Fær milljónir frá ríkinu vegna kylfuhögga við handtöku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2018 19:45 Sérsveit var kölluð til aðstoðar er maðurinn var handtekinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 2,2 milljónir í bætur vegna líkamstjón sem hann varð fyrir er hann var handtekinn af lögreglu árið 2013. Lögreglumenn beittu kylfum við handtökuna. Héraðsdómur gagnrýnir lögregluna fyrir hversu illa handtakan var skipulögð. Málið má rekja til þess að maðurinn var grunaður um aðild að stórfelldum innflutningi fíkniefna eftir að tveir menn sem voru í gæsluvarðhaldi vegna málsins sögðust hafa fundað í þrígang á og við heimili mannsins. Beið lögregla fyrir utan hjá manninum eftir húsleitarheimild en áður en hún barst yfirgaf maðurinn heimili sitt. Hófst þá eftirför lögreglu og óskað var aðstoðar sérsveitar en lögregla taldi manninn hættulegan vegna fyrri brota hans.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliSagðist ekki hafa áttað sig á því að stöðvunarmerki lögreglu væri ætluð honum Deilt var um hvort að maðurinn hefði hunsað stöðvunarmerki lögreglu en maðurinn hélt því fram að hann hefði ekki orðið þeirra var og síðar ekki áttað sig á því að þau væru ætluð honum. Að lokum stöðvaði maðurinn bíl sinn á Reykjanesbraut við afrein að Breiðholtsbraut. Var maðurinn handtekinn og miðað við gögn sem lögð voru fram fyrir dómi komu að minnsta kosti fjórir lögreglumenn að handtökunni. Að minnsta kosti tveir þeirra beittu kylfum við handtökuna og sló annar þeirra að eigin sögn tvö til þrjú högg í læri mannsins. Var maðurinn færður á lögreglustöð á meðan húsleit á heimili hans fór fram. Eftir það var maðurinn færður á heilsugæslu til læknisaðhlynningar. Lagði maðurinn fram matsgerð læknis sem staðfesti tímabundinn og varanlegan miska mannsins vegna þeirra áverka sem hann hlaut við handtökuna. Vildi maðurinn meina að lögregla hafi beitt hann óhóflegu harðræði við handtökuna. Hafnaði íslenska ríkið því alfarið, lögregla hafi haft fullt tilefni til þess að ætla að hann gæti hafa verið hættulegur þar sem maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu, meðal annars í tengslum við ofbeldis- og hótunarbrot.Lögreglu grunaði að maðurinn væri hættulegur vegna fyrri brota hans.Vísir/EyþórLögregla gagnrýnd fyrir illa skipulagða handtöku Í dómi Héraðsdóms segir að það mat lögreglu að maðurinn gæti hafa verið hættulegur yrði ekki dregið í efa og því væri ekki hægt að finna að því að kylfur hafi verið á lofti. Öðru máli gegndi hins vegar um beitingu kylfu á líkama mannsins. Í dómi Héraðsdóms er handtakan sjálf gagnrýnd og segir að í ljósi þess að um fyrirfram skipulaga aðgerð hafi verið að ræða megi ætla að lögreglan hafi getað skipulagt hana þannig að hún færi fram við hentugri aðstæður en við fjölfarna umferðaræð. Að mati dómsins benti ekkert til þess að maðurinn væri vís til þess að hefja ofsaakstur til þess að flýja undan lögreglu og að lögregla hefði getað valið hentugri stað til þess að gefa honum stöðvunarmerki. Þá benti ekkert til þess að maðurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun er honum var sagt að stíga út úr bílnum eða eftir að úr henni var komið, þótt hann hafi streist á móti er hann var dreginn úr bílnum. Þá hafi fjöldi lögreglumanna sem kom að handtökunni verið slíkur að þeir hefðu haft í fullu tré við manninn hefði hann sýnt af sér ógnandi hegðun. Taldi dómurinn ósannað að maðurinn „hafi á einhvern hátt valdið eða stuðlað að þeim þvingunaraðgerðum lögreglu sem hann var beittur“. Þá væri rétt að ríkið bæri hallann af því að ósannað væri að meðalhófs hafi verið gætt við framkvæmd handtökunnar, þegar kylfu var beitt á líkama mannins án þess að séð verði að hegðun hans hafi gefið nægt tilefni til þess eða að hann beri ábyrgð á því hvar akstur hans var stöðvaður. Var íslenska ríkið dæmt til þess að greiða manninum samtals 2,2 milljónir í bætur vegna málsins, auk þóknunar lögmanns mannsins, 2,4 milljónir.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 2,2 milljónir í bætur vegna líkamstjón sem hann varð fyrir er hann var handtekinn af lögreglu árið 2013. Lögreglumenn beittu kylfum við handtökuna. Héraðsdómur gagnrýnir lögregluna fyrir hversu illa handtakan var skipulögð. Málið má rekja til þess að maðurinn var grunaður um aðild að stórfelldum innflutningi fíkniefna eftir að tveir menn sem voru í gæsluvarðhaldi vegna málsins sögðust hafa fundað í þrígang á og við heimili mannsins. Beið lögregla fyrir utan hjá manninum eftir húsleitarheimild en áður en hún barst yfirgaf maðurinn heimili sitt. Hófst þá eftirför lögreglu og óskað var aðstoðar sérsveitar en lögregla taldi manninn hættulegan vegna fyrri brota hans.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliSagðist ekki hafa áttað sig á því að stöðvunarmerki lögreglu væri ætluð honum Deilt var um hvort að maðurinn hefði hunsað stöðvunarmerki lögreglu en maðurinn hélt því fram að hann hefði ekki orðið þeirra var og síðar ekki áttað sig á því að þau væru ætluð honum. Að lokum stöðvaði maðurinn bíl sinn á Reykjanesbraut við afrein að Breiðholtsbraut. Var maðurinn handtekinn og miðað við gögn sem lögð voru fram fyrir dómi komu að minnsta kosti fjórir lögreglumenn að handtökunni. Að minnsta kosti tveir þeirra beittu kylfum við handtökuna og sló annar þeirra að eigin sögn tvö til þrjú högg í læri mannsins. Var maðurinn færður á lögreglustöð á meðan húsleit á heimili hans fór fram. Eftir það var maðurinn færður á heilsugæslu til læknisaðhlynningar. Lagði maðurinn fram matsgerð læknis sem staðfesti tímabundinn og varanlegan miska mannsins vegna þeirra áverka sem hann hlaut við handtökuna. Vildi maðurinn meina að lögregla hafi beitt hann óhóflegu harðræði við handtökuna. Hafnaði íslenska ríkið því alfarið, lögregla hafi haft fullt tilefni til þess að ætla að hann gæti hafa verið hættulegur þar sem maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu, meðal annars í tengslum við ofbeldis- og hótunarbrot.Lögreglu grunaði að maðurinn væri hættulegur vegna fyrri brota hans.Vísir/EyþórLögregla gagnrýnd fyrir illa skipulagða handtöku Í dómi Héraðsdóms segir að það mat lögreglu að maðurinn gæti hafa verið hættulegur yrði ekki dregið í efa og því væri ekki hægt að finna að því að kylfur hafi verið á lofti. Öðru máli gegndi hins vegar um beitingu kylfu á líkama mannsins. Í dómi Héraðsdóms er handtakan sjálf gagnrýnd og segir að í ljósi þess að um fyrirfram skipulaga aðgerð hafi verið að ræða megi ætla að lögreglan hafi getað skipulagt hana þannig að hún færi fram við hentugri aðstæður en við fjölfarna umferðaræð. Að mati dómsins benti ekkert til þess að maðurinn væri vís til þess að hefja ofsaakstur til þess að flýja undan lögreglu og að lögregla hefði getað valið hentugri stað til þess að gefa honum stöðvunarmerki. Þá benti ekkert til þess að maðurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun er honum var sagt að stíga út úr bílnum eða eftir að úr henni var komið, þótt hann hafi streist á móti er hann var dreginn úr bílnum. Þá hafi fjöldi lögreglumanna sem kom að handtökunni verið slíkur að þeir hefðu haft í fullu tré við manninn hefði hann sýnt af sér ógnandi hegðun. Taldi dómurinn ósannað að maðurinn „hafi á einhvern hátt valdið eða stuðlað að þeim þvingunaraðgerðum lögreglu sem hann var beittur“. Þá væri rétt að ríkið bæri hallann af því að ósannað væri að meðalhófs hafi verið gætt við framkvæmd handtökunnar, þegar kylfu var beitt á líkama mannins án þess að séð verði að hegðun hans hafi gefið nægt tilefni til þess eða að hann beri ábyrgð á því hvar akstur hans var stöðvaður. Var íslenska ríkið dæmt til þess að greiða manninum samtals 2,2 milljónir í bætur vegna málsins, auk þóknunar lögmanns mannsins, 2,4 milljónir.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira