasambandsins. Sandra og Lovísa eru einnig þeir leikmenn íslenska liðsins sem hafa gefið flestar stoðsendingar í fyrstu fimm leikjunum eða tíu hvor. Þriðji og fjórði markahæsti leikmaður íslenska liðsins á HM eru þær Lena Margrét Valdimarsdóttir og Andrea Jacobsen sem báðar hafa skorað 14 mörk. Hér má sjá alla tölfræði íslenska liðsins á síðu Alþjóðahandboltasambandsins. Valsmenn fagna væntanlega frammistöðu þeirra Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson en þær sömdu báðar við Hlíðarendaliðið í sumar. Sandra kemur frá ÍBV og Lovísa frá Gróttu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í handbolta er komið í sextán liða úrslit á HM í Ungverjalandi eftir þrjá sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum sínum í riðlakeppninni. Tvær íslenskar stelpur voru í hópi þeirra átta markahæstu í riðlakeppninni en þetta eru þær Lovísa Thompson og Sandra Erlingsdóttir. Sandra Erlingsdóttir er í 5. sæti með 29 mörk en því sæti deilir hún með kínversku stelpunni Zhou Mengxue og rúmensku stelpunni Sorina Maria Tirca. Sandra hefur skorað 17 af 29 mörkum sínum af vítalínunni þar sem hún hefur nýtt 81 prósent skota sinna. Hún er alls með 74 prósent skotnýtingu á mótinu. Lovísa Thompson er í 8. sætinu með 28 mörk en þau hafa öll komið utan af velli. Enginn annar leikmaður á topp átta hefur skorað öll mörkin sín utan af velli. Langmarkahæst á HM til þessa er Helena Paulo frá Angóla. Hún hefur skorað 56 mörk eða þrettán mörkum meira en sú sem er í öðru sæti en það er Dione Housheer frá Hollandi. Það eru síðan önnur tíu mörk í þriðja sætið þar sem situr Natsuki Aizawa frá Japan. Hér má sjá markahæstu leikmenn á síðu Alþjóðahandboltasambandsins. Sandra og Lovísa eru einnig þeir leikmenn íslenska liðsins sem hafa gefið flestar stoðsendingar í fyrstu fimm leikjunum eða tíu hvor. Þriðji og fjórði markahæsti leikmaður íslenska liðsins á HM eru þær Lena Margrét Valdimarsdóttir og Andrea Jacobsen sem báðar hafa skorað 14 mörk. Hér má sjá alla tölfræði íslenska liðsins á síðu Alþjóðahandboltasambandsins. Valsmenn fagna væntanlega frammistöðu þeirra Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson en þær sömdu báðar við Hlíðarendaliðið í sumar. Sandra kemur frá ÍBV og Lovísa frá Gróttu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða