Tveir kafarar fylgja hverjum dreng í kapphlaupi við rigninguna Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 10:13 Kafarar sérsveitar taílenska sjóhersins birtu þessa mynd af sér áður en þeir héldu niður í hellinn. Vísir/EPA Úrhellisrigning er nú á hellasvæðinu í Taílandi þar sem tólf drengir og þjálfari þeirra bíða björgunar. Björgunaraðgerðir hófust í morgun og hafa taílensk yfirvöld opinberað áætlun sína um að koma drengjunum út. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng en búist er við því að það taki ellefu klukkustundir að koma hverjum og einum þeirra út. Ákveðið var að ráðast í aðgerðirnar kl. 10 að staðartíma í morgun, kl. 3 að íslenskum tíma, þar sem að vatnshæðin í hellakerfinu er nú sú lægsta sem hún hefur verið frá því að hópurinn varð innlyksa fyrir tveimur vikum. Úrhellisrigning er nú skollin á en yfirvöld óttuðust að hún gæti fljótt fyllt hellana aftur af jafnvel meira vatni en áður. CNN-fréttastöðin segir að spáð sé áframhaldandi úrhelli út vikuna en monsúntímabilið er nú að hefjast á Taílandi. Það stendur fram í október.Breska ríkisútvarpið BBC segir að taílensk yfirvöld hafi birt áætlun sína um björgun drengjanna. Þeir fá hver um sig öndunargrímu sem nær yfir allt andlitið og súrefnistank. Tveir kafarar fylgja hverjum og einum og geta þeir fetað sig áfram eftir reipi. Á þrengsta kafla leiðarinnar þurfa kafararnir og drengirnir hins vegar að taka af sér súrefniskútana og rúlla þeim í gegn. Fréttaritari BBC á staðnum segir að drengjunum verði gefið tækifæri til að stoppa á leiðinni til að safna kröftum og til að hægt sé að meta ástand þeirra. Sumir drengjanna er ósyndir og enginn þeirra hefur reynslu af köfun. Kafarar hafa reynt að undirbúa þá eftir fremsta megni undanfarna daga. Búist er við því að gangi allt að óskum gætu fyrsti drengurinn komist upp í fyrsta lagi um kl. 14:00 að íslenskum tíma í dag. Björgunaraðgerðirnar gætu tekið nokkra daga.Thai cave rescue: "War against water" has begun as monsoon rains hit Tham LuangFollow live updates: https://t.co/x6vvncsUoh pic.twitter.com/rgCqEhq0L5— BBC News (World) (@BBCWorld) July 8, 2018 Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Úrhellisrigning er nú á hellasvæðinu í Taílandi þar sem tólf drengir og þjálfari þeirra bíða björgunar. Björgunaraðgerðir hófust í morgun og hafa taílensk yfirvöld opinberað áætlun sína um að koma drengjunum út. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng en búist er við því að það taki ellefu klukkustundir að koma hverjum og einum þeirra út. Ákveðið var að ráðast í aðgerðirnar kl. 10 að staðartíma í morgun, kl. 3 að íslenskum tíma, þar sem að vatnshæðin í hellakerfinu er nú sú lægsta sem hún hefur verið frá því að hópurinn varð innlyksa fyrir tveimur vikum. Úrhellisrigning er nú skollin á en yfirvöld óttuðust að hún gæti fljótt fyllt hellana aftur af jafnvel meira vatni en áður. CNN-fréttastöðin segir að spáð sé áframhaldandi úrhelli út vikuna en monsúntímabilið er nú að hefjast á Taílandi. Það stendur fram í október.Breska ríkisútvarpið BBC segir að taílensk yfirvöld hafi birt áætlun sína um björgun drengjanna. Þeir fá hver um sig öndunargrímu sem nær yfir allt andlitið og súrefnistank. Tveir kafarar fylgja hverjum og einum og geta þeir fetað sig áfram eftir reipi. Á þrengsta kafla leiðarinnar þurfa kafararnir og drengirnir hins vegar að taka af sér súrefniskútana og rúlla þeim í gegn. Fréttaritari BBC á staðnum segir að drengjunum verði gefið tækifæri til að stoppa á leiðinni til að safna kröftum og til að hægt sé að meta ástand þeirra. Sumir drengjanna er ósyndir og enginn þeirra hefur reynslu af köfun. Kafarar hafa reynt að undirbúa þá eftir fremsta megni undanfarna daga. Búist er við því að gangi allt að óskum gætu fyrsti drengurinn komist upp í fyrsta lagi um kl. 14:00 að íslenskum tíma í dag. Björgunaraðgerðirnar gætu tekið nokkra daga.Thai cave rescue: "War against water" has begun as monsoon rains hit Tham LuangFollow live updates: https://t.co/x6vvncsUoh pic.twitter.com/rgCqEhq0L5— BBC News (World) (@BBCWorld) July 8, 2018
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira