Áratugur breytinga: Hægt gengur að endurreisa traustið Tómas Bjarnason og Sigrún Drífa Jónsdóttir skrifar 4. júlí 2018 07:00 Talsverðar breytingar urðu á trausti almennings til margra stofnana samfélagsins í kjölfar bankahrunsins og var Alþingi sú stofnun sem tapaði hvað mestri tiltrú almennings ef frá er talið bankakerfið. Lögreglan er á hinn bóginn ein af fáum stofnunum þar sem traust almennings hefur aukist frá því fyrir hrun. Traust á löggjafarþinginu hefur þó þokast upp á við en hlutfall þeirra sem treysta þinginu mældist 29% í febrúar 2018 og hefur ekki mælst hærra síðan í febrúar 2008. Bankakerfið, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eru fleiri dæmi um stofnanir þar sem traust hefur smám saman aukist frá hruni. Hástökkvarinn er þó forsetaembættið sem hefur nær tvöfaldað traust sitt frá árinu 2015.Sigrún Drífa Jónsdóttir, umsjónarmaður Þjóðarpúls Gallup og gæðastjóri.Enn sem komið er nýtur Landhelgisgæslan þó mests trausts hér á landi, af þeim stofnunum sem mældar eru, en ríflega níu af hverjum tíu bera mikið traust til gæslunnar. Þó miði í rétta átt sýna mælingar Gallup að traust til stofnana er enn almennt minna en fyrir hrun. Mikilvægi trausts í samskiptum verður varla ofmetið, en mikilvægi þess er oft ekki ljóst fyrr en það bregst með einhverjum hætti. Við tökum áhættu með því að treysta og getum þurft að taka afleiðingunum af því. Í umfjöllun um traust er jafnan greint á milli almenns trausts í samskiptum og svo trausts á stofnunum. Þá er oft litið á stofnanatraust sem mælikvarða á lögmæti stofnunarinnar í augum þegna samfélagsins.Stofnanatraust í alþjóðlegu samhengi Almennt sýna kannanir á trausti að herinn, menntakerfið, lögreglan og kirkjan njóta mests trausts, en stórfyrirtækin, verkalýðshreyfingin og löggjafarþingin minnst trausts. Síðustu fimm ár hafa verið þau allra verstu í sögu mælinga Gallup á trausti til bandaríska þingsins. Aðeins 7-12% hafa síðustu ár sagst treysta þinginu, en í byrjun tíunda áratugarins var traustið um 30%. Til samanburðar mældist traust á forsetaembættinu og bönkum 32% árið 2017 í Bandaríkjunum, traust á heilbrigðiskerfinu 37%, hæstarétti 40%, kirkjum 41%, lögreglunni 57% og hernum 72%. Traust á embætti forseta Bandaríkjanna hefur lítið breyst síðasta áratug, ef frá er talið árið 2009 sem er fyrsta ár Obama í embætti, en þá mældist traustið 51%. Í könnunum Evrópusambandsins hefur traust á þjóðþingum aukist smám saman frá 2013 þegar það mældist lægst, en þá voru aðeins 24% sem svöruðu því til að þau treystu þjóðþingi sínu samanborið við 34% nú. Í síðustu mælingu mældist traustið lægst 11% hjá Litháum en hæst 69% hjá Svíum. Þess ber að geta að í þessum könnunum eru ekki notaðir sömu svarmöguleikar og Gallup á Íslandi notar og því er ekki hægt að bera niðurstöður saman milli kannana. Hverjir treysta stofnunum og hverjir ekki? Afstaða fólks til stofnana breytist eftir hagsmunum þess og gildismati. Þannig breytast viðhorf fólks til pólitískra stofnana eftir því hvaða flokkar eru við völd hverju sinni. Þá fer traustið eftir því hvernig fólki finnst stofnunin standa sig og hver eða hverjir eru í aðalhlutverki. Gengi efnahagslífsins hefur einnig áhrif og stofnanatraust eykst að jafnaði með betri efnahagsstöðu svarenda. Augljóst er af mælingum Gallup að hrunið olli sinnaskiptum þegar kemur að trausti til þingsins. Í könnunum kom fram að fólk hafði ekki mikla trú á að þingið starfaði af heilindum eða væri að vinna að mikilvægustu verkefnunum. Þetta olli djúpu vantrausti, einkum hjá þeim hópum sem áður treystu þinginu best.Traust fólks til Alþingis er nátengt því hvernig því finnst stofnunin standa sig í að leysa verkefni líðandi stundar. Nærri 70% þeirra sem telja að Alþingi standi sig vel bera mikið traust til þess, en aðeins 4% þeirra sem telja að þingið standi sig illa. Það getur einnig haft áhrif á traust hvaða mál stofnun tekst á við. Sem dæmi um mál sem klauf þjóðina og stjórnmálin allt frá hruni þar til EFTA dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn í janúar 2013 er Icesave-málið svokallaða. Í því máli urðu forseti og Alþingi að einhverju leyti fulltrúar ólíkra hagsmuna, þjóðfélagshópa og viðhorfa sem sést þegar bornir eru saman þeir hópar sem treystu annars vegar Alþingi og hins vegar forsetanum. Forsetinn naut þar frekar trausts stjórnarandstöðunnar og fólks með verri skuldastöðu og minni menntun að baki, en Alþingi naut frekar trausts þeirra sem studdu stjórnarflokkana og fólks með betri skuldastöðu og meiri menntun. Þá breytist traustið líka með nýjum persónum og leikendum. Í könnun sem Gallup vann í ágúst 2016, stuttu eftir að Guðni tók við forsetaembættinu, báru nærri sjö af hverjum tíu landsmönnum mikið traust til embættisins. Þó var traustið ívið minna meðal þeirra sem studdu þáverandi ríkisstjórnarflokka (Framsókn og Sjálfstæðisflokk) en meðal kjósenda t.d. Samfylkingar og Vinstri grænna. Frá 2015 hefur traust til embættisins nær tvöfaldast og síðustu tvö ár hefur það notið trausts fjögurra af hverjum fimm Íslendingum, og er traustið óháð kyni, aldri, menntun og fjölskyldutekjum svarenda Enn má greina áhrif bankahrunsins í mælingum á trausti. Hugsanlegt er að traust í samfélaginu sé brothættara nú en það var áður, að hluta til vegna hrunsins og eftirmála þess og að hluta til vegna ýmiss konar samfélagslegra breytinga og strauma sem hafa áhrif á gildismat fólks.Höfundar Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup Sigrún Drífa Jónsdóttir umsjónarmaður Þjóðarpúls Gallup og gæðastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Talsverðar breytingar urðu á trausti almennings til margra stofnana samfélagsins í kjölfar bankahrunsins og var Alþingi sú stofnun sem tapaði hvað mestri tiltrú almennings ef frá er talið bankakerfið. Lögreglan er á hinn bóginn ein af fáum stofnunum þar sem traust almennings hefur aukist frá því fyrir hrun. Traust á löggjafarþinginu hefur þó þokast upp á við en hlutfall þeirra sem treysta þinginu mældist 29% í febrúar 2018 og hefur ekki mælst hærra síðan í febrúar 2008. Bankakerfið, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eru fleiri dæmi um stofnanir þar sem traust hefur smám saman aukist frá hruni. Hástökkvarinn er þó forsetaembættið sem hefur nær tvöfaldað traust sitt frá árinu 2015.Sigrún Drífa Jónsdóttir, umsjónarmaður Þjóðarpúls Gallup og gæðastjóri.Enn sem komið er nýtur Landhelgisgæslan þó mests trausts hér á landi, af þeim stofnunum sem mældar eru, en ríflega níu af hverjum tíu bera mikið traust til gæslunnar. Þó miði í rétta átt sýna mælingar Gallup að traust til stofnana er enn almennt minna en fyrir hrun. Mikilvægi trausts í samskiptum verður varla ofmetið, en mikilvægi þess er oft ekki ljóst fyrr en það bregst með einhverjum hætti. Við tökum áhættu með því að treysta og getum þurft að taka afleiðingunum af því. Í umfjöllun um traust er jafnan greint á milli almenns trausts í samskiptum og svo trausts á stofnunum. Þá er oft litið á stofnanatraust sem mælikvarða á lögmæti stofnunarinnar í augum þegna samfélagsins.Stofnanatraust í alþjóðlegu samhengi Almennt sýna kannanir á trausti að herinn, menntakerfið, lögreglan og kirkjan njóta mests trausts, en stórfyrirtækin, verkalýðshreyfingin og löggjafarþingin minnst trausts. Síðustu fimm ár hafa verið þau allra verstu í sögu mælinga Gallup á trausti til bandaríska þingsins. Aðeins 7-12% hafa síðustu ár sagst treysta þinginu, en í byrjun tíunda áratugarins var traustið um 30%. Til samanburðar mældist traust á forsetaembættinu og bönkum 32% árið 2017 í Bandaríkjunum, traust á heilbrigðiskerfinu 37%, hæstarétti 40%, kirkjum 41%, lögreglunni 57% og hernum 72%. Traust á embætti forseta Bandaríkjanna hefur lítið breyst síðasta áratug, ef frá er talið árið 2009 sem er fyrsta ár Obama í embætti, en þá mældist traustið 51%. Í könnunum Evrópusambandsins hefur traust á þjóðþingum aukist smám saman frá 2013 þegar það mældist lægst, en þá voru aðeins 24% sem svöruðu því til að þau treystu þjóðþingi sínu samanborið við 34% nú. Í síðustu mælingu mældist traustið lægst 11% hjá Litháum en hæst 69% hjá Svíum. Þess ber að geta að í þessum könnunum eru ekki notaðir sömu svarmöguleikar og Gallup á Íslandi notar og því er ekki hægt að bera niðurstöður saman milli kannana. Hverjir treysta stofnunum og hverjir ekki? Afstaða fólks til stofnana breytist eftir hagsmunum þess og gildismati. Þannig breytast viðhorf fólks til pólitískra stofnana eftir því hvaða flokkar eru við völd hverju sinni. Þá fer traustið eftir því hvernig fólki finnst stofnunin standa sig og hver eða hverjir eru í aðalhlutverki. Gengi efnahagslífsins hefur einnig áhrif og stofnanatraust eykst að jafnaði með betri efnahagsstöðu svarenda. Augljóst er af mælingum Gallup að hrunið olli sinnaskiptum þegar kemur að trausti til þingsins. Í könnunum kom fram að fólk hafði ekki mikla trú á að þingið starfaði af heilindum eða væri að vinna að mikilvægustu verkefnunum. Þetta olli djúpu vantrausti, einkum hjá þeim hópum sem áður treystu þinginu best.Traust fólks til Alþingis er nátengt því hvernig því finnst stofnunin standa sig í að leysa verkefni líðandi stundar. Nærri 70% þeirra sem telja að Alþingi standi sig vel bera mikið traust til þess, en aðeins 4% þeirra sem telja að þingið standi sig illa. Það getur einnig haft áhrif á traust hvaða mál stofnun tekst á við. Sem dæmi um mál sem klauf þjóðina og stjórnmálin allt frá hruni þar til EFTA dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn í janúar 2013 er Icesave-málið svokallaða. Í því máli urðu forseti og Alþingi að einhverju leyti fulltrúar ólíkra hagsmuna, þjóðfélagshópa og viðhorfa sem sést þegar bornir eru saman þeir hópar sem treystu annars vegar Alþingi og hins vegar forsetanum. Forsetinn naut þar frekar trausts stjórnarandstöðunnar og fólks með verri skuldastöðu og minni menntun að baki, en Alþingi naut frekar trausts þeirra sem studdu stjórnarflokkana og fólks með betri skuldastöðu og meiri menntun. Þá breytist traustið líka með nýjum persónum og leikendum. Í könnun sem Gallup vann í ágúst 2016, stuttu eftir að Guðni tók við forsetaembættinu, báru nærri sjö af hverjum tíu landsmönnum mikið traust til embættisins. Þó var traustið ívið minna meðal þeirra sem studdu þáverandi ríkisstjórnarflokka (Framsókn og Sjálfstæðisflokk) en meðal kjósenda t.d. Samfylkingar og Vinstri grænna. Frá 2015 hefur traust til embættisins nær tvöfaldast og síðustu tvö ár hefur það notið trausts fjögurra af hverjum fimm Íslendingum, og er traustið óháð kyni, aldri, menntun og fjölskyldutekjum svarenda Enn má greina áhrif bankahrunsins í mælingum á trausti. Hugsanlegt er að traust í samfélaginu sé brothættara nú en það var áður, að hluta til vegna hrunsins og eftirmála þess og að hluta til vegna ýmiss konar samfélagslegra breytinga og strauma sem hafa áhrif á gildismat fólks.Höfundar Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup Sigrún Drífa Jónsdóttir umsjónarmaður Þjóðarpúls Gallup og gæðastjóri
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun